Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Fréttir1»Úrslitin í Battle.net Heimsmeistaramótinu hefjast um helgina
    Fréttir1

    Úrslitin í Battle.net Heimsmeistaramótinu hefjast um helgina

    Höf. Kristinn Ólafur Smárason16. nóvember 2012Uppfært:19. nóvember 2012Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Á morgun hefjast úrslit mótsins sem margir aðdáendur Blizzard tölvuleikja hafa beðið eftir, en það mun vera Battle.net heimsmeistaramótið í Starcraft II og World of Warcraft: Arena, sem er haldið í Shanghai í Kína. Rúmlega 600 spilarar frá 60 mismunandi þjóðum hafa tekið þátt í mótinu til þessa, en nú standa aðeins 32 Starcraft II spilarar og 30 World of Warcraft: Arena spilarar eftir. Ljóst er að hart verður barist í úrslitaviðureignum mótsins, enda er samanlagt verðlaunafé mótsins hvorki meira né minna en 500.000$ (64 milljónir króna), og hafa spilararnir því til mikils að vinna.

    Í Starcraft II hluta mótsins mætast 32 bestu Starcraft II spilarar heims, en til að byrja með munu þeir spila móti hvor öðrum í átta, fjögurra manna riðlum, þar sem tveir spilarar úr hverjum riðli komast áfram. Þeir 16 spilarar sem komast upp úr riðlakeppninni munu takast á í útsláttarkeppni þar sem sigurvegari mótsins gengur burt með 100.000$ í verðlaunafé. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þáttakendur Starcraft II hluta mótsins og riðlanna sem þeir keppa í (smellið á myndina fyrir betri upplausn). Það kann að vekja athygli að aðeins 4 Terran spilarar taka þátt, á meðan Zerg og Protoss spilarar dreifast nokkuð jafnt með 15 og 13 spilara á mótinu.

    Í World of Warcraft: Arena hluta mótsins mætast 10 þriggja manna lið samkvæmt svokölluðu Round Robin fyrirkomulagi, en þá munu öll 10 liðin keppa við hvert annað alla vegana einu sinni. Eftir það munu sjö af liðunum komast áfram í útsláttarkeppni þar sem sigurliðið gengur burt með 105.000$ í verðlaunafé. Á myndinni hér fyrir neðan má sjá Round Robin fyrirkomulagið og liðin sem taka þátt í mótinu (smellið á myndina fyrir betri upplausn), en frekari upplýsingar um mótsfyrirkomulagið, liðin og spilarana má finna á heimasíðu Battle.net heimsmeistaramótsins.

    Spennandi verður að sjá hvernig úrslit Battle.net mótsins ráðast, en hægt verður að fylgjast með mótaröðinni um helgina í beinni útsendingu á heimasíðu Battle.net heimsmeistarmótsins.

    – KÓS

    blizzard heimsmeistarmót Kristinn Ólafur Smárason mót SC2 starcraft world of warcraft wow
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaSegulljóð – Nýtt íslenskt smáforrit
    Næsta færsla Föstudagssyrpan #20 [MYNDBÖND]
    Kristinn Ólafur Smárason

    Svipaðar færslur

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    • Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.