Birt þann 15. ágúst, 2011 | Höfundur: Nörd Norðursins
3Prjónauppskrift: Sveppahúfa
Fitja upp 100 lykkjur á 4 prjóna númer 2,5-3 (eftir því hvort þú prjónar fast eða laust) eða hringprjón sem er nógu stuttur, og hvaða garn sem þú vilt en sem passar þeirri prjónastærð.
Prjónaðu stroff (2 sléttar og 2 brugnar lykjur) þar til það mælist 3-4 cm.
Þegar stroffið er orðið nægilega langt skaltu auka út um 20 lykkjur jafnt yfir umferðina. Í næstu umferð á eftir byrjar munstur (sjá mynd). Húfurnar á myndinni eru með 8 sveppum, það er vel hægt að hafa færri. Passa verður að hafa lágmark 8 lykkjur á milli hvers svepps í fyrstu umferð (annars geta sveppirnir rekist á).
Þegar munstri lýkur er prjónað slétt þar til húfan mælist 18-20 cm (eða eins og löng/stutt og þú vilt hafa hana) með stroffi.
Úrtaka: felldu úr jafnt yfir umferðina umferð 1: Prjóna *2 saman, 7sléttar* endurtaka frá * til * yfir umferðinaumferðir 2, 4, 6, 8 og 10: prjóna sléttumferð 3: *prj. 1, 2 saman, 6 sléttar* endurtaka frá * til * yfir umferð5: *2 sléttar, 2 saman, 2 sléttar, 2 saman*7: *2 saman, 1 slétt, 2 saman, 1 slétt*9: *2 saman yfir umferð*11: *2 saman yfir umferð*
Klippa garnið og skilja eftir ágætlega langan ‘hala’, þræða nál í gegnum lykkjurnar sem eru eftir á prjóninum og toga þéttingsfast, ganga frá endum.
– Erla Jónasdóttir
3 Responses to Prjónauppskrift: Sveppahúfa
Skildu eftir svar
Þú verður að skrá þig inn til þess að rita athugasemd.
Pingback: Prjónauppskrift: Brainslug úr Futurama | Nörd Norðursins