Author: Bjarki Þór Jónsson

Myrkur Games hefur gefið út endurbætta útgáfu af tölvuleiknum Echoes of the End. Uppfærslan er það stór að mati þeirra hjá Myrkur Games að ekki dugar að kalla þetta hefðbundna uppfærslu. Nýja útgáfan ber heitið Echoes of the End: Enhanced Edition og inniheldur meðal annars nýtt erfiðleikastig, nýjan klæðnað á Ryn (aðalpersónu leiksins), breytingar á hreyfingu og stjórnun auk þess sem grafíkin í leiknum og hæfileikjatré hafa fengið uppfærslu. Echoes of the End: Enhanced Edition fylgir sjálfkrafa frítt með eldri útgáfum leiksins. Echoes of the End: Enhanced Edition fylgir sjálfkrafa frítt með eldri útgáfum leiksins. Halldór Snær Kristjánsson, framkvæmdastjóri og…

Lesa meira

Grasrótarsamtökin Game Makers Iceland kynna Reykjavík Game Summit, málþing sem er ætlað fagfólki úr leikjabransanum. Þétt dagskrá verður í boði á málþinginu sem er sett saman með leikjahönnuði og öðru skapandi fólki úr leikjaiðnaðinum í huga. Sérfræðingar á sviði tölvuleikja munu deila þekkingu sinni og opna á umræður og samtal milli sérfræðinga. Meðal þeirra sem taka til máls eru Greg Hennessey leikjahönnuður hjá CCP Games, Steingerður Lóa Gunnarsdóttir leikjahönnuður og kennari, Johan Pilestedt hugmyndastjóri hjá Arrowhead Game Studios, Sigurlína Ingvarsdóttir stofnandi Behold Ventures, Ari Arnbjörnsson hjá Epic Games, Harry Krueger hugmyndastjóri og Kim Cosmo Ström sjálfstætt starfandi leikjahönnuður. Hægt er…

Lesa meira

Ókeypis prófanir verða á EVE Vanguard þar sem hverju og einum verður boðið upp á að upplifa einstaka spennu og frábæra skotleikjaupplifun. Starfsmenn CCP Games verða á staðnum og taka þátt í fjörinu. Tölvuleikjafyrirtækið CCP Games í samstarfi við GameTíví, Nörd Norðursins og Leikjaspjallið býður spilurum upp á prófa EVE Vanguard, nýjan skotleik sem er í þróun hjá CCP Games. CCP Games eru hvað þekktastir fyrir fjölspilunarleikinn EVE Online og EVE Fanfest hátíðina sem er stærsti tölvuleikjaviðburðurinn sem haldinn er á Íslandi ár hvert. Ókeypis prófanir verða á EVE Vanguard þar sem hverju og einum verður boðið upp á að…

Lesa meira

Í seinustu viku kom hasar- og ævintýraleikurinn Echoes of the End út á Steam, PlayStation 5 og Xbox Series S|X. Leikurinn er frumraun íslenska leikjafyrirtækinsins Myrkur Games og skilgreinist sem AA-leikur í stærð og umfangi. Leikurinn býður upp á áhugaverða mixtúru þar sem hasar, þrautum, bardögum og áhugaverðum persónum er blandað saman, eitthvað sem minnir á gott Dungeons and Dragons ævintýri. Eitt af því mörgu sem gerir leikinn áhugaverðan og eftirminnilegan er Aema – ævintýraheimurinn í Echoes of the End. Þar má finna landslag sem minnir á íslenska sveitasælu, vígaleg fjöll, jökla, stuðlaberg, eldfjall og grípandi útsýni. Þess má geta…

Lesa meira

Echoes of the End frá íslenska leikjafyrirtækinu Myrkur Games kom út kl. 15:00 í dag á PlayStation 5, Xbox Series S|X og PC. Um er að ræða fyrsta leik Myrkur Games sem hefur verið í þróun í yfir áratug. Nörd Norðursins fékk að sjá sýnishorn úr leiknum fyrir útgáfu og lýstum við leiknum sem „metnaðarfullum ævintýraleik“ í nýlegri frétt. Echoes of the End frá íslenska leikjafyrirtækinu Myrkur Games kom út kl. 15:00 í dag á PlayStation 5, Xbox Series S|X og PC. Í fréttatilkynningu frá Myrkur Games sem send var út í dag er leiknum lýst sem „hasar- og ævintýraleik…

