Íslenska leikjafyrirtækið Myrkur Games birti nýtt sýnshorn úr Echoes of the End á Future Games Show leikjasýningunni sem fór fram fyrr í kvöld. Um er að ræða nýjan þriðju persónu hasar- og ævintýraleik þar sem þau Aldís Amah Hamilton og Karl Ágúst Úlfsson fara með aðalhlutverk. Leikurinn hefur verið í þróun í tæpan áratug og er knúinn áfram af Unreal Engine 5 leikjavélinni. Tilfinningaþrungin saga full af göldrum Leikurinn býður upp á tilfinningaþrungna sögu að sögn leikjahönnuða þar sem við fylgjum aðalpersónunum Ryn (Aldís Amah) og Abram Finlay (Karl Ágúst) í gegnum ævintýri þeirra. Þess má geta að Aldís fór…
Author: Bjarki Þór Jónsson
Síðastliðinn fimmtudag var útgáfudagur Switch 2, nýjustu leikjatölvu Nintendo. Ormsson er með umboðið fyrir Nintendo á Íslandi og bauð íslenskum spilurum upp á forsölu og sérstaka miðnæturopnun þar sem kaupendur Switch 2 gátu sótt nýju tölvuna um leið og útgáfudagur hófst. Góðar viðtökur á Íslandi Við hjá Ormsson héldum miðnæturopnun fyrir alla sem höfðu forpantað Nintendo Switch 2 og það var algjör stemning. Fólk fór að mæta löngu fyrir opnun og þegar klukkan var korter í var komin röð sem teygði sig fyrir horn. Guðmundur Snorri Sigurðarson, vörustjóri hjá Ormsson, segir að móttökurnar hér á landi hafi verið mjög góðar.…
Íslenska leikjafyrirtækið Myrkur Games verður á Future Games Show leikjasýningunni sem fer fram laugardaginn 7. júní kl. 20:00. Á Facebook-síðu Myrkur Games kemur fram að á leikjasýningunni verði fyrirtækið með spennandi fréttir handa áhorfendum. Þess má geta að þá hefur Myrkur Games unnið að gerð ævintýraleiksins Echoes of the End undanfarin ár sem er þeirra fyrsti leikur. Hægt verður að fylgjast með Future Games Show í beinni útsendingu á Twitch og YouTube.https://www.futuregamesshow.com
ASSASSIN’S CREED SHADOWS streymi verður á Twitch-rás Nörd Norðursins í kvöld! Sveinn mun streyma og auk þess munum við birta leikjarýni á leiknum síðar í dag og gefa út nýjan þátt af Leikjavarpinu þar sem fjallað er um leikinn! – Þvílík veisla! http://twitch.tv/nordnordursins kl. 20:00
Kingdom Come: Deliverance II er söguríkur fyrstu persónu miðaldarhermir og hlutverka- og ævintýraleikur (ég veit, svakalega ítarlegur leikjaflokkur!) frá tékkneska leikjafyrirtækinu Warhorse Studios. Leikurinn er beint framhald af fyrri leiknum frá árinu 2018 og sést vel að Warhorse Studios hafa vandað vel til verka við gerð nýja leiksins. Þetta hófst allt með skilaboðum… Henry er aðalsöguhetja leiksins og jafnframt vinur og fylgisveinn lávarðsins af Pirkstein. Leikurinn hefst á því að lávarðurinn af Pirkstein ásamt Henry og fylgdarliði ferðast á milli svæða í Bóhemíu (núverandi Tékklandi) á 15. öld með mikilvæg skilaboð – en leiðangurinn endar ekki eins vel og þeir…
Tölvuleikjahátíðin og ráðstefnan EVE Fanfest fer fram dagana 1.-3. maí í Hörpu. Tölvuleikjahátíðin og ráðstefnan EVE Fanfest fer fram dagana 1.-3. maí í Hörpu. Líkt og fyrri ár verður lögð áhersla á EVE Online fjölspilunarleikinn sem CCP gaf út árið 2003 og hefur verið í stöðugri þróun síðan þá. Á EVE Fanfest fá spilarar einnig einstakt tækifæri til að ræða beint við leikjahönnuði og annað starfsfólk CCP um EVE Online og mögulega aðra leiki fyrirtæksins. Þó svo að áhersla sé lögð á EVE Online geta allir sem hafa áhuga á tölvuleikjum eða leikjabransanum yfirleitt fundið eitthvað við sitt hæfi. Einnig…
Mario-dagurinn verður haldinn hátíðlegur á Mario Con 2025 sem mun fara fram í Next Level Gaming í Egilshöll dagana 10.-16. mars. Mario-dagurinn verður haldinn hátíðlegur á Mario Con 2025 sem mun fara fram í Next Level Gaming í Egilshöll dagana 10.-16. mars. Fjölbreytt dagskrá verður í boði þar sem meðal annars verður keppt í Mario Kart, boðið upp á Mario spurningarkeppni, bingó og Mario djasstónleika. Dagskrána í heild sinni má finna hér fyrir neðan en nauðsynlegt er að skrá sig á mót og valda viðburði hér: https://www.nlg.is/gjafabr%C3%A9f Mánudagur 10. mars – MAR10 Day16:00 – 19:001 klst. á Nintendo – 1.000…
Rafíþróttamiðstöðin Arena býður konum að spila frítt að tilefni konudagsins. Arena er með öfluga aðstöðu með 100 Alienware tölvur og 11 PlayStation leikjatölvur. Á staðnum er hægt að fá beint aðgengi að leikjum á borð við Minecraft, Fortnite, Counter-Strike, Rocket League, FC og fleiri vinsælum leikjum. Fyrir ítarlegri upplýsingar er hægt að skoða heimasíðu Arena, lesa fréttagrein Nörd Norðursins um opnun Arena frá árinu 2021 eða hlusta á þátt 27 af Leikjavarpinu – Hlaðvarpsþætti Nörd Norðursins frá saman ári. Nörd Norðursins óskar öllum gleðilegs konudags! Mynd: Arena Gaming á Facebook
Leikurinn Out of the Loop frá íslenska leikjafyrirtækinu Tasty Rook hefur fengið uppfærslu sem inniheldur meira efni. Out of the Loop er einfaldur en skemmtilegur partýleikur fyrir 3-9 spilara. Leikurinn styður íslenskt tungumál og tekur hver umferð aðeins um 10 mínútur. Nýjasta uppfærslan inniheldur fjóra nýja flokka: Störf (jobs), hræðilegar gjafir (terrible gifts), leikföng (toys) og tónlistarflokkar (music genres). Out of the Loop spilast þannig að allir leikmenn nema einn fá að vita leyniorð í upphafi. Allir leikmenn svara svo einföldum spurningum sem tengjast leyniorðinu og reyna leikmenn þannig að átta sig á því hver það er sem er út…
Yfirlit yfir sýnishorn úr væntanlegum tölvuleikjum sem kynntir voru á The Game Awards 2024. Í nýjasta þætti Leikjvarpsins rýna þeir Daníel Rósinkrans, Sveinn Aðalsteinn og Bjarki Þór í stiklurnar hér fyrir neðan ásamt því að fara yfir aðra hápunkta úr The Game Awards. Væntanlegur sæfæ-leikur frá Naughty Dog Næsti leikurinn í Witcher-seríunni Nýr leikur frá þeim sem gerðu Shadow of Colossus Elden Ring með fjölspilun Nýr samvinnuleikur frá höfundi It Takes Two The Outer Worlds II Borderlands 4 Mynd: Samsett (Intergalactic, The Witcher 4 og genDESIGN)