Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Íslenskt»Menningarnótt: 6 áhugaverðir viðburðir
    Íslenskt

    Menningarnótt: 6 áhugaverðir viðburðir

    Höf. Nörd Norðursins17. ágúst 2012Uppfært:22. ágúst 2013Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Menningarnótt 2012 verður haldin laugardaginn 18. ágúst. Við hjá Nörd Norðursins fórum yfir dagskrána og sigtuðum út sex viðburði sem okkur nördunum líst vel á.

     

    1. Sólskoðun á Austurvelli

    Milli klukkan 14:00 og 16:00 mun Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness og Stjörnufræðivefurinn bjóða gestum og gangandi að kíkja á sólina í gegnum sérútbúna sjónauka. Þess ber að geta að sólskoðun er háð veðri og vonum við því innilega að skýin haldi sig frá Austurvelli þennan dag.

    Viðburðurinn á Menningarnott.is

     

    2. Kjarnorkuárásirnar á Hiroshima og Nagasaki

    Í síðustu viku var opnuð sýning í Borgarbókasafni Reykjavíkur (Tryggvagötu 15) um kjarnorkusprengjurnar og afleiðingar þeirra. The Nagasaki National Peace Memorial Hall for the Atomic Bomb Victims stendur að sýningunni og vilja samtökin láta útrýma öllum kjarnorkuvopnum. Á Menningarnótt geta gestir Borgarbókasafnsins kynnt sér þennan ófagra kafla mannkyns sögunnar, sem hefur haft áhrif á hundruði þúsunda mannslífa, milli klukkan 13:00 og 18:00.

    Viðburðurinn á Menningarnott.is

     

    3. tapeart tetris

    Við vitum ekki alveg við hverju á að búast hér, en allt sem tengist Tetris hlýtur að vera þess virði að skoða betur! Um er að ræða vegglistaverk sem verður til sýnis í Hjartagarðinum (Laugavegur 19B) milli klukkan 14:00 og 20:00. Listaverkinu er lýst sem samspili „tónlistar, videoverks og teip-götulistar mun vekja upp tölvuleiki fortíðar í tölvuspili sem við tengjum flest öll við.“

    Viðburðurinn á Menningarnott.is

     

    4. Reykjavík séð með tímavél

    Í nýrri sýningu í Iðuhúsi verður hægt að ferðast aftur til fortíðar og sjá hvernig Austurstræti hefur breyst í gegnum tíðina. Á meðan raunverulega tímavélin okkar er ekki fullkláruð, látum við þessa snilld duga.

    Viðburðurinn á Ruv.is

     

    5. Spilastund með Spilavinum

    Spilavinir verða með úrval borð- og smáspila í Ráðhúsi Reykjavíkur (Tjarnargötu 11) milli klukkan 14:00 og 17:00, þar sem starfsmenn verslunarinnar munu vera á staðnum og kenna gestum og gangandi fyrir ýmsum spilareglum.

    Viðburðurinn á Menningarnott.is

     

    6. Skáktjald á Lækjartorgi

    Milli klukkan 12:00 og 20:00 verður skáktjald á vegum Skákakademíunnar á Lækjatorgi. Gestir geta meðal annars keppt við krakka úr Úrvalsliði Skákakademíunnar og mun Helgi Ólafsson tefla fjöltefli við kvennalandsliðið.

    Viðburðurinn á Menningarnott.is

    – BÞJ


    2012 Bjarki Þór Jónsson menningarnótt
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaLeikjarýni: Magic: The Gathering – Duels of the Planeswalkers 2013
    Næsta færsla Föstudagssyrpan #7 [MYNDBÖND]
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    • Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.