Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Bíó og TV»Topp 12 fyrir 2012 – Kvikmyndir
    Bíó og TV

    Topp 12 fyrir 2012 – Kvikmyndir

    Höf. Nörd Norðursins20. janúar 2012Uppfært:10. nóvember 20128 athugasemdir9 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Gleðilegt nýtt bíóár, kæru samnerðir! Ég vil byrja á að þakka öllum lesendum fyrir síðasta ár og vona að þetta ár verði jafnvel enn betra. Miðað við þær myndir sem væntanlegar eru á þessu ári, myndi ég segja að það sé ekki ólíklegt. Ég hef ákveðið að birta minn persónulega lista yfir 12 mest spennandi kvikmyndir ársins að mínu mati eins og sést hér fyrir neðan:

     

    Cabin In The Woods


    Afsakið, er ekki Chris Hemsworth of gamall til að klæðast þessari treyju?

    Ég einfaldlega veit ekki nógu mikið um Cabin in the Woods, en mér skilst að það sé gott. Allavega vara aðstandendur BNAT að best er að fara á myndina án þess að horfa á stiklurnar og forðast að lesa sér til um myndina. Myndin fékk lof á þeirri hátíð og hefur tekið sinn tíma í að komast í bíóhús, en hún er víst skrifuð að hluta til af nördakonunginum Joss Whedon. Bíðum og sjáum hvers konar hrollvekju við erum með hér en allavega er gott að vita að hún er að minnsta kosti óvænt. Annars er hægt að skipta þessari út fyrir The Woman In Black.

     

    Snow White & The Huntsman


    Spegill, spegill herm þú mér; Charlize Theron í raun fegurst er.

    Áður en stiklurnar fyrir myndirnar tvær um Mjallhvíti ársins 2012 komu út bjóst ég við að Tarsem Singh útgáfan yrði sú áhugaverða og þessi sú letilega. En viti menn hvað stiklurnar voru fljótar að breyta þeirri skoðun og var ég ekki lengi að finna fyrir spennu þegar ég sá stórbrotnu stikluna fyrir þessa. Þetta virðist vera myrkrari og harðsoðnari útgáfa af sögunni um Mjallhvíti og lofar stiklan epískri fantasíu og fáránlega flottum fantasíuheimi. Ég veit ekki hvernig Kristen Stewart getur verið talin fegurri en Charlize Theron, en við fáum kanski svar við því í myndinni… eða „meira“ af Theron til að dreifa huganum.

     

    John Carter


    Plís, ekki vera önnur Prince of Persia.

    Það er synd að við Íslendingar höfum aldrei fengið að kynnast Barsoom seríunni hans Edgar Rice Burroughs, en þar á ferð eru mjög skemmtilegar dægurbækur fullar af stórskemmtilegum fantasíum. Hins vegar fáum við okkar fyrstu raunverulegu kynningu á efninu þegar Disney gefur út John Carter, byggða á þessum stórskemmtilegu bókum. Myndin er talin vera ein dýrasta kvikmynd allra tíma og verður spennandi að sjá hvernig hefur verið unnið með þennan gamla en góða efnivið um ævintýri John Carters á yfirborði Mars þar sem hann öðlast ofurmannlega krafta vegna þyngdarafl tunglsins. Það sakar ekki heldur að óskarsverðlaunahafinn Andrew Stanton leikstýrir myndinni, en þetta er fyrsta leikna kvikmynd hans í fullri lengd.

     

    Berserk: Golden Age I – Egg Of The Supreme Ruler


    Ég hef alltaf átt erfitt með að greina kyn Griffiths þegar ég heyri ekki röddina hans.

    Ég hef nánast aldrei verið jafn nálægt því að tárast úr gleði og þegar tilkynnt var að Berserk myndi aftur líta dagsins ljós í kvikuformi – og ekki nóg með það, heldur verður úr þessum vanmetnu fantasíubókum stórbrotin kvikmyndasería sem hefst á þessu ári. Berserk er að mínu mati bestu fantasíubókmenntir 20. aldarinnar á eftir Hringadróttinssögu og er gjörsamlega sígild á nánast alla vegu. Serían mun eldast einstaklega vel í framtíðinni og persónurnar eru einhverjar stórbrotnustu sem hafa orðið til í heimi fantasíubókmennta.
    Sagan af upprisu hershöfðingjans Griffith í konungsríki Midland og vinátta þeirra Guts. Sálarleit aðalpersónanna Guts er með bestu persónuörkum sem ég man eftir og örlög Griffiths mun enginn gleyma. Að þessu sinni verður kvikunin vandaðari, litskrúðugari og blönduð við þrívídd til að færa okkur enn epískari útgáfu af þessum stórkostlegu fantasíubókum. Ef þú hefur ekki lesið Berserk… hypjaðu þig þá á næsta myndasögu sölustað eða bókasafn og ekki búast við því að geta sleppt bókunum auðveldlega.

