Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Retró»Tölvuspil valda lúsafaraldri!
    Retró

    Tölvuspil valda lúsafaraldri!

    Höf. Nörd Norðursins4. október 2011Uppfært:7. mars 2013Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Við rákumst á skemmtilega grein sem birtist í Tímanum árið 1984 um lúsafaraldur meðal tölvuleikjaspilara þar sem norska tímaritið Ingenieren skýrir frá tengslum lúsa og spilun tölvuspila:

    Hér á landi koma stundum upp lúsafaraldrar og sýnist langt því frá að óværunni hafi verið útrýmt hér á landi þrátt fyrir aukið hreinlæti. En það er víðar lús en á íslandi. Í Noregi er þetta langt frá því að vera óþekkt og birtum við hér litla grein úr Frey, sem skýrir sambandið milli tækni og lúsa.

    Vasatölvuspil hafa breiðst ört út meðal skólabarna í Noregi svo að til vandræða horfir að því er norska tímaritið Ingenieren hermir.

    Það er t.d. vandkvæðum bundið að byrja kennslustund fyrr en allir hafa lokið spili, segir blaðið. Það er ekki hægt um vik að slökkva á tölvudósunum, heldur verður að gjöra svo vel og bíða eftir að spili ljúki. Í tímum truflast kennslan sífellt af ýmsum hljóðmerkjum frá vitlaust stilltum tölvuspilum og tölvuúrum.

    Vandinn er líka fjárhagslegur vegna þess að börnin leigja hvert öðru spilin fyrir eina krónu (norska) í hverjum frímínútum eða 10 krónur (tæpl. 40 kr. ísl.) fyrir heilan skóladag. Þá finnst þeim að þau megi til með að spila í kennslustundum.

    En mesti vandinn stafar af því hvað tölvuspilin eru lítil. Yfirleitt sitja börnin saman tvö og tvö með höfuðin þétt saman til þess að geta betur séð á spilið. Og þar með rann upp gullöld fyrir höfuðlúsina. Mælir hið norska tímarit með því að öll börn sem spila tölvuspil verði aflúsuð vikulega.

     

     

    Texti og mynd:
    Tíminn, miðvikudagur 8. febrúar, 1984, bls. 8.

    Mynd af lús:
    Gilles San Martin, Wikimedia Commons.

    – BÞJ

    Bjarki Þór Jónsson höfuðlús lús lýs Tíminn tölvuspil
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaFIFA mót Skífunnar
    Næsta færsla iPhone 4S – til þjónustu reiðubúinn!
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.