Author: Unnur Sól

Lost Records: Bloom & Rage – Part 1 er fyrri hluti af tveimur í nýjasta sögudrifna leiknum frá Don’t Nod, höfundum Life is Strange. Leikurinn leiðir okkur í gegnum tilfinningahlaðna og persónudrifna sögu um fjórar vinkonur í smábænum Velvet Cove á tíunda áratugnum. Eins og vænta má frá Don’t Nod, er áherslan á sterka persónusköpun, andrúmsloft og tilfinningaleg tengsl frekar en hraðskreiða atburðarás. Spilendur upplifa söguna í gegnum Swann, feimna og vinafáa kvikmyndanörd sem fangar lífið í smábænum á VHS-myndbandsupptökugræju. Hún og vinkonur hennar skapa ógleymanlegar minningar saman en draugar fortíðar, bæði raunverulegir og yfirnáttúrulegir, fara fljótlega að trufla hversdagsleikann.…

Lesa meira

Nú þegar dagarnir styttast og nístingskuldi heltekur landið þá verða samverustundirnar inni í hlýjunni enn dýrmætari. Ég fer alltaf að leita af skemmtilegum sófasamvinnuleikjum (e. couch co-op) þegar líður að jólum til að spila með mínu nánasta fólki. Það er eitthvað við að spila tölvuleiki saman hlið við hlið sem gerir upplifunina svo skemmtilega og maður nær að tengjast fólkinu sínu mun betur en að spila saman á netinu. Við hjá Nörd Norðursins höfum tekið saman lista yfir frábæra co-op leiki sem henta fullkomlega fyrir veturinn! Hvort sem þú ert að skipuleggja fjölskyldukvöld, vinahitting eða notalega kvöldstund með ástinni, þá…

Lesa meira

Loksins kom að því að Zelda, hin goðsagnakennda prinsessa, fékk réttmætt aðalhlutverk í splunkunýjum leik. Í The Legend of Zelda: Echoes of Wisdom tekur Zelda við kyndlinum frá Link í fyrsta skipti í sögu Zelda seríunnar. Þetta kemur ekki aðeins sem ferskur blær fyrir seríuna heldur er leikurinn sjálfur blanda af gömlu og nýju, þar sem frjálslegt eðli nýrra Zelda leikja sameinast dýflissum og þrautum úr klassísku leikjunum. Það sem kom mér sérstaklega á óvart var að þessi leikur var alls ekki bara aukaleikur – hann er mikilvægur hluti af seríunni, með góðri blöndu af nýsköpun og nostalgíu. Heimurinn í…

Lesa meira

Í Cult of the Lamb spilarðu sem lamb sem hefur verið bjargað frá dauðanum af dularfullri veru sem fer fram á að þú endurgjaldir lífgjöfina með því að stofna og stjórna eigin sértrúarsöfnuði. Leikurinn er einstök blanda af tveimur ólíkum spilunarstílum: annars vegar stjórnun og uppbyggingu safnaðarins þar sem þú sérð um fylgjendur þína, byggir fyrir þá byggingar og heldur þeim ánægðum og hins vegar dýflissuherferðir þar sem þú ferð inn í hættulegar dýflissur, safnar auðlindum og berst við óvini. Þessi blanda af samfélagsstjórnun og dýflissukönnun heldur spiluninni ferskri og spennandi. Á meðan þú byggir upp þitt eigið smáríki af…

Lesa meira