Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Menning»Bækur og blöð»The Lone Ranger í 80 ár
    Bækur og blöð

    The Lone Ranger í 80 ár

    Höf. Nörd Norðursins5. júlí 2013Uppfært:20. ágúst 2013Engar athugasemdir4 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Lone Ranger á fastan stað í menningarsögu Bandaríkjanna. „Hi-Yo Silver, away!“ sem Jim Carrey hermdi eftirminnilega eftir í Ace Ventura 2, varð þekktur frasi. Silfurkúlurnar urðu einnig þekkt minni og upphafsstef óperunnar William Tell eftir Gioachino Rossini varð leiðarstef Lone Ranger.

    Persónan kom fyrst fram árið 1933 og þá í útvarpsleikriti en það er ennþá á huldu hver skapaði persónuna upphaflega, þó svo að margir hafi verið nefndir. Líklega á þó rithöfundurinn Fran Striker heiðurinn en hann samdi handritið að útvarpsleikritunum og samdi einnig bækur um persónuna. Útvarpsleikritið varð vinsælt og í kjölfarið komu bækur, kvikmyndir, teiknimyndir og myndasögur. Lone Ranger barðist þó ekki einn gegn ranglæti því með honum í för var yfirleitt indjáninn Tonto. Það sem einkenndi Lone Ranger var sterk réttlætiskennd og boðskapur sögunnar var yfirleitt mjög skýr og beint til yngri kynslóðarinnar; allir menn eru skapaðir jafnir, hver og einn hefur tækifæri til þess að breyta heiminum og engan á að drepa o.s.frv.

    Það er furðulegt að þessi vinsæla persóna, sem á svo fastan stað í hjörtum Bandaríkjamanna, hafi ekki verið kvikmynduð oftar en raun ber vitni. Aðeins þrjár kvikmyndir hafa verið gerðar, ef frá er talin einn langur sjónvarpsþáttur sem kom út 2003 og svo nú nýja myndin. Kannski er ástæðan sú að menn vildu gera hlutina rétt og bíða eftir stað og stund en einnig þekkir yngri kynslóðin þessa persónu ekki jafn vel og ofurhetjurnar sem birtast í kvikmyndahúsum í dag og gæti það verið stærsta ástæðan. Til gamans þá er áhugasömum bent á nýja myndasögu um Lone Ranger sem Dynamite útgáfufyrirtækið gefur út ef einhver vill kynnast Lone Ranger betur.

    Bruckheimer og framleiðslufyrirtækið Disney ætla sér stóra hluti með The Lone Ranger en tökuferlið og undirbúningur myndarinnar var ekki dans á rósum, en tökur hófust 2011. Fjármagn til framleiðslunnar var af skornum skammti, svo ótrúlegt megi virðast, en Disney sætti sig ekki við upphaflegu kostnaðaráætlunina vegna þess að talið var að persónan væri ekki nógu þekkt og hefur því miklum fjármunum verið varið í markaðsherferð myndarinnar til að stimpla persónuna inn. Vonir eru bundnar við að The Lone Ranger standist sömu kröfur og gerðar eru til annarra ofurhetjumynda í dag. Stundin er nú runnin upp og The Lone Ranger er komin á hvíta tjaldið aftur eftir mikla bið.

     

    1936 – 1956

    Eftir vinsældir útvarpsþáttanna samdi Fran Striker nokkrar bækur um Lone Ranger og Tonto.

    Lone Ranger - 01

     

    1949 – 1957

    Fran Striker skrifaði einnig handritið að vinsælum sjónvarpsþáttaröðum um persónuna. Clayton Moore lék Lone Ranger og Jay Silverheels lék Tonto.

    Lone Ranger - 02

     

    1956

    Fyrsta kvikmyndin um persónuna er frumsýnd á hvíta tjaldinu og voru Moore og Silverheels fengnir til þess að leika í henni.

    Lone Ranger - 03

     

    1958

    Önnur myndin kemur út

    Lone Ranger - 04

     

    1981

    Kvikmyndin The Legend of the Lone Ranger kemur út en persónan hafði þá fengið langa pásu frá hvíta tjaldinu. Nú voru aðalhlutverkin í höndum Klinton Spilsbury sem Lone Ranger og Michael Horse sem Tonto. Myndinni gekk ekki vel í miðasölu og fékk lélega dóma.

    Lone Ranger - 05

     

    2003

    WB sjónvarpsstöðin reyndi að vekja persónuna aftur til lífsins og hugðist gera sjónvarpsþætti um persónuna. Prufuþátturinn gekk ekki vel og var hætt við frekari tilraunir til þess að blása lífi í kúrekann. Chad Michael Murray lék Lone Ranger og Nathaniel Arcand lék Tonto.

    Lone Ranger - 06

     

    2013

    Dynamite úgáfufyrirtækið gaf nýlega út myndasögu þar sem lýst er forsögu Lone Ranger og tilraunum hans til hefnda. Nánari upplýsingar um þær myndasögur sem Dynamite hefur gefið út um persónuna má finna hér.

    Lone Ranger - 07

     

    3. júlí 2013

    Stærsta útspil Disney og Jerry Bruckheimer í langan tíma er nýjasta kvikmyndin um Lone Ranger. Armie Hammer leikur Lone Ranger og Johnny Depp leikur Tonto. Leikstjóri myndarinnar er Gore Verbinski.

    Lone Ranger - 08

     

    Höfundur er Ragnar Trausti Ragnarsson,
    fastur penni á Nörd Norðursins.

     

    Ragnar Trausti Ragnarsson The Lone Ranger Tonto
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaKvikmyndarýni: Hard Ticket to Hawaii (1987)
    Næsta færsla Kvikmyndarýni: The Silence of the Lambs (1991)
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    Secret Level

    10. desember 2024

    RIFF kvikmyndahátíðin 2024

    27. september 2024

    Hvað ef Squid Game leikirnir væru íslenskir?

    13. nóvember 2021

    Austin Powers heimsækir Mass Effect

    19. október 2021

    Íslenskir myndasöguhöfundar efna til rafræns útgáfuteytis

    17. nóvember 2020

    Íslenska myndasögusamfélagið með myndasögusultu

    20. nóvember 2019
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.