Ra er uppboðsspil þar sem leikmenn keppast við að skapa sér völd, frægð og frama í Egyptalandi til forna. Spilið er hannað af Reiner Knizia, einni af gömlu kempunum í borðspilabransanum, og kom fyrst út árið 1999, þegar hann var á hátindi ferils síns. Ra er ætlað 2-5 leikmönnum og tekur tæpan klukkutíma að spila. Ra var endurútgefið nýlega og á jafn vel við borðspilaáhugafólk núna og á útgáfudeginum fyrir nítján árum síðan. Uppsetning, reglur og gangur leiksins Uppsetning spilsins er afar einföld. Leikborðið er lagt á milli spilara og íhlutir eru lagðir innan seilingar. Peningaplötum með tölum á milli…