Birt þann 3. september, 2011 | Höfundur: Nörd Norðursins
1ThunderCats vakna aftur til lífsins!
Þrumukettirnir birtust aftur í imbakassann í ágúst á Cartoon Network sjónvarpsstöðinni, en þessi endurgerð af hinum samnefndu þáttum frá níunda áratugnum hafa vakið mikla athygli og lof vestanhafs. Að þessu sinni hefur stíllinn gjörbreyst og alvarlegri tónn tekur við af þeim gamla sem einkenndi flestar sjónvarpsteiknimyndir á níunda áratugnum.
Flestir kannast við þættina og persónurnar að einhverju leyti nú til dags- hvort sem fólk sá þættina hér á Stöð Tvö á seinni hluta níunda áratugsins, eða nýrri kynslóðirnar sem þekkja til þáttanna á hæðnislegan hátt á borð við Family Guy tilvísanir (enda nóg til að grínast með), en ansi fáir af þessum nýrri kynslóðum geta sagt í stuttu máli um hvað þættirnir ganga út á. Er þá ekki tímabært að fá svona endurgerð?
Svona liti Þrumukettirnir út á níunda áratugnum.
Nýju þættirnir fjalla um kynstofn kattarfólks sem hefur sölsað undir sig völdin í heimi sínum, enda eru kettirnir taldir bestu bardagakappar sem sést hafa þar. Einn af þessum köttum nefnist Lion-O, ungur prins sem er næsti arftaki konungs þrumukattarveldisins. Í gegnum hann kynnumst við hrokafulla bróðir hans Tygra, þokkadísinni Cheetara, ungu flækingunum WillyKit og WillyKat, og að lokum gæludýrinu Snarf. Allt virðist ganga upp fyrir kettina en Lion-O er ekki hrifinn af hvernig farið er með erkióvini kattanna, eðlufólkið, og virðast makleg málagjöld í garð kattanna vera eðlunum nú efst í huga. Ef það er eitt sem nýju þættirnir sem gera þá að frammúrskarandi fjölskylduskemmtun, er það metnaðurinn fyrir efninu. Klárlega hafa framleiðendur og höfundar nýju þáttanna séð mikið efni til að vinna úr gömlu þáttunum varðandi blöndu ævntýra, vísindaskáldskaps og fantasíuheim persónanna.
Ef það er eitt sem nýju þættirnir sem gera þá að frammúrskarandi fjölskylduskemmtun, er það metnaðurinn fyrir efninu. Klárlega hafa framleiðendur og höfundar nýju þáttanna séð mikið efni til að vinna úr gömlu þáttunum varðandi blöndu ævntýra, vísindaskáldskaps og fantasíuheim persónanna.
Upprunalega sagan inniheldur heilmikla möguleika fyrir stórspennandi og átakanleg atvik og ævintýri sem í réttum höndum gæti sefjað ævintýraþorsta nýrra kynslóða og vekja upp nostalgískar minningar fyrir þær eldri. Jafnvel harðir aðdáendur upprunalegu Þrumukattanna geta verið sammála um að þessi endurgerð er ekki svo galin hugmynd því sá gamli hefur ekki elst mjög vel eins og aðdáendur höfðu vonast til, enda gegnumsýrður af menningu og stíl níunda áratugarins. Stíll nýju seríunnar er ekki ólíkur Anime þáttum Japana, en þó nýja serían sé unnin fyrir austan má fólk ekki gleyma að sú upprunalega var það líka, þannig ákvarðanir varðandi stíl þáttanna hafa verið teknar í Bandaríkjunum. Vinnsla þáttanna á sér stað hjá japanska fyrirtækinu Studio 4°C, sem eiga hrós skilið fyrir jöfn og vönduð gæði þáttanna. Hreyfingar persónanna eru líkari bandarískri teiknimyndatækni- Þ.e.a.s að gæði teikninganna eru jafnar út þáttinn að mestu leyti, en í japanska iðnaðinum er aðallega lagt meiri áhersla á að merkilegri atriðin njóti meiri vandvirkni. Í stuttu máli má segja að sjónræn útfærsla þáttanna virkar mjög vel og að hér sé jöfn vinna frá báðum heimshlutum.
