Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Allt annað»Prjónauppskrift: Brainslug úr Futurama
    Allt annað

    Prjónauppskrift: Brainslug úr Futurama

    Höf. Nörd Norðursins30. mars 2012Uppfært:20. janúar 2013Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook LinkedIn Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk Bluesky Reddit

    Í fyrra birti Erla prjónauppskrift að sveppahúfu úr Super Mario Bros. og nú er komið að því að prjóna heilasnigil (brainslug) úr vinsælu teiknimyndaþáttunum Futurama.

    Áhugasamir geta skoðað fleiri prjónaverk eftir Erlu á Facebook.

     

     

     

    Það sem þú þarft

    • Grænt garn, ég notaði afgangs gerviefna garn en hægt er að nota hvaða garn sem er. Muna að passa að prjónastærð passi garninu
    • Smávegis hvítt og svart garn fyrir augað
    • 4 prjóna
    • Nál til að ganga frá endum
    • Heklunál
    • Tróð

     

     

    Búkur

    Fitja upp 42 lykkjur, dreifa þeim jafnt á alla prjónanna og tengja í hring (passa að snúa ekki upp á).
    Prjóna slétt þar til stykkið mælist sirka 10 cm (meira eða minn eftir því hversu stórt þú vilt hafa brainslug-ið).

     

    Að fella af

    Fella 6 lykkjur af, jafnt yfir alla prjóna i hverri umferð þar til 3 lykkjur eru eftir. Klippa bandið og þræða í gegnum lykkjurnar, ganga frá endum.

     

    Fálmarar (antennas)

    Prjónaðir eins og I-Cord:
    Fitja upp 3 lykkjur og prjóna þar til stykkið mælist 6 cm (eða eins langt/stutt og þú vilt), prjóna annað alveg eins.
    Sauma á höfuðið.

     

    Neðsti hluti („pilsið“)

    Hekla 2 umferðir í kringum neðsta hluta búksins.
    Til að fá ójafna enda:
    hekla nokkrar lykkjur, snúa stykkingu við og hekla 3-5 lykkjur , snúa stykkingu aftur við og hekla áfram.
    Halda eins áfram út umferðina.

     

    Auga

    Sauma augað í, hægt er að prjóna það í jafnóðum eða nota efni eða einfaldlega sauma það í með afgangsgarni áður en botninn er saumaður á og tróðið sett í.

     

    Botn

    Botninn er heklaður, gera 4 loftlykkjur og tengja í hring. Hekla í hring þar til stykkið mælist sirka 4 cm (frá miðju og út í kant).
    Sauma botninn á en muna að skilja eftir op svo hægt sé að koma fyllingunni í.
    Sauma fyrir og skella á hausinn 🙂
    Hægt er að festa brainslug-ið á spöng eða einfaldlega nota spennur til að halda honum á sínum stað.

     

    – Erla Jónasdóttir

    brainslug erla jónasdóttir futurama Prjónauppskrift
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaNördalegasta flúr Íslands – Sigurvegarar
    Næsta færsla Leikjarýni: Alan Wake’s American Nightmare
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026

    Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu

    24. janúar 2026

    Geisladiskabúð Valda á tímamótum

    17. janúar 2026

    Lúpína syngur frumsamið lag í Echoes of the End – „Þetta var mjög skemmtilegt ferli“

    4. janúar 2026

    Ásbrú sögusvið í súrealískum hryllingsleik eftir íslenskan leikjahönnuð

    21. desember 2025

    Game Dev Demo Day – Leikjasýning nemenda HR þann 15. desember

    14. desember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins
    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026

    Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu

    24. janúar 2026

    Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable

    23. janúar 2026

    Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026

    20. janúar 2026

    Bestu tölvuleikir ársins 2025

    19. janúar 2026
    Leikjarýni
    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026
    8

    Þegar leikur biður þig um að hætta að reyna

    14. janúar 2026
    7.5

    Úr öskunni í eldinn

    2. janúar 2026
    7.8

    Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow

    11. desember 2025
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur
    • Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu
    • Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable
    • Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026
    • Bestu tölvuleikir ársins 2025
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2026 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.