Birt þann 22. júlí, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins
0Double Dragon: Neon kemur út í september
Leikjaframleiðendurnir WayForward hafa tilkynnt að Double Dragon: Neon verði fáanlegur í september og er búið að gefa út verðmiðann á endursköpun þessa klassíska tölvuleiks.
Tölvuleikurinn, sem er framhald af leikja seríunni Double Dragon, mun innihalda ýmiskonar nýjungar. Double Dragon: Neon verður fáanlegur á PSN (PlayStation Network) frá og með 11. september 2012 og mun kosta $9.99, leikurinn verður einnig fáanlegur á XBLA (Xbox Live Arcade) degi seinna og mun fást fyrir 800 Microsoft punkta.
Um leikinn
Double Dragon: Neon er nýjasti leikurinn í Double Dragon seríunni og fylgir tvíburunum Billy og Jimmy Lee í baráttu þeirra við andstæðinga sína. Leikurinn styður „Drop-in/Drop-out co-op mode“, eða „Bro-Op“ eins og sumir kalla það, en það þýðir að spilarar geta spilað með öðrum spilurum hvenær sem er í miðjum leik og hætt að vild án þess að stöðva leikin.
Það er nokkuð augljóst að leikurinn muni geisla af glæsilegri 80’s stemningu ef litið er á útlit, lita- og tónlistarvalið.
– Böðvar G. Jónsson