Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Fréttir1»Drezi spilar gegn Quantic Destiny í Starcraft 2
    Fréttir1

    Drezi spilar gegn Quantic Destiny í Starcraft 2

    Höf. Kristinn Ólafur Smárason24. febrúar 2012Uppfært:20. janúar 2013Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook LinkedIn Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk Bluesky Reddit

    Sunnudaginn 26. febrúar klukkan 19:00 að íslenskum tíma, mun Andrés Pétursson (Drezi) etja kappi við Steven Bonnell (Quantic Destiny) í herkænskuleiknum Starcraft 2. Andrés er með betri Starcraft 2 spilurum Íslands, en hann vann nýverið fyrsta vikulega mót íslenska GEGT1337 klansins í Starcraft 2. Steven Bonnell er einn vinsælasti Starcraft 2 spilari Bandaríkjanna, en hann er þekktur fyrir að nota frumleg og óhefðbundin brögð þegar kemur að spilun leiksins.

    Leikurinn á sunnudaginn er ekki liður í mótaröð, heldur er um að ræða eiginlegan æfingaleik með vægum peningaverðlaunum, en sigurvegarinn gengur út um 12.000kr ríkari, en sá sem lítur í lægra haldi fær 6000kr. Spilafyrirkomulagið er svokallað Best of Nine, en það þýðir að fyrsti spilarinn til að vinna fimm leiki sigrar. Sýnt verður frá leikjunum í beinni á hlaðvarpi GEGT1337, og að venju munu strákarnir hjá GEGT1337 vera með leiklýsingu á ensku, og mögulega á íslensku líka.

    Vert er að taka fram að GEGT1337 heldur mót í Starcraft 2 vikulega, og eru allir spilarar í öllum styrkleikaflokkum gjaldgengir til þáttöku.

    Við hjá Nörd Norðursins mælum með því að allir fari inn á hlaðvarp GEGT1337 á sunnudaginn og sýni Andrési og íslenska Esports samfélaginu stuðning!

    Hlaðvarp GEGT1337 (KruderTV)

    Heimasíða GEGT1337

    – KÓS

    Andrés Pétursson Drezi GEGT1337 Kristinn Ólafur Smárason Quantic Destiny Starcraft 2 Steven Bonnell
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaStórir hlutir framundan hjá CCP
    Næsta færsla Gagnagrunnur um íslenskar kvikmyndir opnaður
    Kristinn Ólafur Smárason

    Svipaðar færslur

    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026

    Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu

    24. janúar 2026

    Geisladiskabúð Valda á tímamótum

    17. janúar 2026

    Lúpína syngur frumsamið lag í Echoes of the End – „Þetta var mjög skemmtilegt ferli“

    4. janúar 2026

    Ásbrú sögusvið í súrealískum hryllingsleik eftir íslenskan leikjahönnuð

    21. desember 2025

    Game Dev Demo Day – Leikjasýning nemenda HR þann 15. desember

    14. desember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins
    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026

    Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu

    24. janúar 2026

    Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable

    23. janúar 2026

    Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026

    20. janúar 2026

    Bestu tölvuleikir ársins 2025

    19. janúar 2026
    Leikjarýni
    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026
    8

    Þegar leikur biður þig um að hætta að reyna

    14. janúar 2026
    7.5

    Úr öskunni í eldinn

    2. janúar 2026
    7.8

    Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow

    11. desember 2025
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur
    • Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu
    • Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable
    • Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026
    • Bestu tölvuleikir ársins 2025
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2026 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.