Game Makers Iceland (GMI), grasrótarhreyfing innan tölvuleikjasamfélagsins á Íslandi, heldur tólf daga leikjadjamm (eða Game Jam eins og það heitir á ensku) sem hefst í dag kl. 13:00. Á leikjadjammi keppir áhuga- og fagfólk á sviði leikjahönnunar og tölvuleikjagerðar um að búa til nýja leiki á stuttum tíma og þá gjarnan út frá ákveðnum reglum eða þema. Þemað verður tilkynnt síðar í dag. Leikjadjammið hefst kl. 13:00 laugardaginn 15. júní og lýkur miðvikudaginn 26. júní. Leikjadjammið hefst kl. 13:00 laugardaginn 15. júní og lýkur miðvikudaginn 26. júní. Leikjadjömm standa oft yfir í mjög skamman tíma, þá ekki er óalgengt að…
Author: Bjarki Þór Jónsson
Leikjafyrirtækið Ghosts vinnur að nýjum, hraðfleygum kappakstursleik sem kallast Phantom Spark og er væntanlegur á PC, Xbox, PlayStation og Switch síðar á þessu ári. Leikjafyrirtækið Ghosts vinnur að nýjum, hraðfleygum kappakstursleik sem kallast Phantom Spark og er væntanlegur á PC, Xbox, PlayStation og Switch síðar á þessu ári. Hægt er að prófa ókeypis sýnishorn af leiknum á Steam Next Fest, viðburður sem fagnar væntanlegum leikjaútgáfum og gefur fólki tækifæri á að prófa leiki áður en þeir eru gefnir út. Sýnishornið er hægt að spila á PC og Mac. Leikurinn hefur verið þýddur á 11 tungumál, þar á meðal íslensku. Ghosts…
Þar sem um ákveðin tímamót eru að ræða fyrir Íslendinga þótti okkur við hæfi að taka upp gegnumspilun (playthrough) á Hellblade II með íslenskum texta. Hellblade II er fyrsti stórleikurinn sem inniheldur ítarlega staðaraðlögun (localisation) fyrir Ísland. Aðlögunin felst í því að Ninja Theory, fyrirtækið á bakvið Hellblade leikina, bætti við íslenskri textaþýðingu á sögu leiksins og auk þess er notendaviðmót leiksins aðgengilegt á íslensku. Þar sem um ákveðin tímamót eru að ræða fyrir Íslendinga þótti okkur við hæfi að taka upp gegnumspilun (playthrough) á Hellblade II með íslenskum texta. Þannig geta allir notið leiksins, sama hvort þau ætli að…
Að þessu sinni spurðum við forsetaframbjóðendur út í tölvuleikjaspilun þeirra […] Nörd Norðursins hefur undanfarnar forsetakosningar fengið að kynnast „nördahlið“ forsetaframbjóðenda. Til dæmis spurðum við forsetaframbjóðendur árið 2012 að því hvernig móttökur Svarthöfði fengi á Bessastöðum ef þau yrðu kosin og árið 2016 spurðum við um viðbrögð þeirra ef geimverur myndu mæta óvænt til Íslands. Að þessu sinni spurðum við forsetaframbjóðendur út í tölvuleikjaspilun þeirra og hvaða leikir eru helst í uppáhaldi hjá þeim. Hér koma svör þeirra frambjóðenda sem svöruðu spurningunum okkar: Spilar þú tölvuleiki – ef svo er hverskonar tölvuleiki spilar þú helst? Jón: Strategíska leiki eins og…
Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir, skartgripahönnuður í Aurum, hannaði Hellblade II skartgripi í samstarfi við Xbox og tölvuleikjafyrirtækið Ninja Theory. Skartgripalínan verður fáanleg í takmörkuðu upplagi og inniheldur höfuðstykki sem er innblásið af höfuðfati Senúu, aðalpersónu Hellblade-leikjanna, og hálsmen úr bronsi sem byggir á rún úr Hellblade. [… ] hálsmenið verður gefið út í takmörkuðu upplagi fyrir vinningshafa Hellblade II gjafaleiks Xbox. Höfuðstykkið var sérstaklega hannað fyrir Melina Juergens, leikkonuna sem leikur Senúa í Hellblade-leikjunum, fyrir BAFTA verðlaunahátíðina. Hálsmenið verður gefið út í mjög takmörkuðu upplagi fyrir vinningshafa Hellblade II gjafaleiks Xbox. Skartgripirnir eru smíðaðir á Íslandi, hannaðir af Íslendingi og byggja…
