Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Íslenskt»Nördalegasta flúr Íslands – Sigurvegarar
    Íslenskt

    Nördalegasta flúr Íslands – Sigurvegarar

    Höf. Nörd Norðursins30. mars 2012Uppfært:9. september 20132 athugasemdir3 mín. lestur
    Facebook LinkedIn Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk Bluesky Reddit

    Eftir fimm vikna undirbúning og vikulangar kosningar liggur fyrir hvaða flúr sigraði keppnina um nördalegasta flúr Íslands. Í keppnina bárust alls 69 myndir af nördalegum flúrum frá 50 þátttakendum sem skarta glæsilegum flúrum sem tengjast tölvuleikjum, ofurhetjum, teiknimyndasögum, vísindaskáldskap,  hrollvekjum og öðru nördalegu. Það var svo í höndum almennings að kjósa nördalegasta flúrið.

    Þegar líða tók á kosningarnar var nokkuð ljóst að baráttan stóð fyrst og fremst milli Odds Gunnarssonar Bauer sem er með stórt flúr af Skull Kid úr tölvuleiknum The Legend of Zelda: Majoras Mask, og Andra Más Ágústssonar sem er með nafnið á liðinu sínu (clan) „haste“ og gælunafnið sitt (nick) „andrz“ úr tölvuleiknum Counter-Strike flúrað á bakið. Á endanum stendur Oddur Gunnarsson Bauer uppi sem sigurvegari með 1.420 atkvæði gegn 1.272 atkvæðum sem Andri Már fékk. Flúrið hans Odds hlýtur þar af leiðandi titilinn NÖRDALEGASTA FLÚR ÍSLANDS og fær Oddur einnig 25.000 kr. inneign upp í flúr hjá Bleksmiðjunni!

    Þegar við spurðum Odd, sem er 22 ára nemi í tækniteiknun í Tækniskólanum, hvernig honum liði með sigurinn sagði hann „Mér líður bara vel með þetta, þetta var löng og ströng keppni og ég verð að þakka öllum þeim sem smelltu á Like hjá mér kærlega fyrir.“ Oddur segist vera búinn að fá hugmynd að næsta flúri, sem mun að líkindum vera listaverk sem tengist kanadísku hljómsveitinni Godspeed You! Black Emperor. Oddur sendir knús og kossa til allra sem kusu sig og þakkar Sigrúnu á Bleksmiðjunni sérstaklega fyrir, en hún flúraði Skull Kid á Odd.

    Oddur ber ekki aðeins Skull Kid flúr, heldur er hann einnig með Triforce-merkið úr Zelda sem er uppáhalds tölvuleikjaserían hans og Kodama fígúrur úr kvikmyndinni Princess Mononoke.

    Oddur ber ekki aðeins Skull Kid flúr, heldur er hann einnig með Triforce-merkið úr Zelda sem er uppáhalds tölvuleikjaserían hans og Kodama fígúrur úr kvikmyndinni Princess Mononoke. Oddur segist alveg geta kallað sig nörda, hann beri þessi þrjú nördalegu flúr og spilar reglulega tölvuleiki. Hann segir stoltur að enginn geti unnið hann í Martio Kart 64 á N64 og hann geti klárað Mega Man 2 á aðeins hálftíma.

    Eins og hefur komið fram velur dómnefnd (Bjarki og Erla hjá Nörd Norðursins og Sigrún og Ingi hjá Bleksmiðjunni) flúrið sem vermir annað sætið. Það var ákaflega erfitt að velja á milli allra flúranna, enda mörg gífurlega flott og nördaleg. Í lokin komumst við þó að þeirri niðurstöðu að Albert Einstein flúrið hans Óskars Hallgrímssonar ætti annað sætið skilið, en Óskar fékk sér Einstein á handlegginn vegna virðingar sem hann hefur fyrir honum og því sem hann hefur lagt til vísindanna. Til gamans má geta að Óskar er einnig með Star Trek merkið flúrað á bringuna.Óskar hlýtur 10.000 kr. inneign upp í flúr hjá Bleksmiðjunni.

    Við hjá Nörd Norðursins óskum sigurvegurunum innilega til hamingju og þökkum öllum kærlega fyrir þátttökuna. Einnig viljum við þakka fyrir frábærar viðtökur og öllum þeim sem tóku þátt í kosningunni. Hægt er að skoða myndir af öllum flúrunum sem tóku þátt í keppninni hér fyrir neðan.

    – BÞJ

    Bjarki Þór Jónsson Bleksmiðjan counter-strike einstein geeky tattoos Nörd Norðursins nörda tattú nördalegasta flúr íslans nördalegasta flúrið Oddur Gunnarsson Óskar Halldórsson skill kid zelda
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaOfurkrúttlegt Disneyland í Tokyo [MYNDBAND]
    Næsta færsla Prjónauppskrift: Brainslug úr Futurama
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026

    Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu

    24. janúar 2026

    Geisladiskabúð Valda á tímamótum

    17. janúar 2026

    Lúpína syngur frumsamið lag í Echoes of the End – „Þetta var mjög skemmtilegt ferli“

    4. janúar 2026

    Ásbrú sögusvið í súrealískum hryllingsleik eftir íslenskan leikjahönnuð

    21. desember 2025

    Game Dev Demo Day – Leikjasýning nemenda HR þann 15. desember

    14. desember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins
    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026

    Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu

    24. janúar 2026

    Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable

    23. janúar 2026

    Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026

    20. janúar 2026

    Bestu tölvuleikir ársins 2025

    19. janúar 2026
    Leikjarýni
    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026
    8

    Þegar leikur biður þig um að hætta að reyna

    14. janúar 2026
    7.5

    Úr öskunni í eldinn

    2. janúar 2026
    7.8

    Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow

    11. desember 2025
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur
    • Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu
    • Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable
    • Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026
    • Bestu tölvuleikir ársins 2025
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2026 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.