Fréttir1

Birt þann 24. febrúar, 2012 | Höfundur: Kristinn Ólafur Smárason

0

Drezi spilar gegn Quantic Destiny í Starcraft 2

Sunnudaginn 26. febrúar klukkan 19:00 að íslenskum tíma, mun Andrés Pétursson (Drezi) etja kappi við Steven Bonnell (Quantic Destiny) í herkænskuleiknum Starcraft 2. Andrés er með betri Starcraft 2 spilurum Íslands, en hann vann nýverið fyrsta vikulega mót íslenska GEGT1337 klansins í Starcraft 2. Steven Bonnell er einn vinsælasti Starcraft 2 spilari Bandaríkjanna, en hann er þekktur fyrir að nota frumleg og óhefðbundin brögð þegar kemur að spilun leiksins.

Leikurinn á sunnudaginn er ekki liður í mótaröð, heldur er um að ræða eiginlegan æfingaleik með vægum peningaverðlaunum, en sigurvegarinn gengur út um 12.000kr ríkari, en sá sem lítur í lægra haldi fær 6000kr. Spilafyrirkomulagið er svokallað Best of Nine, en það þýðir að fyrsti spilarinn til að vinna fimm leiki sigrar. Sýnt verður frá leikjunum í beinni á hlaðvarpi GEGT1337, og að venju munu strákarnir hjá GEGT1337 vera með leiklýsingu á ensku, og mögulega á íslensku líka.

Vert er að taka fram að GEGT1337 heldur mót í Starcraft 2 vikulega, og eru allir spilarar í öllum styrkleikaflokkum gjaldgengir til þáttöku.

Við hjá Nörd Norðursins mælum með því að allir fari inn á hlaðvarp GEGT1337 á sunnudaginn og sýni Andrési og íslenska Esports samfélaginu stuðning!

Hlaðvarp GEGT1337 (KruderTV)

Heimasíða GEGT1337

– KÓS

Deila efni

Tögg: , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Skildu eftir svar

Efst upp ↑