Birt þann 9. ágúst, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins
0Námsstofa um valdabaráttuna í Hungurleikunum haldin 18. ágúst
Sunnudaginn 18. ágúst mun Róttæki sumarháskólinn standa fyrir námsstofu um valdabaráttuna í Hungurleikunum. Nanna Hlín Halldórsdóttir, doktorsnemi í heimspeki við Háskóla Íslands og áhugamanneskja um fantasíur, vísindaskáldskap og sjónvarpsþætti, mun ræða um þríleikinn.
Á Facebook-síðu viðburðarins kemur eftirfarandi fram:
Þríleikurinn fæst við erfiðar spurningar um samskipti, vald og andóf í samhengi við stéttarátök og ójafna dreifingu veraldlegra gæða í heimi sem í fyrstu virðist svo afskapega ólíkur okkar … en er það svo? Í námstofunni verður spurt hvað við getum lært um samtakamátt og andóf í okkar eigin heimi út frá átökum Hungurleikanna og þá sérstaklega hversu langt eigi að ganga í að „selja“ andófshugmynd.
Námsstofan hefst kl. 18:00 í ReykjavíkurAkademíunni, Hringbraut 121 (4. hæð), og stendur yfir til kl. 19:45.
Aðgangur ókeypis og öllum opinn.