Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Retró»Retro: Gyruss (1983)
    Retró

    Retro: Gyruss (1983)

    Höf. Nörd Norðursins15. ágúst 2011Uppfært:25. maí 2013Ein athugasemd4 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Leikurinn Gyruss er spilakassa skotleikur, þróaður af Konami og var gefinn út árið 1983. Hönnuður leiksins er Yoshiki Okamoto, hann hafði áður búið til leikinn Time Pilot fyrir Konami. Centuri í Bandaríkjunum voru með réttinn á Gyruss, sem var einnig gefinn út á fjölda leikjatölva og heimilistölva. Hann fetar í fótspor leikja eins og Space Invaders og Galaga.Gyruss var annar og seinasti leikurinn sem Yoshiki Okamoto hannaði fyrir Konami, vegna launadeilna var hann rekinn eftir að leikurinn kom út. Hann slóst fljótlega í hópinn hjá Capcom, þar sem hann átti eftir að skrifa 1942 og fyrsta Street Fighter leikinn.Bakgrunnstónlist leiksins er hröð raf/tölvu niðurröðun af Toccata eftir J. S. Bach og Fugue í D moll, BWV 565; þessi einstaka niðurröðun hljómar líkt og rokk útgáfa af „Toccata“ eftir hljóðfæra hópinn Sky. Það er athyglisvert að í Gyruss er hljóðið í steríó, sem, samkvæmt auka efni frá Konami Arcade Classics, fékkst með því að nota samsettar hljóð rafrásir.

    Leikjastjórnunin í Gyruss líkist þeirri í Galaga, en er með auka tvisti: leikurinn er sýndur frá tilbúnum þrívíddar sjónarhóli, þar sem skip leikmannsins snýr inní skjáinn og getur farið úr stað innan ummáls tilbúins hrings. Þessi tiltekni leikjastjórnunar stíll kallast „tube shooter“, og er Gyruss eitt af fáum dæmum sem til eru í heiminum af þess konar leikjastíl. Eldri geim-skot leikir voru útsettir þannig að þeir lítu út fyrir að vera í þrívídd, stjörnurnar birtust á miðjum skjánum og flugu til hliðar og gáfu þannig þau áhrif að skip leikmannsins væri á fleygiferð úti í geimi.

    Meirihluti óvinanna eru önnur geimskip, sem verður að tortíma áður en leikjaborðið klárast. Þeir birtast annað hvort frá miðjum skjánum eða frá einhverri af brúnum leiksins, og hringsnúast. Þau geta skotið á skip leikmannsins eða eyðilagt það við snertingu. Eftir að þeir birtast í leiknum og hringsnúast svífa þeir nálægt miðju skjásins, einstaka sinnum fljúga þeir í allar áttir og skjóta að leikmanninum. Ef leikmaðurinn eyðileggur þessi skip ekki fljúga þau í burtu hvert á eftir öðru.Auk þessara geimskipa eru aðrir óvinir í leiknum: gervitungl, smástirni og leisergeisli. Þeir birtast öðru hvoru og hverfa fljótlega ef leikmaðurinn eyðileggur þau ekki.

    Gervitunglin birtast þrjú saman í hópi fyrir framan leikmanninn eftir að venjulegu óvina skipin hafa komið sér fyrir á skjánum. Þau fljúga í litla hringi og skjóta að leikmanninum, ef að leikmaðurinn er með aðal vopnin þegar gervitunglin birtast, birtist miðjutunglið líkt og sólar hlutur – ef það er eyðilagt fær skip leikmannsins betra vopn. Það er einungis ein vopna uppfærsla í leiknum og þegar henni hefur verið náð líta gervitunglin öll nákvæmlega eins út. Það er ekki auðvelt að eyðileggja gervitunglin þar sem að skot þeirra þurfa ekki að fara langa leið til að hitta á skip leikmannsins, og leikmaðurinn hefur einungis nokkrar sekúndur til að eyðileggja það áður en það flýgur í burtu.

    Smástirnin fljúga beint út á við frá miðjum skjánum með reglulegu millibili. Þau fljúga alltaf örlítið til hægri eða vinstri hliðar skips leikmannsins, og þau hitta aldrei skipið nema ef leikmaðurinn færir það úr stað. Það er ekki hægt eyðileggja þessi smástirni en leikmaðurinn fær smá bónusstig fyrir að skjóta á þau.

    Leisergeislarnir fljúga einstaka sinnum út á við frá miðjum skjánum. Þeir samanstanda af tveimur raföllum með leisergeisla á milli þeirra, ef annar rafallinn eyðileggst slokknar á geislanum. Skip leikmannsins eyðileggst ef það kemur í snertingu við annað hvort leisergeislann eða rafalinn.

    Takmark leikmannsins er að komast á pláneturnar Neptúnus, Úranus, Satúrnus, Júpíter, Mars og að lokum til jarðarinnar. Hvert borð færir leikmanninn nær plánetunum og þegar áfangastaðnum er náð er stutt aukaborð spilað og leiðinni svo haldið að næstu plánetu.

     

    Heimild: Wikipedia (wikipedia.com, Gyruss)
    Erla Jónasdóttir þýddi

    1983 Centuri erla jónasdóttir Galaga Gyruss retro Yoshiki Okamoto
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaTölvuleikjapersóna: Guybrush Ulysses Threepwood
    Næsta færsla Heimsmet í Gyruss!
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    Ásbrú sögusvið í súrealískum hryllingsleik eftir íslenskan leikjahönnuð

    21. desember 2025

    Leikjavarpið #64 – Allt það helsta frá The Game Awards 2025

    16. desember 2025

    Þetta eru sigurvegarar The Game Awards 2025

    13. desember 2025
    7.8

    Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow

    11. desember 2025
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    Ásbrú sögusvið í súrealískum hryllingsleik eftir íslenskan leikjahönnuð

    21. desember 2025

    Leikjavarpið #64 – Allt það helsta frá The Game Awards 2025

    16. desember 2025

    Game Dev Demo Day – Leikjasýning nemenda HR þann 15. desember

    14. desember 2025

    Þetta eru sigurvegarar The Game Awards 2025

    13. desember 2025
    7.8

    Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow

    11. desember 2025
    Leikjarýni
    7.8

    Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow

    11. desember 2025
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Ásbrú sögusvið í súrealískum hryllingsleik eftir íslenskan leikjahönnuð
    • Leikjavarpið #64 – Allt það helsta frá The Game Awards 2025
    • Game Dev Demo Day – Leikjasýning nemenda HR þann 15. desember
    • Þetta eru sigurvegarar The Game Awards 2025
    • Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.