Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Greinar»Viðtal: Íris Kristín Andrésdóttir
    Greinar

    Viðtal: Íris Kristín Andrésdóttir

    Höf. Nörd Norðursins2. ágúst 2012Uppfært:9. september 2013Engar athugasemdir4 mín. lestur
    Facebook LinkedIn Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk Bluesky Reddit

    Íris Kristín Andrésdóttir, einn aðaleigendi íslenska leikjafyrirtækisins Gogogic, hefur starfað hjá fyrirtækinu síðastliðin sex ár og nú síðast sem aðalframleiðandi. Í maí síðastliðnum var henni boðið starf hjá bandaríska útgáfufyrirtækinu Meteor Entertainment sem hún þáði, en fyrirtækið mun meðal annars sjá um útgáfu fyrstu persónu skotleiksins HAWKEN.

     

    Til lukku með nýja starfið Íris! Í hverju felst starf þitt hjá Meteor Entertainment og hvað kom til að þú fékkst starfstilboð frá þeim?

    Takk fyrir! Ég er mjög spennt yfir þessu. Þannig er að ég hef þekkt framkvæmdastjóra Meteor Entertainment, Mark Long, í þónokkur ár, en við kynntumst á einni af þeim mörgu leikja sýningum/ráðstefnum sem ég hef farið á í gegnum tíðina. Mark vantaði einhvern til að sinna markaðs- og kynningarmálum í Evrópu og þá sérstaklega með fókus á Norðurlöndin. Hann taldi mig fullkomna í starfið og það tók ekki langan tíma að sannfæra mig um að breyta.

     

    Nú ert þú einn af aðaleigendum Gogogic, mun nýja starfið hafa einhver bein eða óbein áhrif á fyrirtækið?

    Já rétt er það. Nýja starfið hefur engin bein áhrif en að sjálfsögðu eru alltaf einhver óbein áhrif þar sem flestir í bransanum hérlendis og erlendis þekkja mig frá mínum Gogogic dögum og spyrja alltaf hvernig gangi og svona þegar við hittumst.

     

    Þú skelltir þér á E3 sýninguna sem haldin var fyrr á þessu ári til að kynna leikinn HAWKEN. Hvernig gekk að kynna leikinn og hvernig leið þér að vera stödd í Mekka tölvuleikjanördans?

    Þetta var ROSALEGT!! Stærstu básarnir voru á stærð við góðan skemmtistað hér á Íslandi. Alveg magnað! Okkur gekk mjög vel með HAWKEN, vorum tilnefnd til 20 verðlauna, unnum 10 af þeim og fengum þrjár viðurkenningar til viðbótar.

    Hérna er listinn:

    • Destructoid’s Best of PC
    • GameTrailers’ Best Free to Play
    • GameTrailers’ Best Online Only
    • Polygon’s E3 Editor’s Choice Award
    • Awesome Robo’s E3 2012 Best Overall Title – „One of the most jaw dropping games we played at E3 this year.“
    • GamingIrresponsibly’s Best of IndieExaminer.com’s Best PvP (Multiplayer) – „The most anticipated game this year.“
    • Video Game Writers’ Best of PC
    • Sidequesting’s Best of E3 Editor’s Choice Awards
    • GamerLive.TV’s Top 5 PC Games – „Hawken has become a blockbuster game of 2012…“

     

    
     Skjáskot úr HAWKEN

     

    Vefsíða Godsrule fór nýlega í loftið og það er ekki annað hægt að segja en að leikurinn líti helvíti vel út. Einnig hefur leikurinn fengið umfjöllun hjá okkur, Mbl.is og svo nýlega var birt ítarleg umfjöllum á  vinsælu leikjasíðunni Destructoid. Við hverju mega spilarar búast með útgáfu Godsrule? Og má fullyrða að leikurinn sé sá umfangsmesti sem Gogogic hefur framleitt?

