Echoes of the End var í þróun í tæpan áratug og er jafnframt frumraun íslenska leikjafyrirtækisins Myrkur Games. Leikurinn flokkast sem þriðju persónu hasar- og ævintýraleikur og er gefinn út af Deep Silver sem hefur gefið út leiki á borð við Kingdom Comes: Deliverance II, Dead Island 2 og Saint’s Row. Echoes of the End kom út á stafrænu formi 12. ágúst í fyrra á PC (Steam), PlayStation 5 og Xbox Series S|X. Í lok október var gefin út endurbætt útgáfa af leiknum sem kallast Enhanced Edition og miðast þessi rýni við þá útgáfu á PlayStation 5. Ævintýrið hefst Í…
Author: Bjarki Þór Jónsson
Hin árlega UTmessa verður haldin dagana 6. – 7. febrúar í Hörpu. Á UTmessunni eru fjölbreytt tölvu- og tæknimál sett í brennidepil. Að venju hefst hátíðin á ráðstefnudegi föstudaginn 6. febrúar þar sem gestir geta valið á milli mismunandi þemalína eins og gervigreind, framtíðina, gögn, hugbúnaðarþróun, rekstur, stafræna þróun, öryggi og fleira. Nauðsynlegt er að skrá sig á ráðstefnudaginn og kostar miðinn 50.000 kr. fyrir meðlimi Ský, en 65.000 kr. fyrir aðra. Laugardaginn 7. febrúar fer svo fram sýning tæknifyrirtækja og skóla sem er ókeypis og öllum opin. Fjölbreytt dagskrá verður í boði og fjöldi fyrirtækja með sýningarbása, þar á…
Í gær var Developer Direct leikjakynningu streymt á YouTube-síðu Xbox. Í kynningunni voru nokkur valin leikjastúdíó fengin til að kynna leikina sína sem eru allir væntanlegir síðar á þessu ári. Fjallað var um kappakstursleikinn Forza Horizon 6 frá Playground Games, hasar- og hlutverkaleikinn Beast of Reincarnation frá Game Freak og partýleikinn Kiln frá Double Fine. Viðburðinum lauk með kynningu á ævintýraleiknum Fable sem margir hafa beðið eftir með eftirvæntingu og var meðal annars fjallað um í Leikjavarpinu þar sem farið var yfir væntanlega leiki fyrir árið 2026. Á E3 árið 2018 var nefnt að fyrirtækið Playground Games, sem er hvað…
Íslenska tónlistarkonan Lúpína syngur frumsamið lag í tölvuleiknum Echoes of the End frá íslenska leikjafyrirtækinu Myrkur Games. Lagið sem ber heitið Bergmál heyrist meðal annars í útgáfustiklu leiksins og þykir einkum áhrifamikið og grípandi. Við ákváðum að heyra Nínu Solveig Andersen, eða Lúpínu eins og hún kallar sig, og spyrja hana nánar út vinnuferlið á laginu Bergmál. Laglínan og textinn kom til mín fljótlega eftir fyrsta fund með Myrkur tónlistarteyminu þar sem þau útskýrðu hvernig lag þau sáu fyrir sér og söguþráð leiksins. „Ég samdi lagið út frá söguþræði leiksins. Laglínan og textinn kom til mín fljótlega eftir fyrsta fund…
Fjórða ágúst síðastliðinn kom súrealíski hryllingsleikurinn Complex 629 út á Steam leikjaveitunni. Leikjahönnuðurinn Ingibjörn Margeir, eða Lillex líkt og hann kallar sig, er höfundur leiksins og gefur leikinn út undir nafninu LillexStudios. Leikurinn var í um ár í þróun og var búinn til í Game Maker Studio leikjavélinni. Ingibjörn þróaði leikinn alfarið sjálfur og sá um allt frá forritun yfir í grafík. Tómas Freyr, bróðir Ingibjörns, sá um tónlistina í leiknum. Ég hef síðan fyrstu línu forritsins verið í basli við að útskýra leikinn á hefðbundinn hátt því hann er svo einkennilegur. Complex 629 er fyrsti leikur Lillex sem segir…
