Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Íslenskt»EVE Fanfest 2012: Samantekt
    Íslenskt

    EVE Fanfest 2012: Samantekt

    Höf. Nörd Norðursins26. mars 2012Uppfært:20. janúar 20133 athugasemdir4 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    EVE Fanfest 2012 fór fram í Hörpunni 22.-24. mars og fylgdist Nörd Norðursins grannt með hátíðinni. Daníel og Kristinn voru á staðnum og birtu heitustu fréttirnar frá hátíðinni jafnóðum á heimasíðu okkar.
    Í tilefni þess að EVE Fanfest 2012 er lokið höfum við tekið saman allar þær fréttir sem birtust á síðunni okkar í tengslum við hátíðina.

     

    KYNNING Á DUST 514


    Það var komið að því, tími til heyra það nýjasta um DUST 514 frá framleiðendunum sjálfum og setning ráðstefnunnar EVE Fanfest 2012. Mörg hundruð manns voru saman komnir í Hörpuna og biðu fyrir utan stærsta sal hússins sem titlaður hefur verið Tranquility á meðan ráðstefnan er í gangi. Þegar allir hafa komið sér fyrir í salnum eru ljósin dimmuð, dúndrandi tónlist rúllar yfir salinn og býr til spennuþrungið andrúmsloft. Ljósin skína og þar stendur hermaður úr leiknum DUST 514 í fullri brynju á sviðinu. Fagnaðarlætin láta ekki á sér standa enda spennan alveg gríðarleg. Hilmar Veigar stígur á svið og setur formlega EVE Fanfest 2012 og sýnir okkur myndbandið sem EVE Fanfest 2011 endaði á, DUST 514 Future Vision, sem setti væntingar okkar allra fyrir DUST 514 leikinn… MEIRA >>

     

    DUST 514 PRÓFAÐUR

    Gengið var inn í litríkan en dimman sal þar sem 48 skjáir og 48 PlayStation 3 tölvur voru. Herberginu var skipt í tvennt fyrir DUST 514. Önnur hliðin var árásarliðið en hin hliðin átti að vernda stöðina sína. Það fyrsta sem blasti við manni þegar sest var niður og fjarstýring tekin í hönd var persónan sem maður var að fara að spila. Sjónarhornið er í þriðju-persónu og sá maður brynjuna og hversu ítarleg hún er. Hreyfingarnar voru nokkurnvegin eðlilegar en hafa verður í huga að leikurinn er ennþá í Beta-stigi framleiðslu… MEIRA >>

     

    EVE PvP MÓTIÐ

    Í gær var EVE PvP mótið haldið á EVE Fanfest í Hörpunni. Í keppninni börðust 32 þriggja manna lið í útsláttarkeppni, um frábær verðlaun í boði CCP og þann titil að vera besta EVE PvP lið í heimi… MEIRA >>

     

    FRAMTÍÐ EVE

    Hilmar Veigar stígur á svið til að kynna væntanlegar nýjungar fyrir EVE. Fyrst biðst hann afsökunar, með langri glærusýningu, á þeirri leið sem CCP fyrirtækið ætlaði með EVE Online á seinasta ári. Spilarar leiksins mótmæltu með því að sýna samstöðu innan leiksins og tók CCP það til greina. Í kynningunni var mikið talað um það að spilarar hafa alltaf verið kjarnir leiksins og framleiðendurnir ætla að einbeita sér að því að búa til sem skemmtilegastan leik fyrir þá. Mótmælin voru skýr og skilaboðin eru að spilararnir hafa mikið að segja innan EVE heimsins… MEIRA >>

     

    NÝ STIKLA ÚR EVE HEIMINUM

     

    WORLD OF DARKNESS

    Singularity salurinn var þéttsetinn þegar World of Darkness kynningin byrjaði á EVE Fanfest, og því miður þurftu margir frá að hverfa þar sem salurinn rúmaði einfaldlega ekki fleiri áhorfendur. Chris McDonough var aðalfyrirlesarinn,  hann tók fram að sögur af andláti World of Darkness tölvuleiksins væru stórlega ýktar, en lítið hefur frést af leiknum frá því hann var tilkynntur árið 2006. Þegar CCP hófu framleiðsluferli leiksins sáu þeir fljótlega að bæði EVE Online og DUST 514 þyrftu meira og minna alla athygli fyrirtækisins og var því hægt á öllu World of Darkness ferlinu. Í dag er World of Darkness þó kominn á fulla ferð, en 55 manns vinna að gerð leiksins í skrifstofubyggingu CCP í Atlanta. Það er þó ekki enn komin fastur útgáfudagur fyrir leikinn. „Hann er tilbúinn, þegar hann er tilbúinn“, sagði Chris… MEIRA >>

     

    NÆSTU SKREF CCP

    Hilmar Veigar stígur á svið í Tranquility salnum og kynnir fyrir áhorfendum hverju þeir megi búast árið 2012 fyrir EVE heiminn. Hann fjallar líka um þá atburði sem eru liðnir á EVE Fanfest 2012 eins og góðgerðarmatinn og þöggla uppboðið sem söfnuðu í heildina 1,5 milljón kr. fyrir góðgerðarmál. Sem dæmi má nefna að einstaklingur keypti eftirlíkingu í fullri stærð af DUST 514 byssunni og borgað víst aukalega fyrir að fá Hilmar til að afhenda honum byssuna á þessari kynningu, sem hann gerði við mikinn fögnuð viðstaddra. Síðan þakkaði Hilmar gamla CSM ráðinu (Council of Stellar Management) fyrir þann stuðning sem þeir hafa gefið CCP við að marka stefnu leiksins, og bauð svo nýja CSM ráðið velkomið, en það ráð mun vera það sjöunda sem kosið er lýðræðislega af spilurum EVE Online… MEIRA >>

     

    MYNDIR

    Kristinn Ólafur, leikjanördabloggari með meiru, tók þessar skemmtilegu myndir af hátíðinni.

    ccp Daniel Pall Johannsson dust 514 eve fanfest 2012 eve online Kristinn Ólafur Smárason World of Darkness
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaEVE Fanfest 2012: Myndir
    Næsta færsla Ráðstefna um stafrænt frelsi 2012
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.