Birt þann 5. desember, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins
0Jólaráðstefna Ský: „Niðurhal á Íslandi“
Jólaráðstefna Ský verður haldin á Grand hóteli miðvikudaginn 5. desember kl. 13 – 17 og verður viðfangsefni dagsins „Niðurhal á Íslandi“. Meðal þeira sem munu taka til máls eru Guðrún Björk Bjarnadóttir hjá STEF, Guðjón Már Guðjónsson hjá OZ, Óskar Þór Þráinsson hjá emma.is og Björn Sigurðsson hjá Senu.
Á heimasíðu Skýrslutæknifélags Íslands er hægt að nálgast nánari upplýsingar um dagskrá ráðstefnunnar ásamt því að skrá sig, en það kostar á bilinu 3.500-11.500 kr. inn á ráðstefninu, eftir því hvort þú ert í félagi í Ský eða ekki.
Fólk er í meira mæli en áður að ná sér kvikmyndir, tónlist og bækur á rafrænu formi, en er ólöglegt að hlaða niður efni? Hvers vegna og í hvaða tilfellum? Hvaða möguleikar eru í boði til að hlaða á löglegan hátt niður myndum, tónlist og bókum?
Þessum spurningum og fleirum verður svarað á jólaráðstefnunni. Ætlunin er að nálgast efnið út frá neytendum en ekki lagaumhverfinu og gera tilraun til að finna út úr því hvert niðurhal er að stefna hér á Íslandi. Gott tækifæri til að kynna sér efnið og enn möguleiki á að nýta löglegar leiðir til að gefa rafræna jólagjöf.
Ráðstefnan er opin öllum sem áhuga hafa á málefninu og gott tækifæri til að kasta jólakveðju á félaganna í tölvugeiranum.
– BÞJ