Birt þann 25. júlí, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins
0Bandarískur dreifingaraðili tölvuleikja skýtur rótum á Íslandi
Icelandic Gaming Industry stækkar með tilkomu þess að Meteor Entertainment, bandarískur dreifingaraðili tölvuleikja, ákvað nú í vor að fá Írisi Kristínu Andrésdóttur til liðs við sig og aðstoða fyrirtækið með markaðs- og kynningarmál í Evrópu en þó sérstaklega á Norðurlöndunum, fyrir tölvuleikinn HAWKEN sem framleiddur er af Adhesive Games.
Íris Kristín er einn af aðaleigendum íslenska tölvuleikjafyrirtækisins Gogogic og hefur auk þess starfað þar síðastliðin sex ár, nú síðast sem aðalframleiðandi.
HAWKEN er fríspilunar (e. free-to-play) fyrstu persónu vélmenna skotleikur sem verður aðgengilegur í opinni betu prufuútgáfu þann 12. desember 2012, eða 12.12.12. Mikil eftirvænting ríkir fyrir útgáfu leiksins sem náði nýverið að fanga athygli fjölmiðla og tölvuleikjaspilara á E3 sýningunni sem haldin var í byrjun júní.
Í HAWKEN verður sögð heljarinnar saga með aðstoð ólíkra miðla. Fyrir utan leikinn sjálfan verður gefin út myndasaga tengd leiknum, vefsería og auk þess eru þættir væntanlegir á næsta ári. Síðast en ekki síst er kvikmynd í fullri lengd í vinnslu og mun Scott Waugh (Act of Valor) sjá um að leikstýra henni. Leikurinn, myndasagan, vefserían og kvikmyndin verða sjálfstæð verk en munu gefa heildarsögu HAWKEN meiri dýpt.
„Það er ánægjulegt og skemmtilegt að svo stór dreifingaraðili og Meteor er ákveður að vinna með aðila úr íslenska leikjasamfélaginu til að byggja upp vitund á vörunum sínum á Norðurlöndum og í Evrópu. Sér í lagi í ljósi þess hve eftir stóttur HAWKEN raunverulega er. Sem dæmi þá nefndi PC World HAWKEN „einn af E3 2012 tölvuleikjunum sem fylgjast skal með“, Destructoid veitti HAWKEN verðlaunin „Besti PC leikurinn á E3“ og Eurogamer taldi leikinn upp meðal bestu leikjanna sem voru sýndir á E3. Það hjálpar örugglega að Meteor leggur mikið uppúr sterkum tengslum við sjálfstæða tölvuleikjaframleiðendur og íslenska tölvuleikjasamfélagið er einmitt byggt á þeim grunni“ segir Íris Kristín Andrésdóttir sem Meteor fékk nýverið til starfa við sig.
Hægt verður að spila HAWKEN á Gamescom, tölvuleikjasýningu í Köln, Þýskalandi þann 15-19 ágúst næstkomandi.
Um Adhesive Games
Adhesive Games er sjálfstætt starfandi tölvuleikjafyrirtæki staðsett í Los Angeles Kaliforníu, og var stofnað af Khang Le, framkvæmdastjóra og hönnunarstjóra (creative director) þess. HAWKEN er frumraun fyrirtækisins en frekari upplýsingar um fyrirtækið og leikinn er að finna á heimasíðunum www.adhesivegames.com og www.playhawken.com.
Um Meteor Entertainment
Meteor Entertainment er dreifingaraðili tölvuleikja sem einbeitir sér að dreifingu fríspilunartölvuleikja á heimsvísu. Frekari upplýsingar um fyrirtækið er að finna á www.meteor-ent.com.
– BÞJ
Heimild: Fréttatilkynningar frá Meteor Entertainment.
Myndblanda: Íris Kristín Andrésdóttir (Facebook), HAWKEN og merki Meteor Entertainment.