Háskólinn í Reykjavík býður upp á áfanga í leikjahönnun sem ber heitið Computer Game Design and Development og er á BSc-stigi. Í lok annar kynna nemendur áfangans leikjahugmyndir sínar og bjóða upp á svokallaðan „Game Dev Demo Day“ þar sem allir geta mætt og prófað leikina. Þessa haustönn verður hægt að prófa átta nýja leiki sem hafa verið í þróun í tvær vikur. „Game Dev Demo Day“ fer fram í Háskólanum í Reykjavík mánudaginn 15. desember kl. 16:00 – 18:30 í stofu M201. Mynd: Game Dev Demo Day á Facebook
The Game Awards tölvuleikjaverðlaunahátíðin fór fram aðfaranótt 12. desember að íslenskum tíma. Þar voru leikir verðlaunaði fyrir að skara fram úr á einu eða öðru sviði. Leikurinn Clair Obscur: Expedition 33 hlaut alls 13 tilefningar í ár, sem eru flestar tilnefningar sem stakur leikur hefur fengið frá upphafi The Game Awards. Leikurinn hlaut alls 9 verðlaun og var meðal annars valinn sem leikur ársins 2025. Hér er að finna lista yfir helstu sigurvegara kvöldsins. Leikur ársins Besta leikjastefnan Besta frásögnin Besta listræna stjórnunin Besta tónlistin Besta hljóðhönnun Besti leikur (performance) Hugvekjuleikur (Games for Impact) Besti indíleikurinn Besta frumraun indíleiks Besti…
Árið 2022 hætti Gzero starfsemi eftir að hafa boðið íslenskum spilurum upp á eftirminnilega tölvuleikjaaðstöðu í um tuttugu ár. Húsnæði þeirra á Grensás fór á sölu sama ár og lítil hreyfing hefur verið þar síðan Gzero hætti. Um þessar mundir er þó að færast aftur líf í staðinn þar sem VR Worlds mun opna föstudaginn 5. desember kl. 12:00. Um er að ræða nýjan sýndarveruleikasal sem býður upp á sýndarveruleikaupplifanir sem finnast ekki annarsstaðar á Íslandi. Um er að ræða nýjan sýndarveruleikasal sem býður upp á sýndarveruleikaupplifanir sem finnast ekki annarsstaðar á Íslandi. Meðal þess sem í boði verður er…
The Game Awards, ein stærsta tölvuleikjaverðlaunahátíð heims, mun fara fram í Los Angeles í Bandaríkjunum fimmtudaginn 11. desember. Á The Game Awards eru fjöldi tölvuleikja verðlaunaðir fyrir að hafa staðið upp úr þegar litið er til frumleika, gæði, hönnunar, aðgengi og fleirri þátta. Rætt var um tilnefningarnar í ár í 63. þætti Leikjavarpsins. Þar var meðal annars bent á hve margar tilnefningar AA-leikir og indíleikir fá. Í aðalflokknum Leikur ársins (Game of the Year) eru aðeins tveir stórleikir (AAA) af þeim sex leikjum sem tilnefndir eru. Tveir til viðbótar flokkast sem AA-leikir og seinustu tveir sem indíleikir. Að venju má…
Leikurinn Echoes of the End frá íslenska leikjafyrirtækinu Myrkur Games kom út á PC (Steam), Xbox Series S|X og PlayStation 5 þann 12. ágúst síðastliðinn. Um er að ræða metnaðarfullan hasar- og ævintýrarleik sem hefur verið í þróun í um áratug. Starfsfólk Myrkur Games mun heimsækja Nexus og IKEA á komandi dögum og leyfa gestum og gangandi að prófa leikinn og svara spurningum. Ný og endurbætt útgáfa af leiknum, svokölluð Enhanced Edition, leit dagsins ljós um seinustu mánaðarmót þar sem grafík og spilun var endurbætt og nýjum viðbótum var bætt við leikinn. Spilun verður í boði í IKEA sunnudaginn 23.…