Fréttir
Birt þann 27. apríl, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins
0EVE Fanfest 2013: CCP mun reisa EVE minnisvarða í Reykjavík
Íslenska leikjafyrirtækið CCP hefur verið í viðræðum við Reykjavíkurborg um staðsetningu minnisvarða um 10 ára afmæli tölvuleiksins EVE Online. CCP staðfesti að slíkur minnisvarði mun verða reistur en ekki hefur verið endanleg staðsetning eða endanlegt útlit á minnisvarðanum verið ákveðið.
Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, tók þó fram að öll nöfn á virkum spilurum í EVE Online yrðu áletruð í grunn minnisvarðans. Þeir kynntu tvær mögulegar tillögur að minnisvarðanum á EVE Fanfest og var önnur tillagan til sýnis á hátíðinni (sjá mynd).
• Fleiri fréttir frá EVE Fanfest 2013
Höfundur er Bjarki Þór Jónsson,
ritstjóri Nörd Norðursins.