     

    The Avengers


    Nerdgasm: The Movie

    Hugsanlega stærsta ofurhetjumynd allra tíma þar sem við fáum hinar frábæru Marvel ofurhetjur til að lúskra á illmennum og reyna að koma sér saman. Það er eitthvað svo einstaklega epískt við það að sjá Iron Man, Captain America, Thor og Bruce Banner í sama herbergi. Við eigum klárlega öll eftir að missa okkur þegar Bruce Banner hefur skipt um ham og þau munu öll vera í sama ramma. Aldrei bjóst ég við því að þetta yrði að veruleika á svona stuttum tíma.
    Þetta er einn stór blautur draumur myndasögunördanna og myndin hefur hlotið einhverja bestu uppbyggingu sem aðdáendur hefðu getað beðið um: fimm kvikmyndir sem benda allar í áttina að The Avengers. Til að gjörsamlega selja okkur nördunum þetta er það konungur nördanna, Joss Whedon, sem er í leikstjórastólnum og hefur lofað okkur heilmiklu góðu og er klárt mál að The Avengers verður ein skemmtilegasta bíóupplifun ársins.

     

    Prometheus


    Jess! Engin Russel Crowe að þessu sinni.

    Ridley Scott snýr aftur í geirann sem hann gjörbreytti á sínum tíma með Alien og rekur hann hér sögu skipsins sem fór í könnunarleiðangur Nostromo-áhafnarinnar ódauðlega og mega aðdáendur Alien vænta svara við spurningunum sem hafa brunnið af miklum eldmóð síðan árið 1979. Plús fyrir okkur Íslendingana er að við fáum að sjá okkar eigin land spila mikilvægt hlutverk í myndinni.
    Einnig er sterkur leikarahópur hér á ferð, leikarar á borð við Noomi Rapace, Michael Fassbender, Charlize Theron, Idris Elba og Patrick Wilson. Prometheus mun vekja upp miklar umræður meðal vísindaskáldskaps aðdáenda þegar að því kemur og er myndin mun stærri en okkur óraði um fyrst.  Engin aðdáandi vísindaskáldskaps mun láta þessa stórmynd fram hjá sér fara.

     

    Brave


    Ef How To Train Your Dragon og Pixar hefðu eignast afkvæmi.

    Hálandafantasía frá meisturunum hjá Pixar, þar sem Skotland skín í allri sinni dýrð og lofað hefur verið gjörólíkri prinsessu-erkitýpu. Stórgóður leikarahópur er hér á ferð og má þá helst nefna Kelly Macdonald, Kevin McKidd og Emmu Thompson (JESS!) sem eru í aðalhlutverkum. Það eina sem fær mig til að efa gæði Brave er allt vesenið sem átti sér stað á bakvið tjöldin þar til annar leikstjóri var fenginn í verkið. Það þarf þó varla að segja meira en að þetta sé Pixar-mynd til þess að maður sé seldur á sætin núþegar.

     

    The Dark Knight Rises


    „Come at me, bro!“

    Lokauppgjörið í Batman-þríleik Christopher Nolans. Þó að maður sé ekki jafn spenntur og þegar The Dark Knight var að koma út, þá er auðvelt að vera spenntur yfir viðburðinum sjálfum og að við séum að fá nýja Nolan-ræmu. Tom Hardy hefur gert virkilega góða hluti uppá síðkastið í Hollywood – þá sérstaklega í Warrior – og verður spennandi að sjá hversu ógnandi og kaldrifjað illmenni hann er í raun og veru. Það sem þykir sérstaklega athyglisvert við myndina er að hún gerist rúmum 8 árum eftir atburðina í The Dark Knight, en það gæti haft mikið í för með sér um leið og myndin byrjar. Óvænt persóna mun skjóta upp kollinum og verður spennandi að sjá hvernig þetta tengist allt saman. Nolan svíkur engann og eitt er víst: við viljum ekki kveðja þessa stórkostlegu Batman seríu.

     

    The Amazing Spider-Man


    Andrew Garfield sem Spider-Man… get ekki kvartað yfir því.

