Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Leikjarýni»Leikjarýni: Grand Theft Auto V
    Leikjarýni

    Leikjarýni: Grand Theft Auto V

    Höf. Nörd Norðursins25. september 2013Uppfært:18. október 2013Engar athugasemdir5 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Grand Theft Auto V er fimmti leikurinn í hinni umdeildu Grand Theft Auto (GTA) leikjaseríu frá Rockstar. Margir hafa beðið spenntir eftir leiknum sem er talið að hafi kostað allt að £170 milljónir í framleiðslu (sem gera tæpa 33 milljarða íslenskra króna) sem gerir GTA V að dýrasta tölvuleik sögunnar. Leikurinn hefur slegið eldri sölumet og skilaði inn einum milljarði Bandaríkjadala í kassann á aðeins þremur dögum.

    Hér á landi héldu Gamestöðin og Elko sérstakar GTA V kvöldopnanir og setti leikurinn Íslandsmet í forsölu. En nóg um það, dembum okkur í leikinn!

     

    Verið velkomin til Los Santos!

    Leikurinn gerist í borginni Los Santos og nærliggjandi svæði þar sem spilarinn fer með hlutverk þriggja krimma; Michael, Franklin og Trevor, sem eru afskaplega ólíkir hver öðrum.  Michael er miðaldra mafíósa týpan sem býr í fínu hús og er í miðri sálfræðimeðferð, Franklin er smákrimmi sem býr í gettóinu heima hjá frænku sinni og Trevor er stórklikkaður skapstór rauðhnakki sem býr rétt fyrir utan borgina og þú vilt ekki reita til reiði!

    Los Santos er ansi stór borg sem býður upp á allskonar afþreyingu og þjónustu. Þar er hægt að skella sér í tennis, kvikmyndahús, strippbúllur, pöbba, bílaverkstæði, fatabúðir, tívolí og margt fleira. Verkefnin sem spilarinn þarf að leysa eru mjög fjölbreytt og geta verið allt frá því að stela bílum yfir í að ræna banka. Smáatriðin í leiknum eru stórkostlega vel gerð. Maður fær á tilfinninguna að engin tvö strá séu eins, svo vandað er umhverfi leiksins. Í leiknum er fjölbreytt flóra af fólki, farartækjum og hlutum og er til dæmis ákaflega sjaldgjæft að rekast á marga bíla af sömu gerð. Umbúðirnar í GTA V eru klárlega í lagi – en hvað með innihaldið?

    GTAV

    Fjölbreytt umhverfi – Endalausir möguleikar

    Það tók mig um 30 klukkutíma að klára söguþráð leiksins, auk þess sem ég kláraði nokkur aukaverkefni og ráfaði eitthvað um borgina til að prófa hina og þessa hluti. Svæðið í GTA V er mjög stórt, eða í kringum 127 km², sem er töluvert stærra en Kópavogur. Til samanburðar er Reykjavík 273 km², Kópavogur 113 km² og Hafnarfjörður 144 km² (Vísindavefurinn). Í fyrstu hljómar stærð svæðisins kannski yfirþyrmandi, en svæðið er passlegt fyrir 30 klukkutíma spilun. Rockstar fókusar aðeins of mikið á raunveruleikann og stundum óskaði maður þess að sköpunargleðin hefði fengið meira pláss í leiknum þar sem borgina skortir eftirminnilegar byggingar eða óhefðbundin landsvæði.

    Spilarinn getur með auðveldum hætti skipt á milli þess að spila sem Michael, Franklin eða Trevor og fær auk þess að taka ákvarðanir um hvernig ákveðin verkefni eru skipulögð. Þessir 30 klukkutímar voru mjög fljótir að líða og enn nóg að gera í borginni. Það verður spennandi að sjá hvaða aukapakkar verða gefnir út í framtíðinni og fylgjast betur með fjölspilunarhluta leiksins – GTA Online.

    GTAV

    En af hverju ekki 5 stjörnur?

    Þó væntingunum hafi verið stillt í hóf þótti mér vanta ákveðna dýpt í leikinn. Spilarinn flakkar á milli þess að spila sem  Michael, Franklin og Trevor án þess að ná góðum tengslum við persónurnar og þar af leiðandi var upplifunin á söguþræði leiksins ekkert sérstök. Það er kannski erfitt að mynda einhver tengsl við samviskulausa glæpamenn sem skjóta á allt sem hreyfist, en mér þykir t.d. L.A. Noire, Sleeping Dogs og Red Dead Redeption hafa náð að mynda áhrifaríkari og sterkari tengsl milli spilarans og aðalpersóna með vandaðri söguþræði og betri persónusköpun. Söguþráður leiksins virkar eins og góð kynning á þá möguleika sem leikurinn hefur upp á að bjóða, en er langt frá því að fanga mann.

    Miðað við hasarleiki nútímans má segja að GTA V sé nokkuð rólegur á köflum, sérstaklega þegar leikurinn krefst þess að spilarinn keyri langar leiðir fram og til baka, sem er einfaldlega einhæft og leiðinlegt til lengdar. En leikurinn býður upp á það marga möguleika að upplifun hvers og eins er einstök með mismunandi áherslu. Með þessari gagnrýni er ég að skoða litlar rispur á annars mjög svo fallegum demanti. GTA V býður upp tugi klukkutíma af skemmtilegri spilun og ótrúlega fallegan heim sem vert er að skoða.

    GTAV

    GTA Online

    Leikurinn býður einnig upp á fjölspilun þar sem allt að 16 spilarar geta keppt samtímis. Ekki verður opnað fyrir fjölspilun leiksins fyrr en í október og verður því sérstök gagnrýni tengd fjölspiluninni birt síðar. [Smelltu hér til að lesa leikarýni GTA V Online]

     

    Öll þessi geðveiki – í hnotskurn

    Grand Theft Auto V er stórgóður leikur. Sagan nær ekki að fanga mann en GTA V býður þó upp á heilan heim af góðgæti og frábærri skemmtun. Los Santos borg og nærliggjandi umhverfi er stórkostlega fallegt og einstaklega vel gert. Fjölbreyttni og raunveruleiki leiksins er til fyrirmyndar og endingartími leiksins er mjög góður (og á eflaust eftir að vera enn betri þegar GTA Online fer í gang). Spilun leiksins er jafn fjölbreytt og verkefnin þar sem spilarinn þarf meðal annars að ræna verslun, stinga lögguna af og fljúga flugvél. Los Santos býður einnig upp á fína afþreyingu þar sem hægt er að spila tennis, skella sér á rúntinn, hlusta á góða tónlist – eða einfaldlega hanga heima og horfa á sjónvarpið. GTA V er leikur sem enginn leikjaunnandi ætti að láta framhjá sér fara. Sjáumst í Los Santos!

     

    Höfundur er Bjarki Þór Jónsson,
    ritstjóri Nörd Norðursins.

     

    Bjarki Þór Jónsson gta GTA V Leikjarýni
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaValve kynnir SteamOS
    Næsta færsla FIFA 14 Íslandsmeistaramót Gamestöðvarinnar verður 25. september
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025

    Minnist vinar síns í nýjum tölvuleik – „André dreymdi um að læra íslensku“

    14. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    • Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.