Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Fréttir1»Starcraft 2: GEGT Gaulzi cannon-rushar í Day9 Daily
    Fréttir1

    Starcraft 2: GEGT Gaulzi cannon-rushar í Day9 Daily

    Höf. Nörd Norðursins1. maí 2012Uppfært:20. janúar 2013Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Í gær voru Starcraft 2 leikir spilaðir af GEGT Gaulzi, sem er eflaust betur þekktur sem Guðlaugur Árnason, sýndir í hinum vinsæla Starcraft 2 þætti; Day9 Daily. Sean Plott, betur þekktur sem Day[9], hefur allt frá betadögum Starcraft 2 haldið uppi vinsælum vefþætti sem kallast Day9 Daily. Þar sýnir hann leiki frá bestu Starcraft 2 spilurum veraldar og rýnir í hvað það er sem gerir þá að góðum spilurum. Þannig geta áhorfendur þáttarins lært af hinum bestu og orðið betri spilarar fyrir vikið, en slagorð þáttarins er einmitt „Learn to be a better gamer“.

    Á mánudögum er hins vegar öllum lærdómi varpað fyrir borð og Day[9] tekur fyrir aðsenda leiki frá fólki víðsvegar að úr heiminum, en þá er oftast beðið um einhver viss fyndin þemu í aðsendu leikjunum. Í gær var þema mánudagsins Cannon Rush (byggja geislafallbyssur í óvina herstöð), sem er jafnan álitin fremur óhefðbundin herkænskuleið, en er engu að síður sterkasti leikur GEGT Gaulza. Í þætti gærdagsins voru því fimm leikir, spilaðir af GEGT Gaulza, teknir fyrir í þætti Day[9], en þar má meðal annars sjá GEGT Gaulza sigrast á þekktum nöfnum í Starcraft 2 heiminum á við EG IdrA og Dignitas Select, allt með hinni undursamlegu og kómísku Cannon Rush aðferð.

    Smelltu hér til að horfa á Cannon Rush þáttinn.

    – KÓS

    Cannon Rush Day[9] GEGT Gaulzi Kristinn Ólafur Smárason Starcraft 2
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaFór á Mad Monster Party og hitti John Russo, Tony Todd og fleiri
    Næsta færsla Leikjarýni: Street Fighter X Tekken
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    Ásbrú sögusvið í súrealískum hryllingsleik eftir íslenskan leikjahönnuð

    21. desember 2025

    Leikjavarpið #64 – Allt það helsta frá The Game Awards 2025

    16. desember 2025

    Game Dev Demo Day – Leikjasýning nemenda HR þann 15. desember

    14. desember 2025

    Þetta eru sigurvegarar The Game Awards 2025

    13. desember 2025
    7.8

    Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow

    11. desember 2025
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    Ásbrú sögusvið í súrealískum hryllingsleik eftir íslenskan leikjahönnuð

    21. desember 2025

    Leikjavarpið #64 – Allt það helsta frá The Game Awards 2025

    16. desember 2025

    Game Dev Demo Day – Leikjasýning nemenda HR þann 15. desember

    14. desember 2025

    Þetta eru sigurvegarar The Game Awards 2025

    13. desember 2025
    7.8

    Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow

    11. desember 2025
    Leikjarýni
    7.8

    Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow

    11. desember 2025
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Ásbrú sögusvið í súrealískum hryllingsleik eftir íslenskan leikjahönnuð
    • Leikjavarpið #64 – Allt það helsta frá The Game Awards 2025
    • Game Dev Demo Day – Leikjasýning nemenda HR þann 15. desember
    • Þetta eru sigurvegarar The Game Awards 2025
    • Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.