Teiknimyndastíllinn í nýjustu þáttaröðinni af Þrumuköttunum.
Þættirnir eru ekki ólíkir klassískum blöndum af fantasíu og vísindiaskáldskap varðandi tón og persónur. Stjörnustríð væri örugglega besti samanburður: Persónuleiki Lion-O líkist Loga Geimgengil, Tygra meðhöndlar skotvopn eins og Han Solo og sýnir svipaðann hroka, og Cheetara er hin ákveðna, krítíska kvenhetja líkt Leiu. Þá meina ég einnig að efnið er jafn vel meðhöndlað hér og í þeirri mynd. Aðalpersónur þáttarins eru áhugaverðar og þær hafa allar bítandi markmið og mismunandi drauma og þrár sem gerir tengingu áhorfenda við persónurnar náttúrulegri og magnþrungnari. Oftar en ekki eru yngri persónur með fíflalæti í þannig sögum ansi óþolandi, en hér virka kátari persónuleikar þeirra mjög vel sem gagnstæð áhrif við glundroða alvarlegu aðalpersónanna. Markmið þeirra er líka full af stærðarinnar draumum og skapa mikið rými fyrir spennandi og ólík ævintýri sem ættu að veita gott rými fyrir áhugaverðar arkir sem hægt væri að skjóta inn í aðalsöguþráðinn.
Svipað gildir líka um Snarf, eina mest hötuðu persónu upprunalegu Þrumukattanna. Í þetta sinn er sú persóna ekki vælandi blaðurskjóða með skræka rödd, heldur líkari gæludýri sem (ó, þökk sé höfundunum!) talar ekki.
Svipað gildir líka um Snarf, eina mest hötuðu persónu upprunalegu Þrumukattanna. Í þetta sinn er sú persóna ekki vælandi blaðurskjóða með skræka rödd, heldur líkari gæludýri sem (ó, þökk sé höfundunum!) talar ekki. Hugsanlega gætu krakkar jafnvel haft meiri unað af þessum Snarf en forvera hans og lítið rými er fyrir þá eldri til að kvarta yfir tilvist hans í nýju þáttunum. Allar góðar hetjur þurfga verra illmenni og höfundunum tókst feikilega vel að gera Mumm-Ra að illmenni sem lætur til skara skríða og virkar svo sannarlega sem verðugur andstæðingur. Upprunalega var sú persóna ansi kjánaleg og eintóna varðandi gjörðir sínar og tókst Þrumuköttunum ávallt að koma í veg fyrir að hann hefði æðri hönd í málunum sem gerði hann fljótlega að ósannfærandi ógn. Hér hefur Mumm-Ra tekist að láta mikið verða úr áætlunum sínum í upphafi seríunnar og vekja ugg meðal aðalpersónanna ÁN þess að skipta í æðri kraftahaminn sinn.
Að lokum ætla ég að bæta við að heimur Þrumukattanna er ansi heillandi þar sem ólíkar verur og áfangastaðir koma fram í hverjum þætti. Sandhöf, jurtafólk og alls kyns verur príða heim Þrumukattanna og goðsagnirnar(á borð við vopn þeirra) veita þættinum klassískan fantasíublæ. Það verður ansi spennandi að fylgjast með hvað verður úr þessum þáttum og ævintýrum persónanna, en metnaður höfundanna og vinnsla Studio 4°C gera nýju Þrumukettina að þætti sem lofar miklu og hefur hingað til ekki valdið vonbrygðum.
– Axel Birgir Gústavsson
Stikla fyrir nýju ThunderCats þættina:
One Response to ThunderCats vakna aftur til lífsins!
Skildu eftir svar
Þú verður að skrá þig inn til þess að rita athugasemd.
Pingback: DC Comics kynnir nýja He-Man myndasögu | Nörd Norðursins