    Viðtökurnar á Godsrule eru vægast sagt góðar og já þetta er án efa umfangsmesti leikur sem Gogogic hefur framleitt.

     

    Íslenskur leikjaiðnaður virðist vera á stöðugri uppleið og við sjáum fleiri og fleiri íslenska leiki koma á markaðinn frá leikjafyrirtækjum á borð við CCP, Gogogic, Fancy Pants Global, MindGames o.fl. Hver er þín framtíðarsýn fyrir íslenskan leikjaiðnað

    Íslenskur leikjaiðnaður mun stækka og dafna svo lengi sem fjármagn er til staðar. Það er þó því miður erfiður dans að dansa vegna gjaldeyrishaftanna. Erlendir fjárfestar halda fast um budduna sína þegar þeir sjá að ef þeir fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum þá eru peningarnir þeirra fastir á Íslandi til fleiri ára. Áhuginn er þó til staðar og mikil tækifæri fyrir þá sem bíta á agnið.

     

    Við hvað starfaðiru áður en þú hófst störf í leikjabransanum?

    Ég var fiktari í tölvubransanum. Var SysAdmin í nokkur ár og starfaði einnig lengi vel við uppsetningar, kennslu og ráðgjöf á hugbúnaði sem vel flestir innheimtulögfræðingar landsins nota.

     

    Ertu með einver góð ráð fyrir þá sem eru á höttunum eftir starfi hjá leikjafyrirtæki?

    Fyrst og fremst að mennta sig og byrja strax að fikta heima! Það skiptir miklu máli að hafa eitthvað til að sýna þegar leitað er eftir fyrsta starfi hjá leikjafyrirtæki. Það eru fæstir að ráða reynslulaust fólk í dag.

     

    Þú hlýtur að hafa spilað töluvert af tölvuleikjum þar sem þú ert búin að vera í leikjaiðnaðinum í nokkur ár. Spilaðiru tölvuleiki áður en þú fórst að starfa í leikjaiðnaðinum, og hver er þinn uppáhalds tölvuleikur?

    Usssssss já!! Ég byrjaði að spila tölvuleiki um leið og ég hafði aldur og vit til – já og um leið og tæknin bauð uppá það. Það má segja að ég sé alæta á tölvuleiki – spila það sem að mér er rétt og sagt er að sé þess virði að spila. Einnig spila ég mikið af tölvuleikjum til að skoða samkeppnina. Sá leikur sem er og mun alltaf vera í mínu uppáhaldi er Diablo.

     

    Við þökkum þér kærlega fyrir spjallið Íris og óskum þér góðs gengis í framtíðinni. Viltu segja eitthvað að lokum?

    Þið, Nördar Norðursins,  ROKKIÐ!!!

    – BÞJ
    Bjarki Þór Jónsson Gogogic hawken Íris Kristín Andrésdóttir Meteor viðtal
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaNörd Norðursins á Comic Con í San Diego 2012 [MYNDIR]
    Næsta færsla Föstudagssyrpan #5 [MYNDBÖND]
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026

    Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu

    24. janúar 2026

    Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable

    23. janúar 2026

    Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026

    20. janúar 2026

    Bestu tölvuleikir ársins 2025

    19. janúar 2026

    Geisladiskabúð Valda á tímamótum

    17. janúar 2026
    Nýtt á Nörd Norðursins
    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026

    Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu

    24. janúar 2026

    Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable

    23. janúar 2026

    Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026

    20. janúar 2026

    Bestu tölvuleikir ársins 2025

    19. janúar 2026
    Leikjarýni
    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026
    8

    Þegar leikur biður þig um að hætta að reyna

    14. janúar 2026
    7.5

    Úr öskunni í eldinn

    2. janúar 2026
    7.8

    Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow

    11. desember 2025
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur
    • Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu
    • Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable
    • Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026
    • Bestu tölvuleikir ársins 2025
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2026 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.