Author: Bjarki Þór Jónsson

Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir, skartgripahönnuður í Aurum, hannaði Hellblade II skartgripi í samstarfi við Xbox og tölvuleikjafyrirtækið Ninja Theory. Skartgripalínan verður fáanleg í takmörkuðu upplagi og inniheldur höfuðstykki sem er innblásið af höfuðfati Senúu, aðalpersónu Hellblade-leikjanna, og hálsmen úr bronsi sem byggir á rún úr Hellblade. [… ] hálsmenið verður gefið út í takmörkuðu upplagi fyrir vinningshafa Hellblade II gjafaleiks Xbox. Höfuðstykkið var sérstaklega hannað fyrir Melina Juergens, leikkonuna sem leikur Senúa í Hellblade-leikjunum, fyrir BAFTA verðlaunahátíðina. Hálsmenið verður gefið út í mjög takmörkuðu upplagi fyrir vinningshafa Hellblade II gjafaleiks Xbox. Skartgripirnir eru smíðaðir á Íslandi, hannaðir af Íslendingi og byggja…

Lesa meira

Tölvuleikurinn Senua’s Saga: Hellblade II kom í verslanir þann 21. maí síðastliðinn og líkt og fram hefur komið í fyrri umfjöllunum okkar þá má finna fjölmargar tengingar í Hellblade II við Ísland, þar á meðal í gegnum íslenska tungumálið, íslenska náttúru – en tengingarnar eru fleiri. Tveir íslenskir leikarar fara með stór hlutverk í Hellblade II, þau Guðmundur Þorvaldsson og Aldís Amah Hamilton. Tveir íslenskir leikarar fara með stór hlutverk í Hellblade II, þau Guðmundur Þorvaldsson og Aldís Amah Hamilton. Andlit leikaranna voru skönnuð og útfærð á stafrænt form og hreyfiföngun (motion capture) notuð til að túlka hreyfingar og viðbrögð…

Lesa meira

Tölvuleikurinn Senua’s Saga: Hellblade II kom í verslanir fyrr í vikunni og hefur leikurinn hlotið góða dóma – til dæmis gaf Steinar hér hjá Nörd Norðursins leiknum fjórar stjörnur af fimm mögulegum. … í framhaldi þess ákveðið að sögusvið leiksins yrði Ísland á 10. öld, stuttu eftir að landnámsmenn settust hér að. Tameem Antoniades, einn af stofnendum fyrirtækisins Ninja Theory sem bjó til leikinn, sagðist hafa fengið hugmyndina að leiknum í kjölfar heimsóknar sinnar til Íslands og í framhaldinu var ákveðið að sögusvið leiksins yrði Ísland á 10. öld, stuttu eftir að landnámsmenn settust hér að. Til að gera umhverfið…

Lesa meira

Fyrr í vikunni var tölvuleikurinn Senua’s Saga: Hellblade II frá tölvuleikjafyrirtækinu Ninja Theory gefinn út á PC og Xbox Series leikjatölvurnar. Leikurinn er framhald af Hellblade: Senua’s Sacrifice frá árinu 2017 sem hlaut lof gagnrýnenda og tölvuleikjspilara. Þess má geta að þá hefur Nörd Norðursins birt gagnrýni á báðum leikjum; Hellblade: Senua’s Sacrifice og Senua’s Saga: Hellblade II. Hellblade II er með margar sterkar tengingar við Ísland. Sterkasta og augljósasta tengingin er sögusvið leiksins sem er Ísland á 10. öld, en auk þess eru íslenskir leikarar sem fara með aðalhlutverk í leiknum og saga leiksins er innblásinn að hluta til…

Lesa meira

Tölvuleikurinn Starborne Frontiers frá íslenska tölvuleikjafyrirtækinu Solid Clouds er tilnefndur til verðlauna á Nordic Game verðlaunarhátíðinni. Leikurinn er tilnefndur í flokknum besti norræni leikurinn á litlum skjá (Nordic Game of the Year – Small Screen) og keppir við leikina Rytmos frá Floppy Club, Vampire the Masquerade Justice frá Fast Travel Games, Super Adventure Hand frá Devm Games og Demeo Battles frá Resolution Games. Starborne Frontiers er eini leikurinn frá íslensku leikjafyrirtæki sem tilnefndur er til verðlauna í ár en tilnefndir leikir sýna brot af því besta úr leikjaiðnaðinum á Norðurlöndunum […] Starborne Frontiers er eini leikurinn frá íslensku leikjafyrirtæki sem…

