Birt þann 5. janúar, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins
1EVE Fanfest 2012 í Hörpu
EVE Fanfest er árleg hátíð tileinkuð fjölspilunarleiknum EVE Online frá íslenska tölvuleikjafyrirtækinu CCP. Við hjá Nörd Norðursins heimsóttum hátíðina í fyrra í Laugardalshöll og ekki annað hægt að segja en að stemningin hafi verið frábær og mikill metnaður lagður í verkefnið.
Skákboxið var epískt!
Hátíðin er fyrst fremst ætluð þeim sem spila EVE Online þar sem starfsmenn CCP fara yfir nýlegar og væntanlegar breytingar og uppfærslur á leiknum. En auk þess er boðið gestum upp á (djamm)ferðir, svaðalega (bjór)drykkju og sveitt partý. EVE Fanfest 2012 verður haldin í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu dagana 22. – 24. mars.
Hér eru tvö myndbönd til að hita ykkur upp fyrir hátíðina!
– BÞJ
One Response to EVE Fanfest 2012 í Hörpu
Skildu eftir svar
Þú verður að skrá þig inn til þess að rita athugasemd.
Pingback: Minnismiði til íslenskra leikjanörda | Nörd Norðursins