Rithöfundurinn Joe Hill hefur getið sér gott orð undanfarið fyrir stórgóðar skáldsögur með hrollvekjuívafi sem er einfaldlega ekki hægt að leggja frá sér eftir að lesturinn hefst. Saga hans Horns var kvikmynduð árið 2013 með Daniel Radcliffe í aðalhlutverkið og nýlega var tilkynnt að það eigi að gera sjónvarpsþætti eftir skáldsögunni NOS4A2 með engum öðrum en Ólafi Darra Ólafssyni í einu aðalhlutverkanna. En hver er þessi Joe Hill? Joe Hill…. verkalýðshetja? Joe Hill fæddist árið 1972 og ólst upp í Bangor í Maine-fylki í Bandaríkjunum. Móðir hans heitir Tabatha og er rithöfundur og faðir hans heitir Stephen. Hann er líka…