Tölvuleikurinn Starborne Frontiers frá íslenska tölvuleikjafyrirtækinu Solid Clouds er tilnefndur til verðlauna á Nordic Game verðlaunarhátíðinni. Leikurinn er tilnefndur í flokknum besti norræni leikurinn á litlum skjá (Nordic Game of the Year – Small Screen) og keppir við leikina Rytmos frá Floppy Club, Vampire the Masquerade Justice frá Fast Travel Games, Super Adventure Hand frá Devm Games og Demeo Battles frá Resolution Games. Starborne Frontiers er eini leikurinn frá íslensku leikjafyrirtæki sem tilnefndur er til verðlauna í ár en tilnefndir leikir sýna brot af því besta úr leikjaiðnaðinum á Norðurlöndunum […] Starborne Frontiers er eini leikurinn frá íslensku leikjafyrirtæki sem…
Author: Bjarki Þór Jónsson
TÍK, Tölvuleikjasamfélag íslenzkra kvenna, heldur fræðslukvöld í kvöld í samstarfi Vodafone og Arena um konur í tækni og tölvuleikjum. Rætt verður um stelpur í rafíþróttir, ímynd á stelpum sem spila tölvuleiki, kynjamisrétti í rafíþróttum og þær áskoranir sem bíða kvenna í tækni- og leikjaiðnaðinum. Meðal fyrirlesarar eru þær Eva Margrét, formaður Rafíþróttasambands Íslands, Melína Kolka, stofnandi TÍK og Helga Sóllilja, hljóðhönnuður hjá Myrkur Games. Öllum er velkomið að mæta og verður frír spilatími fyrir þá fyrstu sem mæta ásamt gjafapokum með vörum frá TÍK, IDÉ House of Brands og Vodafone. Gleðistund (happy hour) hefst kl. 17 og verður út kvöldið.…
Í seinustu viku sögðum við frá því að sýnishorn úr tölvuleiknum Island of Winds frá íslenska leikjafyrirtækinu Parity Games hefði verið sýnt á stórri Xbox leikjakynningu. Fleiri fréttir berast af leiknum þar sem Island of Winds er einn af hundruðum tölvuleikja sem bjóða nú upp á demó á Steam Nest Fest leikjakynningunni sem hófst í dag. Steam Nest Fest stendur yfir á Steam leikjaveitunni dagana 19.-26. júní og hefur það markmið að kynna væntanlega tölvuleiki fyrir spilurum. Samkvæmt viðtali Parity við Xbox Wire þá er Island of Winds um þessar mundir í lokuðum beta-prófunum og segir stutt sé í að…
Undanfarin ár hefur íslenska tölvuleikjafyrirtækið Parity unnið að gerð ævintýra- og þrautaleiksins Island of Winds sem sækir innblástur meðal annars til íslenskrar náttúru og þjóðsagna. Fyrr í vikunni var sýnishorn úr leiknum sýnt á Xbox Games Showcase Extended leikjakynningunni (01:20:00) þar sem Island of Winds er einn þeirra leikja sem tengist Xbox Developer Acceleration Program en markmið Xbox Developer Acceleration Program er að auka samstarf og samvinnu við minni leikjafyrirtæki og framleiðslu indíleikja. Parity lýsir Island of Winds með eftirfarandi hætti í viðtali við Xbox Wire: „Island of Winds er ævintýra- og þrautaleikur sem gerist í töfrandi opnum heimi sem…
Í gær tilkynnti íslenska tölvuleikjafyrirtækið 1939 Games að kortspilaleikurinn þeirra KARDS væri nú aðgengilegur í gegnum Google Play og App Store. Í leiknum berjast spilarar gegn öðrum spilurum með því að nota kortaspil sem vísa í seinni heimsstyrjöldina. Spilarar skiptast á að setja út kortaspil sem hafa ýmis konar áhrif á gang leiksins. KARDS var upphaflega gefinn út árið 2019 á PC og er nú einnig hægt að spila leikinn í símum. Leikurinn er ókeypis og hefur verið keppt í honum í rafíþróttum. Í leiknum getur spilarinn valið á milli þess að kaupa aukaspil í stokkinn sinn með raunverulegum peningum…
