Author: Nörd Norðursins

Birt af ritstjórn

Það gleður okkur að tilkynna að líkt og í fyrra verður hægt að fylgjast með HRingnum í beinni hér á heimasíðu Nörd Norðursins! Þrjár rásir verða í boði; tvær fyrir League Of Legends og ein fyrir Hearthstone. HRingurinn er árlegt LAN-mót á vegum Tvíundar, félags tölvunarfræði-, stærðfræði- og hugbúnaðarverkfræðinema við Háskólann í Reykjavík, sem verður haldið dagana 8. – 10. ágústí Háskólanum í Reykjavík. Keppt verður í Counter-Strike Go, League Of Legends, DotA 2 og Hearthstone. Vegleg verðlaun eru í boði fyrir vinningshafa:  League Of Legends: • 1. sæti – 15.000 kr á haus, Somic G927 Heyrnatól, 9600 Riot Points, Triumphant…

Lesa meira

Helgi Freyr gagnrýnir Tropico 5 og kemst að þeirri niðurstöðu að þetta sé skemmtilegur leikur sem vel er hægt að mæla með – en ef þú átt eintak af Tropico 4 þá ertu ekki að missa af miklu. Höfundur er Helgi Freyr Hafþórsson

Lesa meira

Sandra Rós er einn af pennum Nörd Norðursins og þekkja lesendur okkar  hana trúlega best sem höfund myndasöguseríunnar Ofvitar. Sandra fór nýlega af stað með fjármögnun á Kickstarter þar sem hún stefnir á að fjármagna nýja myndasögu um Djáknann á Myrká. Að þessu tilefni heyrðum við aðeins betur í henni Söndru og forvitnuðumst aðeins nánar um bakgrunn hennar og verkefnið. Hver er Sandra Rós? Það er ég! Hæ! – Án djóks þá er ég frá Reykjavík en bý akkurat núna í San Francisco þar sem ég er ný útskrifuð úr listaháskóla. Veit ekki hvað ég mun gera það sem eftir er lífsins…

Lesa meira

Í næstu viku verður kvikmyndin Angry Video Game Nerd: The Movie frumsýnd í Bandaríkjunum og hefur ný stikla úr myndinni litið dagsins ljós. Ofurnördið James Rolfe, eða Angry Video Game Nerd eins og hann er betur þekktur sem, hefur notið gríðarlegra vinsælda á YouTube fyrir samnefnda þætti þar sem James spilar – og pirrast mjög – yfir gömlum tölvuleikjum. Til gamans má geta þá tókum við hjá Nörd Norðursins viðtal við reiða leikjanördið í fyrra og gagnrýndum auk þess AVGN þættina á DVD. Við bendum þeim lesendum sem hafa áhuga á AVGN einnig á nokkra þætti um retroleiki sem er vert að…

Lesa meira

Jósef Karl Gunnarsson skrifar: Bresku þættirnir Life on Mars hófu göngu sína árið 2006 og úr þeim urðu tvær seríur saman settar af 8 þáttum hvor. Vinsældir þessa þátta urðu til þess að bandarísk endurgerð fór í loftið árið 2008 og fékk aðeins eina seríu saman setta af 17 þáttum. Árið 2008 kom einnig beint framhald af bresku Life on Mars þáttunum í formi Ashes to Ashes en sú þáttaröð varð ansi lífseig og komst upp í þrjár seríur. Bresku þættirnir eru klukkutími hver en þeir bandarísku eru þessar stöðluðu 42 mínútur eða svo. Rannsóknarlögreglumaðurinn Sam Tyler (John Simm) er…

Lesa meira