Fjórða ágúst síðastliðinn kom súrealíski hryllingsleikurinn Complex 629 út á Steam leikjaveitunni. Leikjahönnuðurinn Ingibjörn Margeir, eða Lillex líkt og hann kallar sig, er höfundur leiksins og gefur leikinn út undir nafninu LillexStudios. Leikurinn var í um ár í þróun og var búinn til í Game Maker Studio leikjavélinni. Ingibjörn þróaði leikinn alfarið sjálfur og sá um allt frá forritun yfir í grafík. Tómas Freyr, bróðir Ingibjörns, sá um tónlistina í leiknum. Ég hef síðan fyrstu línu forritsins verið í basli við að útskýra leikinn á hefðbundinn hátt því hann er svo einkennilegur. Complex 629 er fyrsti leikur Lillex sem segir…
Author: Bjarki Þór Jónsson
Háskólinn í Reykjavík býður upp á áfanga í leikjahönnun sem ber heitið Computer Game Design and Development og er á BSc-stigi. Í lok annar kynna nemendur áfangans leikjahugmyndir sínar og bjóða upp á svokallaðan „Game Dev Demo Day“ þar sem allir geta mætt og prófað leikina. Þessa haustönn verður hægt að prófa átta nýja leiki sem hafa verið í þróun í tvær vikur. „Game Dev Demo Day“ fer fram í Háskólanum í Reykjavík mánudaginn 15. desember kl. 16:00 – 18:30 í stofu M201. Mynd: Game Dev Demo Day á Facebook
The Game Awards tölvuleikjaverðlaunahátíðin fór fram aðfaranótt 12. desember að íslenskum tíma. Þar voru leikir verðlaunaði fyrir að skara fram úr á einu eða öðru sviði. Leikurinn Clair Obscur: Expedition 33 hlaut alls 13 tilefningar í ár, sem eru flestar tilnefningar sem stakur leikur hefur fengið frá upphafi The Game Awards. Leikurinn hlaut alls 9 verðlaun og var meðal annars valinn sem leikur ársins 2025. Hér er að finna lista yfir helstu sigurvegara kvöldsins. Leikur ársins Besta leikjastefnan Besta frásögnin Besta listræna stjórnunin Besta tónlistin Besta hljóðhönnun Besti leikur (performance) Hugvekjuleikur (Games for Impact) Besti indíleikurinn Besta frumraun indíleiks Besti…
Árið 2022 hætti Gzero starfsemi eftir að hafa boðið íslenskum spilurum upp á eftirminnilega tölvuleikjaaðstöðu í um tuttugu ár. Húsnæði þeirra á Grensás fór á sölu sama ár og lítil hreyfing hefur verið þar síðan Gzero hætti. Um þessar mundir er þó að færast aftur líf í staðinn þar sem VR Worlds mun opna föstudaginn 5. desember kl. 12:00. Um er að ræða nýjan sýndarveruleikasal sem býður upp á sýndarveruleikaupplifanir sem finnast ekki annarsstaðar á Íslandi. Um er að ræða nýjan sýndarveruleikasal sem býður upp á sýndarveruleikaupplifanir sem finnast ekki annarsstaðar á Íslandi. Meðal þess sem í boði verður er…
The Game Awards, ein stærsta tölvuleikjaverðlaunahátíð heims, mun fara fram í Los Angeles í Bandaríkjunum fimmtudaginn 11. desember. Á The Game Awards eru fjöldi tölvuleikja verðlaunaðir fyrir að hafa staðið upp úr þegar litið er til frumleika, gæði, hönnunar, aðgengi og fleirri þátta. Rætt var um tilnefningarnar í ár í 63. þætti Leikjavarpsins. Þar var meðal annars bent á hve margar tilnefningar AA-leikir og indíleikir fá. Í aðalflokknum Leikur ársins (Game of the Year) eru aðeins tveir stórleikir (AAA) af þeim sex leikjum sem tilnefndir eru. Tveir til viðbótar flokkast sem AA-leikir og seinustu tveir sem indíleikir. Að venju má…
