Daníel Páll Jóhannsson skrifar: Aflakló er nýtt íslenskt spil þar sem leikmenn sigla í kringum Ísland, sækja fiskimiðin og selja aflann. Leikmenn reyna því að lenda á höfnum landsins, fjárfesta í fiskvinnslu og halda út á miðin til veiða. Þema spilsins er sú að hver leikmaður er að byggja upp sitt útgerðarveldi um land allt og sá sigrar sem hefur feitasta bankareikninginn í lokin, en spilið tekur um 60-90 mínútur. Í byrjun spils velja leikmenn sér skip, fá 200 milljónir frá bankanum, tvö útspil og 12 hús sem tákna fiskvinnslur. Til að ferðast um spilaborðið er notaður teningur og ferðast skip…
Author: Nörd Norðursins
<< Fyrri myndasaga | Skoða yfirlit | Næsta myndasaga >>
Þið sem kannast ekki við titilinn þá er þetta MMORPG bílaleikur frá Ubisoft og Ivory Tower. Það sem gerir þennan leik öðruvísi eru möguleikarnir sem spilaranum býðst að endurhanna sinn bíl í leiknum. Hægt er að búa til nokkrar útfærslur af sama bílnum sem henta mismunandi aðstæðum, sem hægt er að skipta um í skyndi á þjóðveginum. Sem er í raun aðal pæling leiksins, og að geta keyrt alla vegi í Bandaríkjunum. Kortið í leiknum virkar eins og í flestum RPG leikjum, fyrst þarf að keyra sjálfur á svæði og eftir það er hægt að hraðferðast. Spilun leiksins er skemmtileg,…
Steinar Logi skrifar: Lego Batman 3: Beyond Gotham er nýjasti Lego leikurinn byggður á þekktu vörumerki. Fyrstur var Lego: Star Wars sem kom út 2005 og síðan þá hafa leikirnir komið út ár eftir ár með lítilsháttar breytingum á formúlunni. Undanfarið hafa þó margir leikirnir verið með opinn heim þar sem hægt er að flækjast um og leysa minni háttar verkefni sb. Marvel Super Heroes. Þar sem undirritaður er „aðeins“ eldri en markhópurinn þá voru 8 ára sonurinn og vinir hans fengnir til að spila hann einnig. Þetta ár höfum við spilað Lego Marvel Super Heroes (toppeinkunn) og Lego Pirates…
Ástríða spilara tölvuleiksins EVE Online er í aðalhlutverki í nýju myndbandi sem íslenski leikjaframleiðandinn CCP sendi frá sér um helgina. Myndbandið hefur þegar vakið mikla athygli, innan og utan leikjaiðnaðarins, fyrir frumlega framsetningu og að setja spilara tölvuleiks í aðalhutverk frekar en leikinn sjálfan. Útgáfa myndbandsins fylgir í kjölfar breytinga á þróun leiksins sem CCP hefur ráðist í síðustu mánuði, og vakið hafa töluverða athygli og laðað nýja spilara að leiknum. Meðal þeirra áhrifamanna innan skemmtanabransans sem hafa „tvítað“ um myndbandið er handritshöfundurinn Gary Whitta, sem er að skrifa nýjustu mynd Star Wars seríunnar, og segir að hér sé á…
Bjarki Þór Jónsson skrifar: Grafir og bein er ný íslensk draugamynd sem Anton Sigurðsson leikstýrir. Með aðalhlutverk fara Björn Hlynur Haraldsson (Hraunið, Borgríki og Sveitabrúðkaup), Nína Dögg Filippusdóttir (Heimsendir, Kóngavegur og Börn) og Elva María Birgisdóttir. Grafir og bein fjallar í stuttu máli um hjónin Gunnar og Sonju sem lifðu draumalífi. Það breyttist snögglega þegar Dagbjört, dóttir þeirra, deyr og til að gera hlutina enn erfiðari er Gunnar sakaður um ólöglega viðskiptahætti í góðærinu. Þegar Sigurður, bróðir Gunnars, deyr ákveða hjónin að taka dóttur hans í fóstur og sækja hana í afskektu húsi sem Sigurður bjó í ásamt fjölskyldu sinni.…
Nýjasta stiklan úr EVE Online er uppskrift að gæsahúð! Stiklan ber heitið This is EVE, eða Þetta er EVE, og sýnir frá geimferðalagi nokkurra hópa í Nýju Eden, heimi EVE Online. Raddirnar sem notaðar eru í sýnishorninu eru frá raunverulegum EVE spilurum á meðan þeir voru að spila leikinn. This is EVE Höfundur er Bjarki Þór Jónsson
Eftirfarandi grein er unnin upp úr fyrirlestri sem ég hélt í Háskóla Íslands fyrr í mánuðinum. Efnið var fræðilegar myndasögur og hvernig hægt er að nýta þær til að kenna og miðla upplýsingum. Efnið kom að miklu leyti frá Scott McCloud og bók hans Understanding Comics. Ef efnið vekur áhuga hvet ég eindregið til að næla sér í eitt eintak af bókinni. Þetta er biblía þeirra sem vilja gera myndasögur. Það er oft viðkvæði þeirra sem lesa myndasögur að staðaldri að kvarta undan stöðu miðilsins í nútímasamfélagi. Myndasögur eru því miður oft ekki teknar mjög alvarlega og oft litið svo…
Ástæða heitis nýjasta leiksins í Borderlands seríunni er að hann kemur út eftir Borderlands 2 en atburðirnir í honum eru á undan. Borderlands 2 var (og er) mjög góður leikur en það var greinileg lögð áhersla á að tveir eða fleiri spiluðu. Það ásamt því að maður gat auðveldlega villst og það tók stundum mikinn tíma að komast á milli staða olli því að ég hætti fljótlega að spila hann á sínum tíma (og reyndar fór ég aftur að spila fyrsta leikinn og náði loks platínum þar). Þess vegna kom Borderlands: The Pre-Sequel (PS3) undirrituðum verulega á óvart þar sem…