Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Leikjarýni»Leikjarýni: From Dust
    Leikjarýni

    Leikjarýni: From Dust

    Höf. Nörd Norðursins29. ágúst 2011Uppfært:4. júní 20132 athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    From Dust er guðaleikur (god game) þar sem spilarinn stjórnar og hefur áhrif á náttúruna og umhverfi ættbálks sem er í sífellu að fjölga sér og byggja fleiri þorp. Þeir sem hafa haft gaman að guðaleikjum hingað til ættu ekki að vera fyrir vonbrigðum með From Dust frá leikjarisanum Ubisoft, en leikurinn er fáanlegur í Xbox 360, PC og væntanlegur í PS3.

    Í sögu leiksins fylgir spilarinn ættbálki sem þarf að byggja upp lítið samfélag í viltri náttúru. Það er markmið spilarans að vernda meðlimi ættbálksins og samfélag þeirra frá hvers kyns hamförum sem kunna að skella á. Það er misjafn eftir borðum hversu mikil völd spilarinn hefur, en í leiknum fær hann völd yfir alls þremur efnum; sandi, vatni og hrauni. Með sandi getur spilarinn meðal annars þurrkað upp polla, stíflað læki, gert gönguleiðir og fleira. Vatnið hjálpar til við að rækta land, slökkva elda og stöðva rennandi hraun. Hraunið kveikir auðveldlega í ræktuðu landi og mótar landslagið varanlega eftir að það storknar.

     

     

    Hvert borð er hálfgerður sandkassi fyrir spilarann og til margar mismunandi leiðir til að klára hvert borð og geta leiðirnar tekið frá örfáum mínútum yfir í hálftíma eða klukkutíma. Í hverju borði þarf spilarinn að koma sínum mönnum á ákveðna staði þar sem þeir geta byggt lítið þorp. Í hverju þorpi er stytta sem gefur spilaranum ákveðna krafta, eins og að þurrka upp allt vatn í borðinu í stuttan tíma eða eyða efnum. Einnig geta meðlimir ættbálksins sótt þekkingu á vissum stöðum til að vernda þorpin frá flóðum eða eldum.
    Stjórnun leiksins er mjög einföld. Spilarinn notar pinnana (analog sticks) til að breyta sjónarhorninu, og hægri og vinstri gikkinn (trigger) til að færa efni milli staða. Hljóðin í leiknum eru vel heppnuð og grafíkin til fyrirmyndir – sérstaklega miðað við að leikurinn er ekki stórleikur og þar af leiðandi mun ódýrari (og styttri).

    Spilarinn getur einnig spilað sig í gegnum áskoranir þar sem hann þarf að leysa ýmsar þrautir á stuttum tíma.

    Leikurinn er klárlega peningana virði fyrir þá sem elska þrautaleiki eða að leika sér með guðskrafta.

    8,8

     

    – Bjarki Þór Jónsson

    ættbálkur Bjarki Þór Jónsson efni From Dust god game guðsleikur hraun jörð Leikjarýni sandur Ubisoft vatn
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaTímaritið í salt en heimasíðan gerð virkari!
    Næsta færsla Nördarnir í Fóstbræðrum! – Myndband
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025

    Minnist vinar síns í nýjum tölvuleik – „André dreymdi um að læra íslensku“

    14. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    • Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.