Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Retró»Vikings of Thule
    Retró

    Vikings of Thule

    Höf. Nörd Norðursins27. desember 2011Uppfært:6. júní 2013Engar athugasemdir3 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Laugardaginn 31. desember mun íslenska leikjafyrirtækið Gogogic loka fyrir samfélagsleikinn Vikings of Thule. Að því tilefni höfum við ákveðið að kveðja leikinn með því að spila hann í síðasta sinn og fjalla um hann samhliða því.

    Vikings of Thule er MMORPG (Massively Multiplayer Online Role Playing Game) fjölspilunarleikur sem hefur verið hægt að spila ókeypis á Facebook og hi5. Í leiknum stjórnar spilarinn víkingi sem er á höttunum eftir völdum, en markmið leiksins er að verða ein/n af þeim 39 sem stjórna landinu og eru með atkvæðisrétt á Alþingi. Á leið sinni til valda þarf spilarinn að berjast við ýmsa andstæðinga, eiga viðskipti við aðra spilara, öðlast virðingu og uppfæra vopn, skjöld og aðra hluti.

    Landakortið í leiknum er gamaldags kort af Íslandi þar sem spilarinn getur meðal annars heimsótt Reykjavík, Ísafjörð, Akureyri og Egilsstaði til að uppfæra víkinginn sinn og versla. Auk þess er hægt að nálgast stutta og skemmtilega fróðleiksmola um staðina fjóra. Spilarinn á sitt eigið hús, jörð og vinnumenn sem afla inn hlutum sem er svo hægt að nota fyrir ýmislegt. Hlutina má m.a. nota til að kaupa hluti fyrir víkinginn, uppfæra húsið sitt eða berjast við andstæðinga, en spilarinn þarf oft að leggja hluti undir til að geta barist við andstæðinga sína.

    Í myndbandinu hér fyrir neðan sjáum við kortið í leiknum, staðina fjóra, heimili spilarans, víkinginn (spilarann) og hluta af ævintýraför víkingsins þar sem hann slátrar nokkrum óvinum.

    Í Battle Arena geta spilarar barist á móti hvor öðrum. Mér tókst ekki að finna annan spilara til að berjast við þegar ég tók upp myndbandið þannig að þið fáið í staðinn að fylgjast með nokkrum æfingaleikjum sem virka mjög svipað. Andstæðingarnir byrja á móti hvor öðrum í borði sem er skipt í 5×5 reiti. Í hverri lotu velja báðir spilararnir þrjár aðgerðir til að framkvæma, spilarinn getur t.d. valið á milli þess að færa víkinginn milli reita, láta hann verja sig, sveifla sverði sínu, nota galdra eða safna orku. Að því loknu eru aðrar þrjá aðgerðir valdar og svo koll af kolli þar til annar víkingurinn er dauður. Í myndbandinu sjáum við hvernig þessar reglur virka í leiknum, en það verður að segjast eins og er að bardagakerfið er ansi skemmtilegt og vel heppnað.

    Heilmikið er sótt úr norrænni goðafræði, t.d. koma Óðinn, Þór, Baldur, Heimdallur, Loki og Freyja við sögu og tilvitnanir úr Hávamálum eru birtar. Grafíkin í leiknum er flott miðað við marga aðra samfélagsmiðlaleiki og er hægt er að finna helling af skemmtilegum smáatriðum. Tónlistin í Vikings of Thule er mjög grípandi og passar vel við anda leiksins, ber þar sérstaklega að nefna bardagatónlistina og lagið sem notað er í kitlunni fyrir leikinn sem Egill og Jónas Antonssynir sömdu. Við endum þessa umfjöllun á umræddri kitlu. 
    Smelltu hér
    ef þú vilt spila leikinn (lokar 31.12.2011).

    – BÞJ

    Bjarki Þór Jónsson Gogogic vikings of thule
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaFUS RO DAH! – myndbönd
    Næsta færsla Mest lesnu færslurnar 2011
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.