Birt þann 16. mars, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins
0Myndasöguáskorun Ókeipiss 2013
Þriðja tölublað íslenska myndasögublaðsins Ókeipiss kemur út 4. maí næstkomandi. Myndasögunni er dreyft ókeypis á Ókeypis myndasögudeginum (Free Comic Book Day) sem er haldinn hátíðlegur ár hvert.
Þátttakendurnir í ár þurfa að senda sögurnar í góðri upplausn á okeipiss@gmail.com í seinasta lagi fimmtudaginn 11. apríl. Í kjölfarið verða bestu sögurnar valdar og þær birtar í blaðinu.
Á Facebook viðburði myndasöguáskorunarinnar er farið yfir reglurnar í ár:
a) Tvær síður. Hvorki meira né minna. Í ár er opnuþema. Blaðið verður stútfullt af sjálfstæðum myndasöguopnum.
b) Má vera í lit og má líka vera ekki í lit.
c) Má vera eftir einn eða fleiri. höfundar og teiknarar sameinist!
d) Ekki enda söguna á „framhald síðar“. Sagan verður að standa ein og sér. Byrja og enda á sömu opnunni.
z) blaðið verður prentað í stærðinni B5 (176mm × 250mm). En A4 sleppur alveg.
Forsíðumynd: Úr Ókeipiss nr 2, eftir Jóhann Ludwig Torfason.
– BÞJ