Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Fréttir»Verðkönnun á tölvuleikjum – ágúst 2011
    Fréttir

    Verðkönnun á tölvuleikjum – ágúst 2011

    Höf. Nörd Norðursins28. ágúst 2011Uppfært:7. mars 2013Ein athugasemd3 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Við gerðum stutta og einfalda verðkönnun á netinu á tölvuleikjaverði í dag. Við völdum nokkra nýja og eldri leiki fyrir helstu leikatölvurnar í dag (auk PC) af handahófi og gerðum verðsamanburð út frá þeim upplýsingum sem voru birtar á heimasíðu BT, Elko, Gamestöðvarinnar og Skífunnar þann 28. ágúst 2011. Verðin miðast við ný eintök af tölvuleikjunum en ekki notuð.

     

    Bræðurnir Ormsson og Max voru ekki með könnuninni þar sem þeir birta ekki verð á tölvuleikjum á heimasíðum sínum.

     

    BT

    Þeir voru með þokkalega vel uppfærða heimasíðu og voru með 11 af þeim 16 titlum (69%) sem við skoðuðum. Af þeim leikjum sem BT voru með á heimasíðunni sinni voru þeir 5 sinnum með hæsta verðið og 3 sinnum með ódýrasta verðið. BT eru næst ódýrastir þar sem meðal leikurinn kostar 8.863 kr. hjá þeim og einnig eru þeir með næst besta úrvalið af tölvuleikjum á netinu.

     

    Elko

    Elko var án efa með best uppfærðu heimasíðuna af þessum fjórum og fundum við 14 af þeim 16 leikjatitlum (88%) sem við skoðuðum. Af þeim 14 leikjum var Elko 4 sinnu dýrastir og 8 sinnum ódýrastir. Elko komu best úr könnuninni og voru oftast með ódýrasta verðið. Meðal leikurinn kostar 7.697 kr. í Elko og þeir eru auk þess með mesta leikjaúrvalið á heimasíðu sinni.

     

    Gamestöðin

    Gamestöðin olli ákveðnum vonbrigðum með leikjaúrvalið, en við fundum aðeins 7 af þessum 16 titlum (44%) á heimasíðunni þeirra. Af 7 leikjatitlum var Gamestöðin 4 sinnum með hæsta verðið og 3 sinnum með það lægsta. Meðal leikurinn var dýrastur hjá Gamestöðinni, eða á 10.133 kr. og vantaði mikið upp á vöruúrvalið á heimasíðunni. Gamestöðin kom verst úr könnuninni.

     

    Skífan

    Skífan var með 7 af þeim 16 leikjatitlum (44%) sem við leituðum eftir á heimasíðunni þeirra. Af þessum 7 leikjum var Skífan 3 sinnum dýrust og 2 sinnum ódýrust. Meðal leikurinn kostar 9.570 kr. hjá þeim en vöruúrvalið á heimasíðunni þeirra ekkert til hrópa húrra fyrir.

     

    Verðkönnunin

     

    BT Elko Gamestöðin Skífan
    Batman Lego (PSP) 5.999 4.329 – –
    Call of Duty: Black Ops (X360) 11.999 12.995 – 10.999
    Crysis 2 (PS3) 10.999 11.995 – 11.999
    Dead Space 2 (X360) 6.999 6.495 10.990 –
    Deus Ex Human Revolution (PS3) – 9.995 9.990 –
    DJ Hero – Bundle (PS2) 9.999 4.995 – –
    Drawn to Life: The Next Chapter (Wii) – 2.495 9.990 –
    Duke Nukem Forever (X360) 10.999 10.995 10.990 10.999
    Fifa 11 (PS2) – 4.995 7.990 6.999
    Mario Kart DS (DS) – – – 6.999
    Mass Effect 2 (PS3) 9.999 9.995 10.990 9.999
    Portal 2 (PC) 6.999 6.495 – –
    Sims 3 (PC) 8.999 5.995 – 8.999
    Super Mario All-Stars 25 ára (Wii) – – 9.990 –
    The Legend of Zelda: OoT (3DS) 9.999 10.995 – –
    WWE Smackdown VS Raw 2011 (PSP) 4.499 4.995 – –

    – BÞJ

    Bjarki Þór Jónsson bt elko gamestöðin skífan tölvuleikjakönnun verðkönnun
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaHvað er kubbatónlist?
    Næsta færsla Tímaritið í salt en heimasíðan gerð virkari!
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    • Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.