Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Leikjarýni»Leikjarýni: DLC Quest
    Leikjarýni

    Leikjarýni: DLC Quest

    Höf. Nörd Norðursins6. nóvember 2011Uppfært:4. júní 2013Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Hver kannast ekki við að spila leik sem virðist vera ansi óspennandi – nema keyptir séu nokkrir aukapakkar sem kosta svipaða upphæð og leikurinn sjálfur? Þessu kynntist ég persónulega í Mafía 2, þar sem mér þótti leikurinn aaaalltof stuttur en gat keypt mér aukapakka um leið og ég var búinn með leikinn. Sem ég gerði ekki, það var búið að svindla nóg á mér!

    Í dag er fjöldi leikja sem byggir mikið upp á DLC efni. DLC stendur fyrir downloadable content, eða niðurhalanlegt efni, sem er aukaefni fyrir leikinn sem spilarinn þarf í lang flestum tilfellum að borga fyrir. Í DLC Quest er gengið ALLA leið, þar sem ALLT snýst um aukapakkana!

    Saga leiksins hljómar kunnuglega; spilarinn stjórnar söguhetju leiksins sem er á höttunum eftir vonda gaurnum sem stal prinsessunni. Stutt og einfalt. Í byrjun leiksins getur spilarinn eingöngu fært söguhetjuna til hægri, en það þarf að kaupa aukapakka til þess að geta hreyft söguhetjuna í allar áttir. Einnig eru til aukapakkar sem gefa leiknum hljóð, gera spilaranum kleyft að ýta á pásu í leiknum og annar sem gefur hetjunni pípuhatt. Í rauninni til að komast áfram í leiknum (og um leið hafa gaman af honum) ÞARF spilarinn að kaupa aukapakkana.

    Sem betur fer er allt aukaefnið (DLC) ókeypis og fylgir leiknum, en til þess að kaupa aukaefnið verður spilarinn að safna gullpeningum sem hann notar til að borga fyrir aukaefnið.

    Það tekur aðeins 20 til 40 mínútur að klára leikinn og gera allt sem hægt er að gera í honum. Grafík og hljóð leiksins eru í anda pixlaðra heima frá tíma 8 og 16 bita leikjavélanna og er sérstaklega vel heppnað. Húmorinn í leiknum er líka alveg æðislegur og spilar stórann þátt.

    DLC Quest er fáanlegur á indí-markaði Xbox 360 og kostar 80 MS punkta, eða rétt yfir 100 kr.

    Í stuttu máli

    Leikurinn er mjög stuttur en um leið mjög ódýr. Leikurinn er fyndinn og fallegur og að lokinni spilun þyrstir spilarann í fleiri aukapakka (sem eru því miður ekki í boði… enn sem komið er)!

     

    9,0

    indí einkunn

    – Bjarki Þór Jónsson

    Bjarki Þór Jónsson DLC Quest Leikjarýni
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaTEDxReykjavík 14. nóvember
    Næsta færsla The Moogies er kominn út!
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    Ásbrú sögusvið í súrealískum hryllingsleik eftir íslenskan leikjahönnuð

    21. desember 2025

    Leikjavarpið #64 – Allt það helsta frá The Game Awards 2025

    16. desember 2025

    Þetta eru sigurvegarar The Game Awards 2025

    13. desember 2025
    7.8

    Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow

    11. desember 2025
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    Ásbrú sögusvið í súrealískum hryllingsleik eftir íslenskan leikjahönnuð

    21. desember 2025

    Leikjavarpið #64 – Allt það helsta frá The Game Awards 2025

    16. desember 2025

    Game Dev Demo Day – Leikjasýning nemenda HR þann 15. desember

    14. desember 2025

    Þetta eru sigurvegarar The Game Awards 2025

    13. desember 2025
    7.8

    Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow

    11. desember 2025
    Leikjarýni
    7.8

    Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow

    11. desember 2025
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Ásbrú sögusvið í súrealískum hryllingsleik eftir íslenskan leikjahönnuð
    • Leikjavarpið #64 – Allt það helsta frá The Game Awards 2025
    • Game Dev Demo Day – Leikjasýning nemenda HR þann 15. desember
    • Þetta eru sigurvegarar The Game Awards 2025
    • Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.