Author: Bjarki Þór Jónsson

The Game Awards, ein stærsta tölvuleikjaverðlaunahátíð heims, mun fara fram í Los Angeles í Bandaríkjunum fimmtudaginn 11. desember. Á The Game Awards eru fjöldi tölvuleikja verðlaunaðir fyrir að hafa staðið upp úr þegar litið er til frumleika, gæði, hönnunar, aðgengi og fleirri þátta. Rætt var um tilnefningarnar í ár í 63. þætti Leikjavarpsins. Þar var meðal annars bent á hve margar tilnefningar AA-leikir og indíleikir fá. Í aðalflokknum Leikur ársins (Game of the Year) eru aðeins tveir stórleikir (AAA) af þeim sex leikjum sem tilnefndir eru. Tveir til viðbótar flokkast sem AA-leikir og seinustu tveir sem indíleikir. Að venju má…

Lesa meira

Leikurinn Echoes of the End frá íslenska leikjafyrirtækinu Myrkur Games kom út á PC (Steam), Xbox Series S|X og PlayStation 5 þann 12. ágúst síðastliðinn. Um er að ræða metnaðarfullan hasar- og ævintýrarleik sem hefur verið í þróun í um áratug. Starfsfólk Myrkur Games mun heimsækja Nexus og IKEA á komandi dögum og leyfa gestum og gangandi að prófa leikinn og svara spurningum. Ný og endurbætt útgáfa af leiknum, svokölluð Enhanced Edition, leit dagsins ljós um seinustu mánaðarmót þar sem grafík og spilun var endurbætt og nýjum viðbótum var bætt við leikinn. Spilun verður í boði í IKEA sunnudaginn 23.…

Lesa meira

Fyrr í þessum mánuði kom leikurinn Master Lemon: The Quest for Iceland út á PC (Steam), PlayStation 5, Xbox Series S|X og Nintendo Switch. Leikurinn er þróaður og hannaður af brasilíska leikjafyrirtækinu Pepita Digital og gerður til að heiðra minningu André Lima sem lést í bílslysi stuttu eftir að hafa flutt til Íslands. Hér fyrir neðan er hægt að sjá brot úr fyrsta hálftíma leiksins þar sem aðalpersónan, Lemon, er að undirbúa sig fyrir ferðalag til Íslands.

Lesa meira

Samtök leikjaframleiðenda á Íslandi (IGI) hafa opnað fyrir endurbættan vef sem inniheldur nýtt útlit og ný og uppfærð gögn. Vefurinn hafði ekki verið uppfærður með nýjum gögnum í tvö til þrjú ár þar sem nýjustu tölur um íslenska leikjaiðinaðinn voru frá árinu 2022 á eldri vef samtakanna. Á endurbætta vef IGI (sem stendur fyrir Icelandic Game Industry) taka skilaboðin – A Gaming Nation in the North – á móti gestum. Í framhaldinu er talað um að Ísland sé lítil þjóð sem hefur þó mikil áhrif á leikjasenuna. Nýja útlit vefsins tengist vel við viðburðinn Icelandic Game Fest sem fram fer…

Lesa meira

Samkvæmt nýbirtum gögnum frá Samtökum leikjaframleiðenda á Íslandi (IGI – Icelandic Game Industry) hafa leikjafyrirtækin aldrei verið fleiri á Íslandi en nú, árið 2025. Að lágmarki 24 leikjafyrirtæki eru í virkum rekstri og starfa yfir 500 manns í leikjaiðnaðinum á Íslandi. Þetta er töluverð fjölgun frá seinustu tölum sem eru árinu 2022 þegar starfsmenn voru 449 talsins. Samtökin taka fram að árið 2025 sé stærsta leikjaárið á Íslandi til þessa og að vöxtur er um 10% á milli ára. Samtökin taka fram að árið 2025 sé stærsta leikjaárið á Íslandi til þessa og að vöxtur er um 10% á milli…

