Bíó og TV

Birt þann 28. maí, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Stytta af Robocop verður reist í Detroit

Árið 2011 náði hópur Robocop aðdáenda að safna vel yfir $60,000 til þess að reisa styttu af hetju Detroit borgar; vélmennalöggunni Robocop úr samnefndum kvikmyndum. Undanfarin tvö ár hefur verkefnið verið í vinnslu og nú styttist í að þessi þriggja metra háa stytta af vélmenninu fræga verði tilbúin.

Búist er við því að styttan verði reist í Detroit borg í Bandaríkjunum sumarið 2014. Eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan verður styttan ansi vígaleg. Til gamans má geta að Reykjavíkurbúar eiga einnig von á nördalegri styttu í boði CCP.

Robocop stytta 01

 

Robocop stytta 04

 

Robocop stytta 03

 

Robocop stytta 05

 

Robocop stytta 02

Fleiri myndir má finna hér á Kickstarter.

Heimildir: Detroit Needs Robocop (Press) og Kickstarter (Detroit Needs A Statue of Robocop!)
-BÞJ
Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