Author: Nörd Norðursins

Birt af ritstjórn

Íslenska leikjafyrirtækið CCP hefur verið í viðræðum við Reykjavíkurborg um staðsetningu minnisvarða um 10 ára afmæli tölvuleiksins EVE Online. CCP staðfesti að slíkur minnisvarði mun verða reistur en ekki hefur verið endanleg staðsetning eða endanlegt útlit á minnisvarðanum verið ákveðið. Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, tók þó fram að öll nöfn á virkum spilurum í EVE Online yrðu áletruð í grunn minnisvarðans. Þeir kynntu tvær mögulegar tillögur að minnisvarðanum á EVE Fanfest og var önnur tillagan til sýnis á hátíðinni (sjá mynd). • Fleiri fréttir frá EVE Fanfest 2013 Höfundur er Bjarki Þór Jónsson, ritstjóri Nörd Norðursins.

Lesa meira

Chris McDonough, framleiðandi hjá CCP og White Wolf, tók það strax fram í upphafi kynningarinnar að hann hefði því miður engar stórar fréttir að færa af World of Darkness og að leikurinn væri í raun enn á þróunarstigi. Vampírur í stórborgum MMO leikurinn World of Darkness sem CCP og White Wolf vinna að um þessar mundir byggir á þekktum fantasíuheimi. Á kynninguni kom fram að leikurinn muni styðjast eins mikið og hægt væri við heiminn en eðlilega verða einhverjir hlutir aðlagaðir að tölvuleikjaumhverfinu til þess að gera leikinn betri. Spilun World of Darkness byggist mikið á hreyfingu karakterana þar sem vampírurnar geta…

Lesa meira

DUST 514 // Keynote Á DUST 514 Keynote fór CCP yfir fortíð, nútíð og framtíð DUST 514. Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, steig fyrstur á svið og bauð alla gesti hátíðarinnar velkomna. Tíu ár eru liðin frá útgáfu EVE Online og var hátíðin í ár því sett með pompi og prakt þar sem Sinfóníuhljómsveit Íslands spilaði lög úr tölvuleiknum. Hilmar tilkynnti að tónleikarnir yrðu fáanlegir á DVD eða í öðru formi í náinni framtíð. DUST 514: Uprising Eftir að Hilmar steig af sviði hófst sjálf kynningin á DUST 514. Uppfærslan Uprising fyrir DUST 514 er væntanleg þann 6. maí næstkomandi…

Lesa meira

Í kvöld, miðvikudaginn 24. apríl, klukkan 21:00 mun Sinfóníuhljómsveit Íslands spila tölvuleikjatónlist úr EVE Online í Hörpu, en CCP fagnar 10 ára afmæli leiksins um þessar mundir. Um sögulega tónleika er að ræða þar sem þetta er í fyrsta sinn sem tónlistin úr EVE Online verður spiluð af sinfóníuhljómsveit, og um leið er þetta fyrsta skipti sem Sinfóníuhljómsveit Íslands spilar tónlist úr tölvuleik. Tónleikarnir marka upphaf EVE Fanfest 2013 sem stendur yfir dagana 25.-27. í Hörpu. Hægt er að hlusta á tónleikana í beinni á Twitch. – BÞJ

Lesa meira

Í heimi þar sem ofurhetjur eru frekar eðlilegur hluti daglegs lífs eru enn framdir glæpir. Morð eiga sér stað og það þarf að rannsaka þau. Og þegar ofurhetjur deyja er kallað á sérstaka deild innan lögreglunnar sem sérhæfir sig í að rannsaka hið ómögulega. Þetta er sögusvið seríunnar Powers eftir Brian Michael Bendis. Í heimi Powers hafa ofurhetjur verið til síðan í seinni heimstyrjöldinni og hafa þar með langa og flókna sögu, en umfram allt nútímaheim sem er vanur því sem er í gangi. Þar sem ofurhetjur og illmenni fljúga um stórborgir, skjótandi göldrum og geislum í allar áttir. En…

Lesa meira

Jósef Karl hjá Nörd Norðursins fór fyrir stuttu á hryllingsmyndahátíðina Mad Monster Party í Bandaríkjunum. Þar hitti hann sjálfan Gunnar Hansen, sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Leðurfés í The Texas Chain Saw Massacre frá árinu 1974, og náði viðtali við meistarann. Nörd Norðursins: Hversu mikið vissirðu um Ed Gein, sem var að einhverju leyti kveikjan að The Texas Chain Saw Massacre, áður en tökur hófust á myndinni? Gunnar Hansen: Ég vissi ekki neitt um hann. Ég hafði heyrt um Ed Gein áður útfrá kvikmyndinni Psycho sem er byggð á honum. En ég hafði enga hugmynd um neina Ed…

Lesa meira

Tölvuleikurinn Godsrule: War of Mortals er kominn út en leikurinn hefur verið í opinni beta prufun frá því í febrúar á þessu ári. Leikurinn hefur verið í vinnslu í u.þ.b. eitt og hálft ár og er gerður af íslenska leikjafyrirtækinu Gogogic en gefinn út af leikjarisanum SEGA. Gogogic hefur fært okkur leiki á borð við Vikings of Thule og Amazing Napoleon’s Great Escape from Tiny Places. Í stuttu máli er Godsrule fantasíu fjölspilunarleikur sem spilast í gegnum vafra. Í leiknum stjórnar spilarinn her í bardaga og þarf að sigra andstæðinga, þjálfa hermenn, læra galdra og taka yfir og stjórna landsvæðum.…

Lesa meira

Gleðilegan föstudag kæru nördar, nær og fjær! Á föstudögum hitum við upp fyrir helgina með því að birta syrpu af nokkrum vel völdum myndböndum. Svona rakar Superman sig Alison Brie hermir eftir nokkrum memes Karen Gillan kynnir z’Ombéal Hver myndi vinna í slag: Batman eða Superman?

Lesa meira

„We wanted to change the world but it changed us. And all we can do is pick up the pieces.“ – Jack Hawksmoor Umfjöllun í tveimur pörtum um The Authority, ofurhetjulið í Wildstorm heiminum sáluga. Þau börðust gegn geimveruinnrásum og gleymdum guðum milli þess sem þau eyddu einræðisherrum og spilltum forstjórum. Gullöldin Eftir að Millar og félagar létu sig hverfa frá The Authority 2002 átti sér stað örlítið endurræsing (reboot), ný sería byrjaði á blaði númer 0 og gekk í um eitt og hálft ár. Á þessu tímabili átti sér stað gríðarleg gróska og nokkrar sögur voru gerðar…

Lesa meira

Ég hef alltaf gaman af því að mæla með góðri bók en sérstaklega skemmtilegt er að benda á góða vísindaskáldsögu. Málið getur þó vandast ef lesandi þekkir lítið til þeirra bókmennta. Margir sem hafa gaman af bíómynd eins og District 9 eru ekki alltaf tilbúnir að lesa Dune eftir Frank Herbert. Því sumum bregður við að vera þrýst inn í flókinn bókmenntaheim sem inniheldur geimverur, vélmenni, fjarhreyfingu (e. telekinesis) og ótal nöfn sem þeir hafa aldrei heyrt áður. Betra er því að lofa lesendum að upplifa aðgengilegri bækur fyrst um sinn. Ef viðkomandi líkar lesturinn má fara út í alvarlegri…

Lesa meira