    Marc Webb leikstýrir annarri kvikmynd sinni og er það að þessu sinni uppfærsla á Köngulóarmanninum, sem er að þessu sinni leikinn af hinum efnilega Andrew Garfield. Ég er enn ekki alveg viss með þessa þar sem það er stutt síðan sú þriðja kom út og útlit myndarinnar er ekki að heilla mig, en kanski að Marc Webb geti boðið okkur uppá nýtt sjónarhorn á ofurhetjuna sem var brautryðjandi á síðasta áratug í heimi myndasagnamynda. Lói virðist að þessu sinni vera myrkari en fyrr og er vitað að Doc Connors muni verða illmenni myndarinnar, sem Eðlan. Við þurfum að bíða og sjá hvort það var þess virði að endurhanna seríuna svona fljótt eða hvort Sony séu bara að selja okkur peningaplokk. Allavega eru Sony nógu öruggir með myndina til að vera strax búnir að kynna útgáfudag framhaldsins.

     

    Skyfall


    Fyrsta ljósmyndin úr Skyfall- nú vitum við hver nýji markaðshópur James Bonds er.

    James Bond snýr aftur og hefur Daniel Craig viðurkennt að hann kunni ekki við síðustu Bond-ræmuna – hann lofar að þessu sinni mun betri Bond-mynd sem ætti ekki að svíkja neinn. Að þessu sinni munu þeir Javier Bardem og Ralph Fiennes koma til með að fá mikilvæg hlutverk og verður gaman að sjá hörkutólið Daniel Craig snúa aftur sem einn af bestu Bond-unum. Og að lokum er það hinn stórkostlegi óskarsverðlaunahafi Sam Mendes sem leikstýrir nýjasta ævintýri Bonds, en það ætti að minnsta kosti að vekja upp grunnhugmyndir um gæði myndarinnar.

     

    Django Unchained


    „Django smash!“

    Loksins kom að þvi að Quentin Tarantino skyldi gera vestra, en hann er í raun nánast bara búinn að gera vestra síðan 2003 (Death Proof er ekki þar meðtalin) í öðrum búningi. Að þessu sinni er stórgóður leikarahópur á borð við Leonardo DiCaprio, Jamie Foxx, Sacha Baron Cohen, Joseph Gordon-Levitt, Christopher Waltz og Kurt Russell svo einhverjir séu nefndir. Samkvæmt þeim sem hafa lesið handritið er hér snilldarhugmynd og stórgóð Tarantino-mynd í bígerð.
    Glöggir vestra aðdáendur kannast við nafnið í titlinum en þeir sem kannast við það eru líklegast að missa sig úr spenningi yfir þessari ræmu. Þetta verður líklegast óður til spaghettí vestranna frá manninum sem virðist virða þá og dá mest allra í Hollywood.

     

    The Hobbit: An Unexpected Journey


    „Ha! Mogginn segist hætta með Smáfólkið á myndasögusíðunni?“

    Peter Jackson snýr aftur til Miðgarðs til að færa okkur forvera Hringadróttinssögunnar um ævintýri Bilbó Bagga, Gandalfs og dverganna síraulandi. Miðað við fyrstu stiklu myndarinnar virðist Peter Jackson engu hafa gleymt og virðist leikarahópurinn jafn sterkur og leikarahópur Hringadróttinssögu. Við fáum ekki aðeins bókina á hvíta tjaldið, heldur fáum við einnig nýtt efni og verður sagan í tvennu lagi – fyrri hlutinn, An Unexpected Journey, kemur á þessu ári og bíða eflaust flestir spenntir að snúa aftur til Miðgarðs og að þessu sinni er ævintýrið mun léttara. Varla þarf ég að segja meira þar sem flestir hafa tekið frá aur fyrir Hobbitann og þar á meðal ég.

     

    Og þannig er það

    Er ég alveg úti að aka eða eru þið sammála þessum sem eru til staðar á listanum? Endilega látið fylgja ykkar topplista yfir mest spennandi kvikmyndir 2012. Einhverju hlýt ég að hafa gleymt.

    – Axel Birgir Gústavsson

    2012 Axel Birgir Gustavsson kvikmyndir
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaMegaupload lokað
    Næsta færsla Að geta nördabarn
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    Secret Level

    10. desember 2024
    9

    Echoes of Wisdom – Zelda er við stjórnvölinn

    30. september 2024

    RIFF kvikmyndahátíðin 2024

    27. september 2024
    8

    Cult of the Lamb – Krúttlegt kaos sem þú munt elska

    22. september 2024

    NBA2K25 – Lengi getur vont versnað

    19. september 2024

    Senua’s Saga: Hellblade 2 (PC) – „Senua kemur til Íslands“

    21. maí 2024
    Nýtt á Nörd Norðursins

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025

    Leggur til að stofna tölvuleikjabókaklúbb

    15. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    Myndbandsspilari
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ
    00:00
    00:00
    32:02
    Notaðu upp/niður örvahnappana til að auka eða minnka hljóðstyrkinn.

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    • Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður
    • Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú
    • Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað
    • Leggur til að stofna tölvuleikjabókaklúbb
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.