Lesa meira

Myrkur Games birti nýtt myndband á YouTube-rás sinni í kjölfar kynningar á hasar- og ævintýraleiknum Echoes at the End á Future Game Show leikjakynningunni. Í myndbandinu er farið yfir hvernig Kirkjufell og Sólheimajökull voru þrívíddarskönnuð með aðstoð drónamyndavéla og hvernig þrívíddarmyndunum var bætt við leikjaheim Echoes at the End. Þess má geta á gerist leikurinn gerist í ævintýraheiminum Aema sem Myrkur Games skapaði og sækir vænan innblástur í íslenskt landslag. Kirkjufell er einstakt í útliti og vinsæll ferðamannastaður. Fjallað hefur ekki aðeins náð frægð í gegnum íslenskum náttúrumyndum og póstkortum heldur hefur fjallið einnig birst í Game of Thrones sjónvarpsþáttunum…

Lesa meira

Íslenska leikjafyrirtækið Myrkur Games birti nýtt sýnshorn úr Echoes of the End á Future Games Show leikjasýningunni sem fór fram fyrr í kvöld. Um er að ræða nýjan þriðju persónu hasar- og ævintýraleik þar sem þau Aldís Amah Hamilton og Karl Ágúst Úlfsson fara með aðalhlutverk. Leikurinn hefur verið í þróun í tæpan áratug og er knúinn áfram af Unreal Engine 5 leikjavélinni. Tilfinningaþrungin saga full af göldrum Leikurinn býður upp á tilfinningaþrungna sögu að sögn leikjahönnuða þar sem við fylgjum aðalpersónunum Ryn (Aldís Amah) og Abram Finlay (Karl Ágúst) í gegnum ævintýri þeirra. Þess má geta að Aldís fór…

Lesa meira

Síðastliðinn fimmtudag var útgáfudagur Switch 2, nýjustu leikjatölvu Nintendo. Ormsson er með umboðið fyrir Nintendo á Íslandi og bauð íslenskum spilurum upp á forsölu og sérstaka miðnæturopnun þar sem kaupendur Switch 2 gátu sótt nýju tölvuna um leið og útgáfudagur hófst. Góðar viðtökur á Íslandi Við hjá Ormsson héldum miðnæturopnun fyrir alla sem höfðu forpantað Nintendo Switch 2 og það var algjör stemning. Fólk fór að mæta löngu fyrir opnun og þegar klukkan var korter í var komin röð sem teygði sig fyrir horn. Guðmundur Snorri Sigurðarson, vörustjóri hjá Ormsson, segir að móttökurnar hér á landi hafi verið mjög góðar.…

Lesa meira

Íslenska leikjafyrirtækið Myrkur Games verður á Future Games Show leikjasýningunni sem fer fram laugardaginn 7. júní kl. 20:00. Á Facebook-síðu Myrkur Games kemur fram að á leikjasýningunni verði fyrirtækið með spennandi fréttir handa áhorfendum. Þess má geta að þá hefur Myrkur Games unnið að gerð ævintýraleiksins Echoes of the End undanfarin ár sem er þeirra fyrsti leikur. Hægt verður að fylgjast með Future Games Show í beinni útsendingu á Twitch og YouTube.https://www.futuregamesshow.com

Lesa meira

ASSASSIN’S CREED SHADOWS streymi verður á Twitch-rás Nörd Norðursins í kvöld! Sveinn mun streyma og auk þess munum við birta leikjarýni á leiknum síðar í dag og gefa út nýjan þátt af Leikjavarpinu þar sem fjallað er um leikinn! – Þvílík veisla! http://twitch.tv/nordnordursins kl. 20:00

Lesa meira