Birt þann 10. júní, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins
0E3 2013: Væntanlegir leikir á Xbox 360 [STIKLUR]
World of Tanks hefur heldur betur slegið í gegn á PC. Í þessum fjölspilunarleik keyra spilarar um í skriðdrekum og vinna saman í liði gegn andstæðingum sínum. Leikurinn er væntanlegur á Xbox 360 í sumar og verður ókeypis-að-spila (free-to-play).
Danska leikjafyrirtækið Press Play mun á næstunni gefa út leikinn Max: The Curse of Brotherhood. Leikurinn er ævintýra- og þrautaleikur fyrir yngri kynslóðina og virðist styðjast að einhverju leyti við Kinect.
Síðast en ekki síst var stutt brot úr Dark Souls II sýnt, en fyrsti Dark Souls leikurinn fékk einmitt frábæra dóma hjá okkur.
>> E3 2013 - Allt á einum stað <<
Höfundur er Bjarki Þór Jónsson,
ritstjóri Nörd Norðursins.