Fréttir

Birt þann 28. ágúst, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

PSN Store væntanleg til Íslands?

Horfur eru á að íslensk PSN búð (PSN Store) muni líta dagsins ljós snemma á næsta ári að sögn Ólafs Þórs Jóelssonar, deildastjóri tölvuleikjadeildar Senu, umboðsaðila PlayStation leikjatölvunnar.

PSN búðin býður upp á fjölbreytta afþreyingarþjónustu þar sem notendur geta sótt sér tölvuleiki, kvikmyndir, sjónvarpsþætti og fleira á einfaldan og þægilegan hátt. Íslenskir PlayStation spilarar hafa hingað til fundið leiðir í kringum kerfið með því að stofna breska eða bandaríska PSN reikninga.

Íslensk PSN búð myndi að öllum líkindum hafa einhver áhrif á sölu næstu kynslóð af leikjatölvum þar sem PlayStation 4 yrði trúlega aðgengilegri hér á landi en Xbox One.

Sony hefur ekki enn staðfest hvernig netspiluninni verði háttað í löndum án PSN búðarinnar, en á meðan engin íslensk PSN búð er til staðar munu íslenskir spilarar líklega geta skráð sig í gegnum bresku PSN búðina.

 

Höfundur er Bjarki Þór Jónsson,
ritstjóri Nörd Norðursins.

 

Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