Lesa meira

Gísli Konráðsson hefur haldið upp góðu samtali við íslenska spilara um tölvuleiki og leikjahönnun á TikTok undanfarð. Gísli er tölvuleikjahönnuður sem hefur mikla reynslu úr tölvuleikjabransanum og býður meðal annars upp á námskeið í tölvuleikjaþróun fyrir byrjendur. Í nýlegri TikTok færslu veltir Gísli þeirri hugmynd fyrir sér að stofna tölvuleikjabókaklúbb sem virkar eins og hefðbundinn bókaklúbbur, nema þar sem tölvuleikir eru spilaðir í stað þess að lesa bækur. Hugmyndin er sú að ákveðinn leikur er valinn fyrir hópinn sem fær svo dágóðan tíma til að spila leikinn, í framhaldinu myndu þátttakenndur taka þátt í einhverskonar umræðum um tölvuleikinn og skiptast…

Lesa meira

Gang of Frogs er þriðju persónu samvinnu-skotleikur (co-op) með taktísku spilatvisti. Allt að fjórir geta spilað leikinn saman þar sem hver spilari stjórnar frosk sem er málaliði og hlýðir skipunum kapteins Hanks í einu og öllu. Leikurinn blandar saman ólíkum leikjaflokkum með áhugaverðum hætti þar sem má finna samblöndum sem einkennist af roguelite, stokkabyggingarspili (deckbuilding) og þriðju persónu skotleik sem gerist í sæberpönk heimi á 18. öld. Þar þurfa froskarnir að eyða skrímslum, uppfæra sig og setja saman nýtt spilakombó í hverri leikjalotu. Íslenska leikjafyrirtækið ASKA Studios þróar Gang of Frogs sem er jafnframt fyrsti leikur fyrirtæksins. Fyrsta kynningarmyndband leiksins…

Lesa meira

Icelandic Game Fest verður haldiðí fyrsta sinn laugardaginn 22. nóvember 2025. Þar munu leikjafyrirtæki á Íslandi kynna leikina sína sem eru ýmist komnir út eða á þróunarstigi. Viðburðurinn fer fram á Arena og á Steam og er á vegum Icelandic Game Industry. Viðburðurinn verður aðeins í þennan eina dag og verðu opinn öllum og ókeypis inn. Á Arena verður hægt að prófa leikina á yfir 100 tölvum og ræða við hönnuði leikjanna og því tilvalið tækifæri fyrir alla spilara sem hafa áhuga á að prófa nýja leiki eða ræða við fólk sem starfar í leikjabransanum. Viðburðurinn verður aðeins í þennan…

Lesa meira

Fyrr í vikunni kom leikurinn Master Lemon: The Quest for Iceland út á PC (Steam), PlayStation 5, Xbox Series S|X og Nintendo Switch. Leikurinn er þróaður og hannaður af brasilíska leikjafyrirtækinu Pepita Digital og gerður til að heiðra minningu André Lima sem lést í bílslysi stuttu eftir að hafa flutt til Íslands. Við ræddum við Julio Santi sem er leikjahönnuður leiksins og jafnframt góður vinur Andrés. „Ég kynntist André þegar ég var 19 ára og komst fljótt að því að hann hafði mikinn áhuga á tungumálum“ segir Julio. „André dreymdi um að læra íslensku og dáði íslenska menningu. Hann var…

Lesa meira

Rithöfundurinn George R.R. Martin er á leið til landsins vegna bókmenntahátíðarinnar Iceland Noir en hann er einn af gestum hátíðarinnar. Í dag birti Nexus, nördaverslun Íslendinga, tilkynningu um að höfundurinn sé væntanlegur í verslun Nexus þann 15. nóvember til að árita bækur. George R.R. Martin er höfundur A Song of Ice and Fire seríunnar sem Game of Thrones sjónvarpsþættirnir eru byggðir á og er jafnframt einn af höfundum Elden Ring tölvuleiksins. Takmarkaður fjöldi kemst að í áritun og er miðast við 300 gesti. Fyrirkomulagið virkar með þeim hætti að þeir 300 fyrstu sem mæta í Nexus við opnun verslunarinnar á…

Lesa meira