Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Menning»Bækur og blöð»Bókarýni: Hringurinn eftir Mats Strandberg og Söru Bergmark
    Bækur og blöð

    Bókarýni: Hringurinn eftir Mats Strandberg og Söru Bergmark

    Höf. Nörd Norðursins19. mars 2013Uppfært:25. maí 2013Engar athugasemdir4 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Hringurinn eftir Mats Strandberg og Söru Bergmark Elfgren í þýðingu Þórdísar Gísladóttur er margverðlaunuð sænsk unglingabók frá 2011, í fyrra gaf Bjartur bókina út á Íslandi. Hringurinn (sæ. Cirkeln) er fyrsta bók í þríleik og er von á þýðingu bókar númer tvö í þríleiknum nú í haust.

    Hringurinn er það sem á ensku myndi kallast Young Adult bók en myndi á íslensku útleggjast sem unglingabók, mér finnst það hugtak ekki ná nógu vel utan um þessa bókmenntategund, sérstaklega ekki þegar um er að ræða bók eins og Hringinn sem fjallar um unglinga á menntaskólaaldri. Sumir kjósa að tala um táningabækur fyrir þennan eldri ekki-lengur-barn-en-ekki-orðinn-fullorðinn hóp en svo má líka færa rök fyrir því að flokkun sem þessi fæli lesendur frá og sé aðeins til trafala, sérstaklega þegar um er að ræða bók eins og Hringinn sem að mínu mati gengur vel ofan í fullorðið fólk. Barna- og unglingabækur eru ekki óæðri eða síðri bókmenntir, síður en svo, góðar bækur eru alltaf góðar bækur.

    En að Hringnum. Sagan fjallar um 6 stelpur sem skyndilega er hent inn í hringiðu yfirnáttúrulegra atburða þegar þeim er tilkynnt að þær séu hinar útvöldu, nornir sem eigi saman að berjast gegn hinu illa. Stelpunum líst alls ekki vel á þetta, fyrir utan hið augljósa að fáir myndu segja „já ókei, hvenær eigum við að byrja“ þegar slíku hlutverki væri þröngvað upp á þá eru þessar stúlkur jafn ólíkar og þær eru margar og alls engar vinkonur, sumar þeirra reyndar svarnar óvinkonur. En þær verða að taka höndum saman því nú þegar hefur hið illa myrt sjöunda meðlim hringsins og mun ekki hætta fyrr en það sigrar þær allar.

    Sagan er gífurlega spennandi, strax í fyrsta kafla var ég orðin ánetjuð, ég fékk gæsahúð og hjartað sló örar, þetta var vægast sagt upplifun.

    Sagan er gífurlega spennandi, strax í fyrsta kafla var ég orðin ánetjuð, ég fékk gæsahúð og hjartað sló örar, þetta var vægast sagt upplifun. Þessi upplifun í fyrsta kafla fleytti mér í gegnum næstu kafla þar sem fátt gerist en lesendur fá að kynnast persónum. Sá hluti bókarinnar hefði mögulega getað orðið þurr þar sem við kynnumst aðstæðum og lífi sex aðalpersóna en höfundar hafa slík tök á persónunum að mér leiddist aldrei. Persónurnar eru raunsæjar, þær hafa dýpt og ég gat samsamað mig með þeim öllum og á tímabili fannst mér eins og ein persónan gæti verið tekin upp úr upplifunum mínum á unglingsárunum! Sjónarhorn frásagnarinnar hoppar milli aðalpersóna en er þó aldrei hjá tveimur af stúlkunum í nornahringnum, fyrir vikið eru þær tvær nokkuð flatari persónur en hinar fjórar og kemst önnur þeirra nálægt því að verða nokkurs konar bókmenntaleg týpa. Ég ætla að giska á að þetta hafi verið fyrirfram ákveðinn hluti af fléttunni og í næstu bókum verði þessi persóna flóknari og öðlist meiri dýpt.

    Mér fannst undravert hvernig tveir höfundar gátu náð að lýsa þessum gjörólíku persónum svo vel sem þau gerðu, það lýsir að mínu mati miklum hæfileikum og gæðir söguna auknu gildi. Þetta er ekki eins og hver önnur fantasía, þetta er svo miklu meira. Í bókinni sameinast hið besta úr fantasíum við hið besta úr norrænu unglingaraunsæi og út kemur hin mesta snilld.

    Eftir þennan lofgjörðarsöng væri kannski eðlilegt að tína til einhverja galla en mér fannst bókin bara það góð að þótt það séu einhver örfá atriði sem ég hefði viljað hafa öðruvísi er það svo mikill tittlingaskítur að það tekur því ekki að nefna það. Ég ætla því bara að ljúka þessu hér á því að segja að ég mæli með þessari bók fyrir hvern þann sem hrifinn er af fantasíum sem og þann sem er meira fyrir raunsæjar bókmenntir því í þessari bók má finna hina fullkomnu blöndu þessa tveggja heima.

     

    Höfundur er Védís Ragnheiðardóttir,
    nemi í íslenskum fræðum við Háskóla Íslands.

     

     Forsíðumynd:
    Wikimedia Commons (wood) og bókakápa Hringsins.

    bókarýni Cirkeln fantasía HRingurinn Mats Strandberg Sara Bergmark Elfgren Þórdís Gísladóttir þýdd skáldsaga
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaLeikjarýni: Tomb Raider (2013)
    Næsta færsla Þúsund mílna ferðin hefst með sýn til framtíðar
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    Leikjavarpið #35 – Viðtal við Ara Þór hjá Epic Games

    7. desember 2021

    Íslenskir myndasöguhöfundar efna til rafræns útgáfuteytis

    17. nóvember 2020

    Íslenska myndasögusamfélagið með myndasögusultu

    20. nóvember 2019

    Hvað ef Napóleónsstríðin hefðu verið háð með drekum? – Temeraire eftir Naomi Novik

    29. september 2018

    Hrollvekjuprinsinn Joe Hill

    7. júlí 2018

    Vettvangur fyrir íslenska furðusagnaaðdáendur

    28. júní 2018
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.