Birt þann 4. júlí, 2011 | Höfundur: Nörd Norðursins
4. tbl. Nörd Norðursins, 4. júlí 2011.
Fjórða tölublaðið af Nörd Norðursins kom út 4. júlí 2011. Í tilefni útgáfunnar hefur Bandaríkjastjórn lofað okkur risa flugeldaveislu og hátíðarhöldum um öll Bandaríkin. Æðislegar móttökur! Stór hluti blaðsins snýr að nútíð og framtíð leikjatölva og tölvuleikja þar sem við birtum fjórða og síðasta hluta sögu leikjatölvunnar (árin 2009-2011) og í kjölfarið tökum við það helsta úr E3 kynningu Microsoft, Nintendo og Sony, en þar lögðu leikjarisanir línurnar fyrir komandi mánuði.
Við dæmum hinn umtalaða Duke Nukem Forever, birtum myndir úr uppvakningagöngunni í Reykjavík (takk PressPhotos!), dæmum X-Men: First Class og Super 8, auk þess verða hernaðarleg leyndarmál um hvernig eigi að koma nördum í rúmið uppljóstruð í Bleika horninu.
Pennar blaðsins að þessu sinni eru; Daníel Páll Jóhannsson, Erla Jónasdóttir, Kristinn Ólafur Smárason, Axel Birgir Gústavsson, Jóhann Þórsson og Bjarki Þór Jónsson.
SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA BLAÐIÐ.
Efnisyfirlit:
Fréttir og nýir leikir, bls. 4
Sannleikurinn.com, bls 7
Duke Nukem Forever, bls. 8
Sims 3: Generations, bls. 16
Tölvuleikjapersóna mánaðarins: Yoshi, bls. 18
Retroleikur mánaðarins: UFO: Enemy Unknown (1994), bls. 19
Venslakerfið Rel8, bls. 22
Saga leikjatölvunnar, 4. hluti (2009-2011), bls. 26
E3, bls. 30
Uppvakningaganga í Reykjavík, 42
Myrkfælni, bls. 48
Neon Genesis Evangelion, bls. 50
Super 8, bls. 54
X-Men: First Class, bls. 56
Bleika hornið: Að koma nördinu í bólið, bls. 58