Birt þann 27. maí, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins
0Heimildarmyndin Indie Game: The Movie væntanleg á Steam
Indie Game: The Movie er heimildarmynd um sjálfstætt starfandi leikjaframleiðendur þar sem áhorfandinn fær að kynnast nokkrum frægum leikjahönnuðum sem hafa búið til vinsæla leiki, eins og t.d. Super Meat Boy, FEZ og Braid.
Myndin kemur út 12. júní 2012 og er stefnt á nýstárlegan útgáfumáta því hægt verður að streyma myndina beint af netinu eða kaupa háskerpu útgáfu. Myndin hefur fengið m.a. lent á Critics’ Pick-lista The New York Times og hlotið verðlaun fyrir klippingu á Sundance kvikmyndahátíðinni.
Hægt er að forpanta myndina fyrir $9,99 á heimasíðu myndarinnar eða á $8,99 á Steam hér.
Já lesandi góður, þú last rétt. Steam, leikjaþjónustan öfluga, gefur notendum Steam möguleika á að forpanta myndina á þessu verði. Steam er að brjóta blað í sögunni með þessu þar sem að Indie Game: The Movie mun verða fyrsta myndin í fullri lengd sem verður í boði á Steam. Spurningin er hvort að þetta sé byrjun á nýrri þjónustu hjá Steam þar sem myndir verða í boði eða hvort að þetta sé einstakt tilfelli þar sem mikið af sjálfstæðum leikjum eru á Steam þjónustunni. Þar á meðal Super Meat Boy og Braid.
Þessi heimildarmynd er komin á listann hjá okkur yfir myndir sem við munum horfa á.
Fer hún á listann þinn?
Heimildir: Indie Game: The Movie og Geekosystem.
– DPJ