Tölvuleikurinn Senua’s Saga: Hellblade II kom í verslanir þann 21. maí síðastliðinn og líkt og fram hefur komið í fyrri umfjöllunum okkar þá má finna fjölmargar tengingar í Hellblade II við Ísland, þar á meðal í gegnum íslenska tungumálið, íslenska náttúru – en tengingarnar eru fleiri. Tveir íslenskir leikarar fara með stór hlutverk í Hellblade II, þau Guðmundur Þorvaldsson og Aldís Amah Hamilton. Tveir íslenskir leikarar fara með stór hlutverk í Hellblade II, þau Guðmundur Þorvaldsson og Aldís Amah Hamilton. Andlit leikaranna voru skönnuð og útfærð á stafrænt form og hreyfiföngun (motion capture) notuð til að túlka hreyfingar og viðbrögð…
Tölvuleikurinn Senua’s Saga: Hellblade II kom í verslanir fyrr í vikunni og hefur leikurinn hlotið góða dóma – til dæmis gaf Steinar hér hjá Nörd Norðursins leiknum fjórar stjörnur af fimm mögulegum. … í framhaldi þess ákveðið að sögusvið leiksins yrði Ísland á 10. öld, stuttu eftir að landnámsmenn settust hér að. Tameem Antoniades, einn af stofnendum fyrirtækisins Ninja Theory sem bjó til leikinn, sagðist hafa fengið hugmyndina að leiknum í kjölfar heimsóknar sinnar til Íslands og í framhaldinu var ákveðið að sögusvið leiksins yrði Ísland á 10. öld, stuttu eftir að landnámsmenn settust hér að. Til að gera umhverfið…
Fyrr í vikunni var tölvuleikurinn Senua’s Saga: Hellblade II frá tölvuleikjafyrirtækinu Ninja Theory gefinn út á PC og Xbox Series leikjatölvurnar. Leikurinn er framhald af Hellblade: Senua’s Sacrifice frá árinu 2017 sem hlaut lof gagnrýnenda og tölvuleikjspilara. Þess má geta að þá hefur Nörd Norðursins birt gagnrýni á báðum leikjum; Hellblade: Senua’s Sacrifice og Senua’s Saga: Hellblade II. Hellblade II er með margar sterkar tengingar við Ísland. Sterkasta og augljósasta tengingin er sögusvið leiksins sem er Ísland á 10. öld, en auk þess eru íslenskir leikarar sem fara með aðalhlutverk í leiknum og saga leiksins er innblásinn að hluta til…
Tölvuleikurinn Starborne Frontiers frá íslenska tölvuleikjafyrirtækinu Solid Clouds er tilnefndur til verðlauna á Nordic Game verðlaunarhátíðinni. Leikurinn er tilnefndur í flokknum besti norræni leikurinn á litlum skjá (Nordic Game of the Year – Small Screen) og keppir við leikina Rytmos frá Floppy Club, Vampire the Masquerade Justice frá Fast Travel Games, Super Adventure Hand frá Devm Games og Demeo Battles frá Resolution Games. Starborne Frontiers er eini leikurinn frá íslensku leikjafyrirtæki sem tilnefndur er til verðlauna í ár en tilnefndir leikir sýna brot af því besta úr leikjaiðnaðinum á Norðurlöndunum […] Starborne Frontiers er eini leikurinn frá íslensku leikjafyrirtæki sem…
TÍK, Tölvuleikjasamfélag íslenzkra kvenna, heldur fræðslukvöld í kvöld í samstarfi Vodafone og Arena um konur í tækni og tölvuleikjum. Rætt verður um stelpur í rafíþróttir, ímynd á stelpum sem spila tölvuleiki, kynjamisrétti í rafíþróttum og þær áskoranir sem bíða kvenna í tækni- og leikjaiðnaðinum. Meðal fyrirlesarar eru þær Eva Margrét, formaður Rafíþróttasambands Íslands, Melína Kolka, stofnandi TÍK og Helga Sóllilja, hljóðhönnuður hjá Myrkur Games. Öllum er velkomið að mæta og verður frír spilatími fyrir þá fyrstu sem mæta ásamt gjafapokum með vörum frá TÍK, IDÉ House of Brands og Vodafone. Gleðistund (happy hour) hefst kl. 17 og verður út kvöldið.…