Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Fréttir1»Kaldi sigrar Starcraft II mót HR-ingsins 2012
    Fréttir1

    Kaldi sigrar Starcraft II mót HR-ingsins 2012

    Höf. Kristinn Ólafur Smárason12. ágúst 2012Uppfært:28. febrúar 2013Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Starcraft II móti HR-ingsins er nú lokið, en í lokaviðureign mótsins kepptu Kaldi, sem heitir réttu nafni Jökull Jóhannsson, og Shake, sem heitir Stefán Sigurðsson. Kaldi kom inn í viðureignina úr vinningsriðlinum og byrjaði því með tveim fleiri stigum enn Shake, þannig að staðan byrjaði 2-0 fyrir Kalda, en til að sigra viðureignina þurfti annar hvor spilarinn að ná fjórum stigum samtals.

    Í fyrsta leik viðureigninnar byggði Shake stóran hóp af Zealots með Charge uppfærslunni og náði að koma Kalda að óvörum. Kaldi reyndi eftir bestu getu að verjast, en á aðeins tveim mínútum náði Shake að vinna á vörnum Kalda og tryggði sér sigurinn sem kom stöðunni í 2-1.

    Í öðrum leiknum byrjaði Shake á því að koma sér upp einum Voidray og nokkrum Phoenix til að koma pressu á Kalda, en Kaldi náði að verjast með því að byggja Infestors og Spore Crawlers, sem hélt aftur af hinni fljúgandi ógn. Þrátt fyrir þessa snemmbúnu pressu náði leikurinn að snúast uppí Macro-leik sem endaði með risastórri orrustu milli Broodlord/Infestor hers Kalda og Mothership/Stalker/Archon her Shakes. Kaldi náði að snúa þeirri orrustu sér í vil, þurrkaði út Protoss herinn og vann leik númer tvö sem setti stöðuna í 3-1.

    Þriðji leikurinn stefndi strax í Macro-leik, og kepptust spilararnir tveir við að koma sér upp eins stórum og uppfærðum her og mögulegt er. Kaldi var fyrri til að fá stærsta mögulega herinn og fór í sókn. Shake náði hins vegar að verjast árásinni, elti uppi her Kalda og eyddi honum með öllu og tók þriðja leik viðureignarinnar sem setti stöðuna í 3-2.

    Snemma í fjórða leiknum kom Kaldi fjórum Zerglings inn í herstöð Shake, og náðu þeir að drepa nokkra vinnumenn og valda almennum usla í Protoss herbúðunum. Shake náði að losa sig við Zergling truflunina fyrir rest en var þó strax kominn nokkuð á eftir Kalda í herstærð. Kaldi nýtti sér þetta tækifæri og framleiddi heilan helling af Roaches sem fóru rakleiðis í her Shakes og eyddu honum. Kaldi kom því stöðunni í 4-2 og vann þar með Starcraft II mót HR-ingsins.

    Hægt er nálgast myndbönd af leikjunum með íslenskri leiklýsingu á Twitch síðu HR-ingsins í Starcraft II.

    Við hjá Nörd Norðursins viljum óska Jökli Jóhannssyni til hamingju með sigurinn!

    – KÓS

    HR-ingurinn Kaldi Kristinn Ólafur Smárason mót Protoss SC2 starcraft Zerg
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaHR-ingurinn fer vel af stað
    Næsta færsla LE37 sigrar League of Legends mót HR-ingsins 2012
    Kristinn Ólafur Smárason

    Svipaðar færslur

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    Myndbandsspilari
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ
    00:00
    00:00
    32:02
    Notaðu upp/niður örvahnappana til að auka eða minnka hljóðstyrkinn.

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    • Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.