Fréttir
Birt þann 30. júlí, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins
0Skyggnst á bak við tjöldin við gerð DuckTales: Remastered [MYNDBÖND]
Í mars sögðum við frá því að endurgerð á klassíska DuckTales NES leiknum væri komin í vinnslu. Leikurinn er byggður á teiknimyndaþáttunum DuckTales (eða Sögur úr Andabæ eins og þættirnir heita á íslensku) og stjórnar spilarinn ríkustu önd Andabæjar, Jóakim Aðalönd, í leit sinni að týndum fjarsjóðum.
Í þessum stutta myndböndum fáum við að kynnast útliti leiksins betur og heyrum hvað þeir sem komu að gerð leiksins hafa að segja.
DuckTales: Remastered verður fáanlegur á Steam 13. ágúst, á PSN 14. ágúst, á Nintendo eShop 15. ágúst og 11. september á Xbox 360 í Evrópu og mun leikurinn kosta €14,99 (u.þ.b. 2.400 kr.).