Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Íslenskt»Tölvuleikjapersóna: Anna Grímsdóttir
    Íslenskt

    Tölvuleikjapersóna: Anna Grímsdóttir

    Höf. Nörd Norðursins22. júlí 2011Uppfært:25. maí 2013Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook LinkedIn Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk Bluesky Reddit

    TÖLVULEIKJAPERSÓNA MÁNAÐARINS:
    ANNA GRÍMSDÓTTIR

    Anna Grímsdóttir er leikjapersóna í Splinter Cell. Eins og nafnið gefur til kynna er Anna komin af íslendingum en hún býr þó í Ameríku. Anna Grímsdóttir, eða Grim eins og hún er kölluð af vinnufélögum sínum í NSA (National Security Agency) er samskiptasérfræðingur hjá leyniþjónustunni Third Echelon. Starf hennar felst í því að útvega Sam Fisher (sem er aðal söguhetja leiksins) tæknilega aðstoð á meðan hann eða aðrir meðlimir Splinter Cells sinna verkefnum. Auk þess er hún öflugur hakkari og veitir tæknilega aðstoð á fleiri sviðum.

    Anna Grímsdóttir fæddist árið 1974 í Boston, Massachusetts í Bandaríkjunum. Móðir Önnu fluttist frá Akureyri til Bandaríkjanna. Ekki er mikið vitað um fortíð Önnu annað en það að hún hefur unnið lengi með Fisher og hefur lært ýmislegt af honum.

    Um miðjan 9. áratuginn hætti hún í St. Johns College og vann sem forritari hjá nokkrum fyrirtækjum fyrir bandaríska sjóherinn. Seint á áratugnum var hún færð yfir til NSA þar sem hún blómstraði fljótlega og fékk stöðuhækkun þar sem Internetið varð sífellt mikilvægara í tengslum við þjóðaröryggi landsins. Síðar var Anna færð yfir til Third Echelon þar sem hún stjórnar teymi af forriturum sem hafa það að markmiði að afla upplýsinga fyrir Splinter Cell verkefnið. Meðal hennar helstu verkefna til þessa hafa verið sprengjuárás NATO á Júgóslavíu (1999), neyðarástand upplýsinga í Georgíu (2004), verkefnið Barracuda (2006), árásir á netheima (2007), rannsóknin á Fisher (2009) og Third Echelon  samsærið (2011).

    Til gamans má geta að kvikmynd byggð á sögu Splinter Cell er komin upp á borðið og er væntanleg árið 2013. Það verður gaman að fylgjast með því hvort Íslendingur hneppi hlutverk Önnu eða hvort Hollywood muni notfæra sér einhverja þekkta kvikmyndastjörnu.

     

    Heimild: Splinter Cell Wiki (splintercell.wikia.com, Anna Grímsdóttir).
    Bjarki Þór Jónsson þýddi.

     

    anna Bjarki Þór Jónsson grímsdóttir persóna splinter cell tölvuleikjapersóna
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaBumblebee í Egilshöll
    Næsta færsla Spilarýni: ZOMBIES!!!
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026

    Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu

    24. janúar 2026

    Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable

    23. janúar 2026

    Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026

    20. janúar 2026

    Bestu tölvuleikir ársins 2025

    19. janúar 2026

    Geisladiskabúð Valda á tímamótum

    17. janúar 2026
    Nýtt á Nörd Norðursins
    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026

    Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu

    24. janúar 2026

    Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable

    23. janúar 2026

    Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026

    20. janúar 2026

    Bestu tölvuleikir ársins 2025

    19. janúar 2026
    Leikjarýni
    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026
    8

    Þegar leikur biður þig um að hætta að reyna

    14. janúar 2026
    7.5

    Úr öskunni í eldinn

    2. janúar 2026
    7.8

    Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow

    11. desember 2025
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur
    • Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu
    • Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable
    • Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026
    • Bestu tölvuleikir ársins 2025
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2026 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.