Íslenskt

Birt þann 22. ágúst, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Menningarnótt 2013: 5 áhugaverðir viðburðir

Menningarnótt 2013 verður haldin laugardaginn 24. ágúst. Líkt og í fyrra fórum við hjá Nörd Norðursins yfir dagskrána og sigtuðum út fimm viðburði sem okkur nördunum líst sérstaklega vel á í ár.

 

Skákhátíð Skákakademíunnar

Lækjartorg | kl. 12:00 – 18:00

„Skákakademía Reykjavíkur efnir til Skákhátíðar á Menningarnótt. Hátíðin fer fram á Lækjartorgi og hefst á hádegi og stendur fram eftir degi. Fjölmargir viðburðir fara fram á Skákhátíðinni: Nokkrir af sterkustu skákmönnum Íslands munu tefla á Alheimsmótinu í Leifturskák, Íslandsmótið í heilinn og höndin fer fram og ungmennalandslið Íslands teflir við gesti og gangandi. Helsti viðburður hátíðarinnar verður hraðskákeinvígi Jóhanns Hjartarsonar stórmeistara og Hjörvars Steins Grétarssonar landsliðsmanns. Þá geta gestir og gangandi sest niður, gripið í tafl eða fengið skákmeistara til að tefla við sig.“

Viðburðurinn á Menningarnótt.is

 

Brosum með Chaplin

Borgarbókasafn Reykjavíkur – Aðalsafn | kl. 13:00 – 22:00

„Sígildar Chaplinmyndir frá árunum 1918-1923 rúlla í Kamesinu á 5. hæð frá kl. 13-22.“

Viðburðurinn á Menningarnótt.is

 

Prófið íslenskan tölvuleik / Tölvuleikjasýning

Harpa | kl.  13:00 – 22:00

„Kynning á íslenskum tölvuleik. Komið að skoða og prófa listræna, handteiknaða, ævintýraleikinn Aaru’s Awakening úr smiðju Lumenox Games!“

Viðburðurinn á Menningarnótt.is

 

Í tón og mynd

Loft Hostel (Bankastræti 7) | kl. 13:30 – 15:30

„Í tón og mynd er viðburður þar sem sýndar eru fágætar íslenskar hreyfimyndir frá árdögum myndgerðar við lifandi undirleik. Hvert atriði er á bilinu fjörutíu til sextíu mínútur að lengd.“

Viðburðurinn á Menningarnótt.is

 

Gakktu í landnámsskálann!

Landnámssýningin Reykjavík 871+/-2 – (Aðalstræti 16) | kl. 20:00 – 20:30

„Gestum verður boðið að „ganga í bæinn“ með leiðsögn um skálann frá landnámsöld sem varðveittur er á sínum upprunalega stað. Sérstök áhersla verður lögð á búsetuhætti og reynt að gefa góða mynd af lífinu í skálanum. Sýningin reiðir á fornleifar frá víkingaöld sem hafa fundist hér í Reykjavík en gestum er velkomið að koma með innlegg og hjálpa við að fylla upp í eyðurnar.“

Viðburðurinn á Menningarnótt.is

 

Nánari upplýsingar um Menningarnótt má finna á Menningarnott.is.

 

-BÞJ
Deila efni

Tögg:


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