Fréttir1

Birt þann 5. júní, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

E3: Afþreyingarpakki væntanlegur fyrir Xbox 360

Á kynningarfundi Microsoft sem haldinn var í gær á tölvuleikja- og leikjatölvusýningu E3 (Electronic Entertainment Expo) sem stendur yfir um þessar mundir kynnti fyrirtækið væntanlegan afþreyingarpakka fyrir Xbox 360.

Á komandi mánuðum stefnir Microsoft að því að tvöfalda fáanlegt afþreyingarefni á leikjatölvuna Xbox 360. Um er að ræða mikla fjölgun á kvikmyndum og þáttum, en Microsoft kynnti nýtt samstarf við Nickelodeon, Paramount Movies, Machinima, UVideos og fleiri fyrirtæki. Einnig verður hægt að horfa á leiki í NBA, UFC, NHL deildunum og auk þess verður samstarfið við íþróttarsjónvarpsstöðina ESPN eflt. Auk kvikmynda, þátta og sjónvarpsefnis sem mun styðjast við Xbox SmartGlass mun Microsoft opna fyrir Xbox Music þar sem notendur fá aðgang að 30 milljónum laga sem hægt er að hlusta á í Xbox 360, spjaldtölvum og farsímum.

Eins og flestir Xbox 360 eigendur vita býður Bing upp á leitarþjónustu í leikjatölvunni þar sem notendur geta leitað að ýmsu efni fyrir leikjatölvuna. Tilkynnt var um nýjan möguleika í leitarvélinni þar sem notendur geta leitað að efni eftir flokkum, þ.e.a.s. gaman (comedy), hasar (action), vísindaskáldskap (sci-fi) o.s.frv. Líkt og áður mun Kinect raddstýringin virka með Bing leitarvélinni. Auk þess mun raddstýringin skilja fleiri tungumál en bara ensku, en uppfærsla fyrir 12 ný tungumál er á dagskrá í framtíðinni.

BÞJ

Deila efni

Tögg: , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