Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Fréttir»The Secret World
    Fréttir

    The Secret World

    Höf. Nörd Norðursins18. ágúst 2011Uppfært:7. mars 2013Engar athugasemdir4 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    eftir Benedikt Aron Salómeson

    Nýjasti leikur tölvuleikjafyrirtækisins Funcom, The Secret World (TSW), hefur fangað mikla athygli um netheima nýlega eftir að tölvuleikjarisinn EA Games ákvað í janúar síðastliðnum að aðstoða við útgáfu leiksins. Funcom hefur áður gefið út leiki á borð við Bloodline Champion, Age of Conan og Pets vs Monsters.

    The Secret World er MMORPG (Massive Multiplayer Online Role-Playing game) og fer spilarinn með hlutverk hetju sem hann býr til. Það sem TSW hefur hinsvegar umfram aðra MMO leiki, eins og World of Warcraft, Runescape, Guild Wars og fleiri, er að spilarinn velur sér ekki sérhæfileika heldur eru allir þeir sem spila leikinn gæddir sömu kröftum og þarf að virkja þá í gegnum hæfileikatré. Auk þess er ekkert frammistöðukerfi (e. leveling system) þannig allir spilarar eru jafnir frá byrjunarstigi. Það eina sem brúar bilið á milli spilara er reynslan. Útkoman er algjörlega frjáls spilun sem er alveg ókönnuð af flestum öðrum leikjum hingað til.

     

    Frjáls aðlögun

    TSW gefur spilaranum þúsundir vopna og krafta sem hann getur aðlagað að sínum stíl, hvort sem spilarinn vill vera sá sem hjálpar til og læknar vini sína í hita bardagans, sá sem fórnar sér fyrir heildina eða jafnvel blanda af báðum hlutverkum, gefur TSW spilaranum kraftana sem til þarf. Ásamt því hefur hann fullkomna stjórn yfir hvernig hetjan hans lítur út, og hefur verið lagt mikið í að hafa eins mikið úrval af klæðnaði og hægt er.

     

    Kannaðu heiminn

    Leikurinn byggir á rauntímanum og gerist hann að mestu í þremur stórborgum, New York í Bandaríkjunum, London á Englandi og Seoul í Suður-Kóreu. Ásamt fleiri framandi stöðum eins og Egyptalandi og Transylvaníu. Stórborgirnar virka líka sem ákveðnar bækistöðvar fyrir samfélögin þrjú sem spilarinn velur á milli þegar hann býr til hetjuna sína, kem betur að því síðar. Um allan heim eru margar óhugnanlegar verur sem spilarinn þarf að berjast á móti til að komast að leyndardómum og fjársjóðum. Verurnar geta verið allt frá hinum klassísku varúlfum og vampírum, til hinna frumstæðu risaeðlna.

     

    Ótrúlegur  söguþráður

    Framleiðendur TSW hafa lagt mikið á sig til að hafa söguþráð leiksins meðal þess besta sem áður hefur sést í öðrum tölvuleikjum. Spilaranum er stungið djúpt inn í söguþráð fullan af spennu, drama og skemmtun. Söguþráðurinn tekur helstu samsæriskenningar, helstu ævintýri og gerir þau að raunveruleg í leiknum. Hvern hefur ekki alltaf langað til að berjast við Drakúla, eða jafnvel að berja Loch Ness skrímslið augum? Auðvelt á að vera að lifa sig inn í verkefnin sem spilaranum eru sett og segja framleiðendur að þeir hafi viljað forðast endurtekninguna sem margir MMO tölvuleikir hafa bætt við í leikina sína.

     

    Leynileg Samfélög  (Secret Societies)

    Í leiknum eru þrjú mismunandi samfélög sem spilarinn fær að velja um.

    Templars
    Templars er gamalt samfélag sem rekur sögu sína allt til tíma Babylons. Þau eru ljón leynda heimsins og þegar þau segja sínar skoðanir hlusta allir. Evrópa er þeirra ríki og hafa þau sett niður höfuðstöðvar í London. Þau eru „góðu“ gæjarnir, að þeirra sögn. Þau ráða hverjir eru vondir og góðir og bakka aldrei frá stríðsátökum. Í yfir þúsundir ára hafa þeir haft eitt markmið í huga, að eyða öllu illu í heiminum.

    Illuminati
    Illuminati eiga fornar rætur að rekja en eru enn ung og þyrst í völd. Þau „stálu“ Bandaríkjunum undan nefi Templars og hafa vaxið með því. Þau spila leiðinlega, nota illkvittin brögð til að koma sér áfram og nýta hvert tækifæri sem gefst til að kúga einhvern til að fá vilja sínum framgengt. Höfuðstöðvar þeirra er Brooklyn, New York.

    Dragons
    Dragons er leynilegra en leynilegustu samfélög. Þeir eiga sér landamæri og engin kennimerki og hafa því leyst upp og komið aftur saman í gegnum tíðina. Þau trúa því að lokað samfélag sé sjúkt samfélag. Aðeins með náttúrulegri óreiðu lífsins getur heimurinn lifað í sátt. Fyrir utangarðsmanni eru leiðir þeirra flóknar og skrítnar, en ekki fyrir þeim. Dragons hafa nýlega sett upp höfuðstöðvar í Seoul, Suður-Kóreu.

    Á heimasíðu leiksins, www.thesecretworld.com , er hægt að taka könnun sem gefur manni hugmynd um hvaða fylkingu maður myndi passa inn í. Höfundur tók prófið og fékk út að The Templars væru hentugt fyrir hann. Hvað færð þú?

     

    Benedikt Aron Benedikt Aron Salómeson dragons EA Games Funcom Illuminati Templars The Secret World TSW
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaSpilarýni: Munchkin
    Næsta færsla Retro: Mortal Kombat (1992)
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.