Apple kynnti nýjan búnað í gær á hinni árlegu WWDC ráðstefnu fyrirtækisins. Búnaðurinn er fyrir blandaðan veruleika (MR, einnig kallað Spatial Computing) og ber nafnið Vision Pro. Það má segja að blandaður veruleiki sé einskonar framhald af þeirri þróun sem hefur átt sér stað undanfarin ár á sviði sýndarveruleika (VR) og gagnaukins veruleika (AR) þar sem blandaður veruleiki býður upp á að blanda hinum raunverulega heimi við þann stafræna. Þannig getur notandinn sem dæmi sest niður og sett upp stafræna vinnuaðstöðu (skjái, öpp og fleira) án þess að loka sig frá umhverfinu í kringum sig, líkt og sýndarveruleiki yfirleitt gerir.…
Klassíska parið af Joy-Con fjarstýringunum sem fylgir hefðbundnu útgáfunni af Nintendo Switch leikjatölvunni samanstendur af einni rauðri og einni blárri fjarstýringu. Hægt er að kaupa fjarstýringarnar í öðrum litum sem sækja gjarnan innblástur úr þemu tölvuleikja eða mismunandi litasamsetningum. Nintendo tilkynnti fyrir stuttu að ný litasamsetning væri væntanleg á Joy-Con fjarstýringarnar nú í sumar. Nýja útlitið samanstendur af tveim pörum, eða alls fjórum fjarstýringum, í mismunandi pastel litum. Fyrri pakkinn inniheldur eina pastel bleika vinstri fjarstýringu og aðra pastel gula hægri fjarstýringu. Seinni pakkinn inniheldur pastel fjólubláa vinstri fjarstýringu og pastel græna hægri fjarstýringu. Pastel útgáfurnar eru væntanlegar í verslanir…
Hin árlega tölvuleikjaráðstefna Nordic Game Conference er nýlokin en hún var haldin dagana 23. – 26. maí í Malmö, Svíþjóð. Á ráðstefnunni koma að venju saman fjölmargir sérfræðingar og reynsluboltar úr leikjabransanum og í ár mátti meðal annars finna fyrirlestra frá starfsfólki Devolver Digital, EA DICE, CCP Games og Guerilla Games ásamt fleirum. Einn af hápunktum hátíðarinnar eru norrænu leikjaverðlaunin, Nordic Game Awards, þar sem norrænir tölvuleikir eru sérstaklega verðlaunaðir. Einn af hápunktum hátíðarinnar eru norrænu leikjaverðlaunin, Nordic Game Awards, þar sem norrænir tölvuleikir eru sérstaklega verðlaunaðir. Sigurvegari kvöldsins var tölvuleikurinn Skábma – Snowfall sem er tölvuleikur sem sækir innblástur…
The Last of Us leikirnir tveir hafa notið mikilla vinsælda og hlotið lof margra spilara í gegnum árin. Fyrri leikurinn kom út árið 2013 á PlayStation 3 leikjatölvuna og sá seinni, The Last of Us Part II, var gefinn út árið 2020 á PlayStation 5. Leikirnir bjóða upp á sterkan söguþráð, vel skapaðar og áhugaverðar persónur, vandaðan leikjaheim og á heildina litið ógleymanlega upplifun. Í seinasta mánuði kom út endurgerð af fyrri leiknum og ber leikurinn heitið The Last of Us Part I. Um er að ræða sama klassíska leik og kom út árið 2013 nema búið er að endurgera…
Gzero, eða Ground Zero, var stofnað árið 2002 og hefur undanfarna tvo áratugi boðið upp á aðstöðu til að spila tölvuleiki. Fyrr á árinu var rekstur fyrirtækisins auglýstur og um seinustu mánaðarmót birti Gzero tilkynninu þar sem fram kom að starfseminni yrði hætt og tölvubúnaður þeirra væri til sölu. Seinasta kvöldið á Gzero verður í kvöld, laugardaginn 29. október. Við hvetjum alla spilara sem eiga góðar minnigar frá Gzero að taka sinn lokaleik og kveðja staðinn og þakka fyrir árin. Óhætt er að fullyrða að Gzero hafi haft mótandi áhrif á íslenska tölvuleikjasamfélagið og upphafsár rafíþrótta á Íslandi. Tölvuleikjasetrið Arena…