Leikurinn Echoes of the End frá íslenska leikjafyrirtækinu Myrkur Games kom út á PC (Steam), Xbox Series S|X og PlayStation 5 þann 12. ágúst síðastliðinn. Um er að ræða metnaðarfullan hasar- og ævintýrarleik sem hefur verið í þróun í um áratug. Starfsfólk Myrkur Games mun heimsækja Nexus og IKEA á komandi dögum og leyfa gestum og gangandi að prófa leikinn og svara spurningum. Ný og endurbætt útgáfa af leiknum, svokölluð Enhanced Edition, leit dagsins ljós um seinustu mánaðarmót þar sem grafík og spilun var endurbætt og nýjum viðbótum var bætt við leikinn. Spilun verður í boði í IKEA sunnudaginn 23.…
Fyrr í þessum mánuði kom leikurinn Master Lemon: The Quest for Iceland út á PC (Steam), PlayStation 5, Xbox Series S|X og Nintendo Switch. Leikurinn er þróaður og hannaður af brasilíska leikjafyrirtækinu Pepita Digital og gerður til að heiðra minningu André Lima sem lést í bílslysi stuttu eftir að hafa flutt til Íslands. Hér fyrir neðan er hægt að sjá brot úr fyrsta hálftíma leiksins þar sem aðalpersónan, Lemon, er að undirbúa sig fyrir ferðalag til Íslands.
Samtök leikjaframleiðenda á Íslandi (IGI) hafa opnað fyrir endurbættan vef sem inniheldur nýtt útlit og ný og uppfærð gögn. Vefurinn hafði ekki verið uppfærður með nýjum gögnum í tvö til þrjú ár þar sem nýjustu tölur um íslenska leikjaiðinaðinn voru frá árinu 2022 á eldri vef samtakanna. Á endurbætta vef IGI (sem stendur fyrir Icelandic Game Industry) taka skilaboðin – A Gaming Nation in the North – á móti gestum. Í framhaldinu er talað um að Ísland sé lítil þjóð sem hefur þó mikil áhrif á leikjasenuna. Nýja útlit vefsins tengist vel við viðburðinn Icelandic Game Fest sem fram fer…
Samkvæmt nýbirtum gögnum frá Samtökum leikjaframleiðenda á Íslandi (IGI – Icelandic Game Industry) hafa leikjafyrirtækin aldrei verið fleiri á Íslandi en nú, árið 2025. Að lágmarki 24 leikjafyrirtæki eru í virkum rekstri og starfa yfir 500 manns í leikjaiðnaðinum á Íslandi. Þetta er töluverð fjölgun frá seinustu tölum sem eru árinu 2022 þegar starfsmenn voru 449 talsins. Samtökin taka fram að árið 2025 sé stærsta leikjaárið á Íslandi til þessa og að vöxtur er um 10% á milli ára. Samtökin taka fram að árið 2025 sé stærsta leikjaárið á Íslandi til þessa og að vöxtur er um 10% á milli…
Gísli Konráðsson hefur haldið upp góðu samtali við íslenska spilara um tölvuleiki og leikjahönnun á TikTok undanfarð. Gísli er tölvuleikjahönnuður sem hefur mikla reynslu úr tölvuleikjabransanum og býður meðal annars upp á námskeið í tölvuleikjaþróun fyrir byrjendur. Í nýlegri TikTok færslu veltir Gísli þeirri hugmynd fyrir sér að stofna tölvuleikjabókaklúbb sem virkar eins og hefðbundinn bókaklúbbur, nema þar sem tölvuleikir eru spilaðir í stað þess að lesa bækur. Hugmyndin er sú að ákveðinn leikur er valinn fyrir hópinn sem fær svo dágóðan tíma til að spila leikinn, í framhaldinu myndu þátttakenndur taka þátt í einhverskonar umræðum um tölvuleikinn og skiptast…