Fréttir1

Birt þann 22. febrúar, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Godsrule – Opin beta útgáfa

Íslenska leikjafyrirtækið Gogogic hefur síðastliðna 18 mánuði unnið að gerð tölvuleiksins Godsrule. Síðastliðnar vikur hafa valdir tölvuleikjaspilarar fengið að spila leikinn í lokaðri prufuútgáfu (closed beta), en nú hefur leikurinn færst í opna prufuútgáfu (open beta).

Godsrule er fantasíu fjölspilunarleikur sem spilast í gegnum vafra og iPad spjaldtölvur. Í leiknum stjórnar spilarinn her í bardaga og þarf að sigra andstæðinga, þjálfa hermenn, læra galdra og taka yfir og stjórna landsvæðum. Þess bera að geta að Gogogic landaði nýverað samningi við leikjarisann SEGA um gerð og dreifingu leiksins.

Þeir sem vilja prófa Godsrule geta nálgast beta útgáfu leiksins hér.

BÞJ

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