Bíó og TV

Birt þann 1. apríl, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins

3

Fallout þáttaröð væntanleg

Þáttaröð byggð á Fallout tölvuleikjunum vinsælu er nú í framleiðslu. Guillermo del Toro (Pan‘s Labyrinth, Hellboy) mun koma til með að leikstýra þáttunum, en hann og Alfonso Cuarón (Children of Men) unnu saman að gerð handriti þáttanna.

Um er að ræða svokallaða mini-seríu, sem þýðir að þættirnir verða eflaust ekki fleiri en tíu talsins. Tökur hefjast í Úkraínu í sumar, en Guillermo telur að þar sé að finna heppilegar staðsetningar fyrir upptöku þáttanna.

Enn er á huldu hver söguþráður þáttanna mun vera, en mikil leynd virðist enn vera yfir verkefninu. Það er þó búið að tilkynna að þættirnir munu ekki byggjast á sögu einhvers eins leiks úr Fallout tölvuleikjaseríunni. „Þó verður þema til staðar sem aðdáendur leikjanna munu kannast við. Ég get ekki sagt ykkur mikið, en aðalsöguhetjan mun koma úr einu af sprengjubyrgjunum (Vaults) frægu“, sagði Guillermo í viðtali við AG Entertainment. Nokkrir leikarar hafa verið orðaðir við verkefnið, þar á meðal Damian Lewis og Dwayne Johnson, sem er betur þekktur sem The Rock. Þó er ekki enn búið að staðfesta nein hlutverk.

Þættirnir verða frumsýndir seint á þessu ári á sjónvarpsstöðinni Home Box Office (HBO), en sú sjónvarpsstöð er þekkt fyrir að sýna mikið af hágæða sjónvarpsefni á borð við Game of Thrones og Band of Brothers.

Mynd: Fallout 3.

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



3 Responses to Fallout þáttaröð væntanleg

  1. Pingback: Afmælispistill | Nörd Norðursins

Skildu eftir svar

Efst upp ↑