Lesa meira

TÍK, Tölvuleikjasamfélag íslenzkra kvenna, heldur fræðslukvöld í kvöld í samstarfi Vodafone og Arena um konur í tækni og tölvuleikjum. Rætt verður um stelpur í rafíþróttir, ímynd á stelpum sem spila tölvuleiki, kynjamisrétti í rafíþróttum og þær áskoranir sem bíða kvenna í tækni- og leikjaiðnaðinum. Meðal fyrirlesarar eru þær Eva Margrét, formaður Rafíþróttasambands Íslands, Melína Kolka, stofnandi TÍK og Helga Sóllilja, hljóðhönnuður hjá Myrkur Games. Öllum er velkomið að mæta og verður frír spilatími fyrir þá fyrstu sem mæta ásamt gjafapokum með vörum frá TÍK, IDÉ House of Brands og Vodafone. Gleðistund (happy hour) hefst kl. 17 og verður út kvöldið.…

Lesa meira

Í seinustu viku sögðum við frá því að sýnishorn úr tölvuleiknum Island of Winds frá íslenska leikjafyrirtækinu Parity Games hefði verið sýnt á stórri Xbox leikjakynningu. Fleiri fréttir berast af leiknum þar sem Island of Winds er einn af hundruðum tölvuleikja sem bjóða nú upp á demó á Steam Nest Fest leikjakynningunni sem hófst í dag. Steam Nest Fest stendur yfir á Steam leikjaveitunni dagana 19.-26. júní og hefur það markmið að kynna væntanlega tölvuleiki fyrir spilurum. Samkvæmt viðtali Parity við Xbox Wire þá er Island of Winds um þessar mundir í lokuðum beta-prófunum og segir stutt sé í að…

Lesa meira

Undanfarin ár hefur íslenska tölvuleikjafyrirtækið Parity unnið að gerð ævintýra- og þrautaleiksins Island of Winds sem sækir innblástur meðal annars til íslenskrar náttúru og þjóðsagna. Fyrr í vikunni var sýnishorn úr leiknum sýnt á Xbox Games Showcase Extended leikjakynningunni (01:20:00) þar sem Island of Winds er einn þeirra leikja sem tengist Xbox Developer Acceleration Program en markmið Xbox Developer Acceleration Program er að auka samstarf og samvinnu við minni leikjafyrirtæki og framleiðslu indíleikja. Parity lýsir Island of Winds með eftirfarandi hætti í viðtali við Xbox Wire: „Island of Winds er ævintýra- og þrautaleikur sem gerist í töfrandi opnum heimi sem…

Lesa meira

Í gær tilkynnti íslenska tölvuleikjafyrirtækið 1939 Games að kortspilaleikurinn þeirra KARDS væri nú aðgengilegur í gegnum Google Play og App Store. Í leiknum berjast spilarar gegn öðrum spilurum með því að nota kortaspil sem vísa í seinni heimsstyrjöldina. Spilarar skiptast á að setja út kortaspil sem hafa ýmis konar áhrif á gang leiksins. KARDS var upphaflega gefinn út árið 2019 á PC og er nú einnig hægt að spila leikinn í símum. Leikurinn er ókeypis og hefur verið keppt í honum í rafíþróttum. Í leiknum getur spilarinn valið á milli þess að kaupa aukaspil í stokkinn sinn með raunverulegum peningum…

Lesa meira

Apple kynnti nýjan búnað í gær á hinni árlegu WWDC ráðstefnu fyrirtækisins. Búnaðurinn er fyrir blandaðan veruleika (MR, einnig kallað Spatial Computing) og ber nafnið Vision Pro. Það má segja að blandaður veruleiki sé einskonar framhald af þeirri þróun sem hefur átt sér stað undanfarin ár á sviði sýndarveruleika (VR) og gagnaukins veruleika (AR) þar sem blandaður veruleiki býður upp á að blanda hinum raunverulega heimi við þann stafræna. Þannig getur notandinn sem dæmi sest niður og sett upp stafræna vinnuaðstöðu (skjái, öpp og fleira) án þess að loka sig frá umhverfinu í kringum sig, líkt og sýndarveruleiki yfirleitt gerir.…

Lesa meira